Íslendingur í Brussel: „Maður er svo vanur því að vera öruggur“ Bjarki Ármansson skrifar 22. mars 2016 16:22 Freyja hefur búið í Brussel í tvö og hálft ár. Mynd/Freyja Steingrímsdóttir Íslendingur í Brussel hélt sig innandyra í dag vegna hryðjuverkaárásanna í borginni en meðal annars var gerð sprengjuárás á lestina sem hún tekur hvern dag til vinnu. Hún segir skemmtilegt að sjá hvað borgarbúar hafa brugðist við með mikilli samheldni. „Ég myndi kannski segja að það sé aðeins búið að róast, en ég er reyndar ekki búin að fara neitt úr húsi í dag,“ segir Freyja Steingrímsdóttir stjórnmálaráðgjafi aðspurð hvernig ástandið sé núna miðað við í morgun. „En miðað við það sem fólk er að segja manni á samfélagsmiðlum og svona – maður er með marga spjallglugga opna – þá er þetta aðeins að róast.“ Freyja heyrði af því snemma í morgun að árás hefði verið gerð á Zaventem-flugvöllinn og ákváð þá að halda sig innandyra og fara ekki til vinnu. Hún segist ekki hafa viljað taka neina sénsa með því að taka neðanjarðarlestina. „Þannig að þegar ég heyri fréttirnar af lestinni, fannst mér það jafnvel óhugnanlegra,“ segir Freyja en önnur sprengjan sprakk í lest sem var á sömu leið og Freyja tekur í vinnuna hvern morgun. „Lestin fer auðvitað á fjögurra mínútna fresti þannig að það er alls ekkert víst að maður hefði verið í vagninum. En maður getur alltaf hugsað: Hvað ef?“ Freyja hefur búið í Brussel í tvö og hálft ár. Talsverð spenna hefur verið í borginni að undanförnu eftir hryðjuverkaárásirnar í París í nóvember og oft mikill viðbúnaður lögreglu. Freyja segir það þó ekki hafa haft mjög mikil áhrif á dagsdaglegt líf hennar til þessa. „Ég hugsa að sem Íslendingur, þá taki maður kannski öryggi sínu svolítið léttilega,“ segir hún. „Maður er svo vanur því að vera öruggur, hvar sem maður er.“Mikill viðbúnaður hefur verið í Brussel í dag.Vísir/AFPFreyja segist eiga von á því að flestir vinnufélagar hennar mæti aftur til vinnu á morgun. Það verði bara að koma í ljós hvort og hvernig morgundagurinn verður frábrugðinn öðrum dögum. „Ég hugsa að það verði kannski óþægilegt að taka lestina aftur,“ segir hún. „Jafnvel að ég taki bara líkamsrækt og labbi í vinnuna næstu daga. En það verður að koma í ljós, maður fer bara eftir því sem yfirvöld segja.“ Kærasti Freyju fór í skólann í bæ fyrir utan Brussel í morgun og hafði ekki frétt af sprengingunum fyrr en Freyja hringdi í hann í dag. Um tíma var hann fastur í bænum og komst ekki aftur til Brussel og kom þá til skoðunar að bjarga sér í gegnum samfélagsmiðla. „Það er svolítið skemmtilegt, það er búið að koma upp alls konar upp á samfélagsmiðlum eins og #openhouse og #ikwillhelpen og þar er til dæmis verið að bjóða fólki far,“ útskýrir Freyja. „Þannig að við vorum eitthvað að skoða hvort hann gæti fengið þannig en svo eru lestirnar að fara af stað aftur, þannig að hann kemst nú vonandi heim á endanum.“ Tengdar fréttir Sprengingar á flugvelli og lestarstöð í Brussel Samgöngukerfi borgarinnar hefur verið lokað og viðbúnaður settur í hæsta stig. 22. mars 2016 07:31 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Belgíu 34 eru látnir eftir sprengingarnar og á annað hundrað særðir. 22. mars 2016 15:38 Öryggisgæsla aukin um Evrópu 1.600 lögreglumönnum verður dreift um Frakkland. 22. mars 2016 10:46 Gunnar Bragi biður Íslendinga í Brussel að hafa samband heim Minnst þrettán eru látnir eftir sprengjuárásir sem gerðar voru á borgina í morgun. 22. mars 2016 09:57 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Íslendingur í Brussel hélt sig innandyra í dag vegna hryðjuverkaárásanna í borginni en meðal annars var gerð sprengjuárás á lestina sem hún tekur hvern dag til vinnu. Hún segir skemmtilegt að sjá hvað borgarbúar hafa brugðist við með mikilli samheldni. „Ég myndi kannski segja að það sé aðeins búið að róast, en ég er reyndar ekki búin að fara neitt úr húsi í dag,“ segir Freyja Steingrímsdóttir stjórnmálaráðgjafi aðspurð hvernig ástandið sé núna miðað við í morgun. „En miðað við það sem fólk er að segja manni á samfélagsmiðlum og svona – maður er með marga spjallglugga opna – þá er þetta aðeins að róast.“ Freyja heyrði af því snemma í morgun að árás hefði verið gerð á Zaventem-flugvöllinn og ákváð þá að halda sig innandyra og fara ekki til vinnu. Hún segist ekki hafa viljað taka neina sénsa með því að taka neðanjarðarlestina. „Þannig að þegar ég heyri fréttirnar af lestinni, fannst mér það jafnvel óhugnanlegra,“ segir Freyja en önnur sprengjan sprakk í lest sem var á sömu leið og Freyja tekur í vinnuna hvern morgun. „Lestin fer auðvitað á fjögurra mínútna fresti þannig að það er alls ekkert víst að maður hefði verið í vagninum. En maður getur alltaf hugsað: Hvað ef?“ Freyja hefur búið í Brussel í tvö og hálft ár. Talsverð spenna hefur verið í borginni að undanförnu eftir hryðjuverkaárásirnar í París í nóvember og oft mikill viðbúnaður lögreglu. Freyja segir það þó ekki hafa haft mjög mikil áhrif á dagsdaglegt líf hennar til þessa. „Ég hugsa að sem Íslendingur, þá taki maður kannski öryggi sínu svolítið léttilega,“ segir hún. „Maður er svo vanur því að vera öruggur, hvar sem maður er.“Mikill viðbúnaður hefur verið í Brussel í dag.Vísir/AFPFreyja segist eiga von á því að flestir vinnufélagar hennar mæti aftur til vinnu á morgun. Það verði bara að koma í ljós hvort og hvernig morgundagurinn verður frábrugðinn öðrum dögum. „Ég hugsa að það verði kannski óþægilegt að taka lestina aftur,“ segir hún. „Jafnvel að ég taki bara líkamsrækt og labbi í vinnuna næstu daga. En það verður að koma í ljós, maður fer bara eftir því sem yfirvöld segja.“ Kærasti Freyju fór í skólann í bæ fyrir utan Brussel í morgun og hafði ekki frétt af sprengingunum fyrr en Freyja hringdi í hann í dag. Um tíma var hann fastur í bænum og komst ekki aftur til Brussel og kom þá til skoðunar að bjarga sér í gegnum samfélagsmiðla. „Það er svolítið skemmtilegt, það er búið að koma upp alls konar upp á samfélagsmiðlum eins og #openhouse og #ikwillhelpen og þar er til dæmis verið að bjóða fólki far,“ útskýrir Freyja. „Þannig að við vorum eitthvað að skoða hvort hann gæti fengið þannig en svo eru lestirnar að fara af stað aftur, þannig að hann kemst nú vonandi heim á endanum.“
Tengdar fréttir Sprengingar á flugvelli og lestarstöð í Brussel Samgöngukerfi borgarinnar hefur verið lokað og viðbúnaður settur í hæsta stig. 22. mars 2016 07:31 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Belgíu 34 eru látnir eftir sprengingarnar og á annað hundrað særðir. 22. mars 2016 15:38 Öryggisgæsla aukin um Evrópu 1.600 lögreglumönnum verður dreift um Frakkland. 22. mars 2016 10:46 Gunnar Bragi biður Íslendinga í Brussel að hafa samband heim Minnst þrettán eru látnir eftir sprengjuárásir sem gerðar voru á borgina í morgun. 22. mars 2016 09:57 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Sprengingar á flugvelli og lestarstöð í Brussel Samgöngukerfi borgarinnar hefur verið lokað og viðbúnaður settur í hæsta stig. 22. mars 2016 07:31
Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Belgíu 34 eru látnir eftir sprengingarnar og á annað hundrað særðir. 22. mars 2016 15:38
Gunnar Bragi biður Íslendinga í Brussel að hafa samband heim Minnst þrettán eru látnir eftir sprengjuárásir sem gerðar voru á borgina í morgun. 22. mars 2016 09:57