Vatn og vinna Eiríkur Hjálmarsson skrifar 22. mars 2016 07:00 Sumir segja að skoðunarferðir með ferðamenn séu í raun rútuferðir á milli klósetta. Það ber vissulega margt snoturt og áhugavert fyrir augu á leiðinni en grunnþörfunum verði að sinna. Vatn og vinna er yfirskrift alþjóðlegs vatnsdags Sameinuðu þjóðanna nú í ár en hann er haldinn er 22. mars ár hvert. Við erum hvött til að leiða hugann að því hvernig vatn snertir vinnuna okkar og þar sem vatnið er hrein og klár lífsnauðsyn ættum við ekki að þurfa að hugsa lengi. Þannig snertir aðgengi að rennandi vatni augljóslega starf leiðsögumannsins og rútubílstjórans. Við í Reykjavík notum talsvert af vatni. Þótt þessi mikli elexír sé vottaður sem matvæli, drekkum við kannski minnst af honum. Verulegt magn fer í þvotta, talsvert í að sturta niður, slatti í eldamennsku og svo stólar slökkviliðið á sama vatn og við súpum á. Heimilin í höfuðborginni nota hinsvegar bara helminginn af vatninu sem rennur um æðar vatnsveitu Veitna. Fyrirtæki og stofnanir þar sem við vinnum nota hinn helminginn. Snemma á síðustu öld, þegar vatnsveita var loks lögð í Reykjavík, var hún forsenda framleiðslu á matvælum með öðrum hætti en fyrr. Fiskur var þveginn úr hreinu vatni, drykkjarvöruframleiðsla gat hafist og hægt var að þrífa mjólkurbúin. Á síðari árum sjáum við til dæmis lyfjafyrirtæki nota mikið vatn einmitt til að losna við þrif með kemískum efnum og vatnið er að mörgu leyti grundvöllur þess hreinlætis sem nauðsynlegt er til að meðalaldur þjóðarinnar sé samanburðarhæfur. Nú er hann einn sá hæsti í heimi. Þegar við sjáum Ísland auglýst sem hreint og tært vísar það vitaskuld til þeirrar hreinu orku sem við notum en kannski ennþá frekar til vatnsins. Þannig er hreint vatn hluti þeirrar ímyndar sem reynist ferðaþjónustunni vel til að markaðssetja ferðalög til Íslands og er hreint vatn þar með ein undirstaða vinnu stöðugt fleiri landsmanna. Svona auðlind þurfum við að fara vel með og við gætum best að ímyndinni með að passa upp á vatnsbólin, vatnsveiturnar og vatnið sjálft; árnar, vötnin og sjóinn og vatnið í jörðinni. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Hjálmarsson Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Sumir segja að skoðunarferðir með ferðamenn séu í raun rútuferðir á milli klósetta. Það ber vissulega margt snoturt og áhugavert fyrir augu á leiðinni en grunnþörfunum verði að sinna. Vatn og vinna er yfirskrift alþjóðlegs vatnsdags Sameinuðu þjóðanna nú í ár en hann er haldinn er 22. mars ár hvert. Við erum hvött til að leiða hugann að því hvernig vatn snertir vinnuna okkar og þar sem vatnið er hrein og klár lífsnauðsyn ættum við ekki að þurfa að hugsa lengi. Þannig snertir aðgengi að rennandi vatni augljóslega starf leiðsögumannsins og rútubílstjórans. Við í Reykjavík notum talsvert af vatni. Þótt þessi mikli elexír sé vottaður sem matvæli, drekkum við kannski minnst af honum. Verulegt magn fer í þvotta, talsvert í að sturta niður, slatti í eldamennsku og svo stólar slökkviliðið á sama vatn og við súpum á. Heimilin í höfuðborginni nota hinsvegar bara helminginn af vatninu sem rennur um æðar vatnsveitu Veitna. Fyrirtæki og stofnanir þar sem við vinnum nota hinn helminginn. Snemma á síðustu öld, þegar vatnsveita var loks lögð í Reykjavík, var hún forsenda framleiðslu á matvælum með öðrum hætti en fyrr. Fiskur var þveginn úr hreinu vatni, drykkjarvöruframleiðsla gat hafist og hægt var að þrífa mjólkurbúin. Á síðari árum sjáum við til dæmis lyfjafyrirtæki nota mikið vatn einmitt til að losna við þrif með kemískum efnum og vatnið er að mörgu leyti grundvöllur þess hreinlætis sem nauðsynlegt er til að meðalaldur þjóðarinnar sé samanburðarhæfur. Nú er hann einn sá hæsti í heimi. Þegar við sjáum Ísland auglýst sem hreint og tært vísar það vitaskuld til þeirrar hreinu orku sem við notum en kannski ennþá frekar til vatnsins. Þannig er hreint vatn hluti þeirrar ímyndar sem reynist ferðaþjónustunni vel til að markaðssetja ferðalög til Íslands og er hreint vatn þar með ein undirstaða vinnu stöðugt fleiri landsmanna. Svona auðlind þurfum við að fara vel með og við gætum best að ímyndinni með að passa upp á vatnsbólin, vatnsveiturnar og vatnið sjálft; árnar, vötnin og sjóinn og vatnið í jörðinni. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. mars.
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun