Måns-áhrifanna gætir víða: Greta Salóme sögð augljósasta dæmið um það Birgir Olgeirsson skrifar 21. mars 2016 13:21 Måns Zelmerlöw vann Eurovision í fyrra með lagið Heroes en atriðið sjálft hefur haft mikil áhrif á aðra flytjendur í undankeppnum í Evrópu. Vísir/YouTube Måns Zelmerlöw heillaði ekki aðeins áhorfendur Eurovision með frábærum flutningi á sigurlaginu Heroes í Vín í Austurríki í fyrra heldur vakti sviðsframkonan ekki síður athygli. Um var að ræða samspil manns og tækni en Måns hreyfði sig í takt við grafík sem var varpað fram á LED-skjá fyrir aftan hann þannig að svo virtist sem grafíkin og Måns rynnu saman.Einn af fylgifiskum Eurovision-keppninnar er sá að fram kemur sigurvegari sem á eftir að hafa mikil áhrif á næstu keppnir þar á eftir. Fiðlan gekk til að mynda í endurnýjun lífdaga eftir að hinn norski Alexander Rybak bar sigurorð í keppninni með Fairytale árið 2009.Þá gætir enn áhrifa hinnar sænsku Loreen sem vann árið 2012.Fjallað er um Måns-áhrifin á vefnum Eurovisionary en þar er sagt frá eistneska söngvaranum Mick Pedaja sem flutti lagið Seis í undankeppni Eista fyrir Eurovision. Pedaja náði inn í úrslitin í heimalandi sínu en Eistar völdu Jüri Pootsmann sem sinn fulltrúa með lagið Play. Á meðan hann flutti lagið varð Pedaja hluti af grafíkinni sem birtist á skjánum fyrir aftan hann og þótti tóna vel við lagið sjálft sem er sveipað mikilli dulúð.Áhrifa Måns gætti einnig í Melodifestivalen í Svíþjóð, sem er undankeppnin fyrir Eurovision þar í landi. Hin nítján ára gamla Wiktoria nýtti sér sömu tækni og Måns á meðan hún flutti lagið Save Me. Líkt og Pedaja varð hún hluti af grafíkinni sem birtist á skjánum fyrir aftan hana. Hún hafnaði í fjórða sæti í Melodifestivalen en Svíar völdu hinn sautján ára gamla Frans sem sinn fulltrúa með lagið If I were sorry.Þá nefnir Eurovisionary til sögunnar atriði Gretu Salóme í Söngvakeppni Sjónvarpsins sem augljósasta dæmið um hvaða áhrif atriði Måns hafði. Greta Salóme varð hlutskörpustu í keppninni hér heima með lagið Hear Them Calling en líkt og Måns hreyfir Greta Salóme sig í takt við grafík sem birtist fyrir aftan hana á meðan hún flutti lagið.Segir á vef Eurovisionary að sviðsframkoma Gretu sé mögulega framför á því sem Måns bauð upp á þegar kemur að samspili flytjandans og grafíkurinnar. Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fer fram í Stokkhólmi daganna 10., 12. og 14. maí næstkomandi. Eurovision Tengdar fréttir Hlustaðu á ástralska Eurovision-lagið Söngkonan Dami Im flytur framlag Ástrala í ár. 10. mars 2016 10:24 Norðmenn og Finnar búnir að velja framlög í Eurovision Hin finnska Sandhja og norska Agnete munu stíga á svið í Stokkhólmi í maí. 28. febrúar 2016 10:52 Hvert er besta íslenska Eurovision-lagið sem ekki vann undankeppnina? Vísir leitaði til álitsgjafa í leitinni og er niðurstaðan nokkuð afgerandi. 6. febrúar 2016 19:00 Sjáðu hið magnaða opnunaratriði úrslitakvölds Söngvakeppninnar Gleðibankinn, Minn hinsti dans, Nína og allir helsti gullmolar Eurovision-sögu Íslands fengu að njóta sín. 21. febrúar 2016 10:01 Svíar senda Bieber-skotið lag í Eurovision Frans flytur lagið If i were sorry 12. mars 2016 21:38 Dregið í riðla í Eurovision: Ísland með seinni atriðum á fyrra undankvöldinu 18 lönd keppa um tíu sæti á fyrra undankvöldinu 10. maí. 25. janúar 2016 10:50 Sjáðu Eurovision-sviðið í Globen - Myndband Ísland verður með seinni atriðum á svið á fyrra undankvöldi söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Stokkhólmi í vor. 15. febrúar 2016 15:00 Grundvallarbreyting á stigagjöfinni í Eurovision í ár Val dómnefndar og almennings tilkynnt í sitthvoru lagi. 18. febrúar 2016 10:33 Greta Salóme hafði mikla yfirburði í einvíginu Alda Dís var efst eftir fyrri símakosninguna 25. febrúar 2016 16:23 Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira
Måns Zelmerlöw heillaði ekki aðeins áhorfendur Eurovision með frábærum flutningi á sigurlaginu Heroes í Vín í Austurríki í fyrra heldur vakti sviðsframkonan ekki síður athygli. Um var að ræða samspil manns og tækni en Måns hreyfði sig í takt við grafík sem var varpað fram á LED-skjá fyrir aftan hann þannig að svo virtist sem grafíkin og Måns rynnu saman.Einn af fylgifiskum Eurovision-keppninnar er sá að fram kemur sigurvegari sem á eftir að hafa mikil áhrif á næstu keppnir þar á eftir. Fiðlan gekk til að mynda í endurnýjun lífdaga eftir að hinn norski Alexander Rybak bar sigurorð í keppninni með Fairytale árið 2009.Þá gætir enn áhrifa hinnar sænsku Loreen sem vann árið 2012.Fjallað er um Måns-áhrifin á vefnum Eurovisionary en þar er sagt frá eistneska söngvaranum Mick Pedaja sem flutti lagið Seis í undankeppni Eista fyrir Eurovision. Pedaja náði inn í úrslitin í heimalandi sínu en Eistar völdu Jüri Pootsmann sem sinn fulltrúa með lagið Play. Á meðan hann flutti lagið varð Pedaja hluti af grafíkinni sem birtist á skjánum fyrir aftan hann og þótti tóna vel við lagið sjálft sem er sveipað mikilli dulúð.Áhrifa Måns gætti einnig í Melodifestivalen í Svíþjóð, sem er undankeppnin fyrir Eurovision þar í landi. Hin nítján ára gamla Wiktoria nýtti sér sömu tækni og Måns á meðan hún flutti lagið Save Me. Líkt og Pedaja varð hún hluti af grafíkinni sem birtist á skjánum fyrir aftan hana. Hún hafnaði í fjórða sæti í Melodifestivalen en Svíar völdu hinn sautján ára gamla Frans sem sinn fulltrúa með lagið If I were sorry.Þá nefnir Eurovisionary til sögunnar atriði Gretu Salóme í Söngvakeppni Sjónvarpsins sem augljósasta dæmið um hvaða áhrif atriði Måns hafði. Greta Salóme varð hlutskörpustu í keppninni hér heima með lagið Hear Them Calling en líkt og Måns hreyfir Greta Salóme sig í takt við grafík sem birtist fyrir aftan hana á meðan hún flutti lagið.Segir á vef Eurovisionary að sviðsframkoma Gretu sé mögulega framför á því sem Måns bauð upp á þegar kemur að samspili flytjandans og grafíkurinnar. Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fer fram í Stokkhólmi daganna 10., 12. og 14. maí næstkomandi.
Eurovision Tengdar fréttir Hlustaðu á ástralska Eurovision-lagið Söngkonan Dami Im flytur framlag Ástrala í ár. 10. mars 2016 10:24 Norðmenn og Finnar búnir að velja framlög í Eurovision Hin finnska Sandhja og norska Agnete munu stíga á svið í Stokkhólmi í maí. 28. febrúar 2016 10:52 Hvert er besta íslenska Eurovision-lagið sem ekki vann undankeppnina? Vísir leitaði til álitsgjafa í leitinni og er niðurstaðan nokkuð afgerandi. 6. febrúar 2016 19:00 Sjáðu hið magnaða opnunaratriði úrslitakvölds Söngvakeppninnar Gleðibankinn, Minn hinsti dans, Nína og allir helsti gullmolar Eurovision-sögu Íslands fengu að njóta sín. 21. febrúar 2016 10:01 Svíar senda Bieber-skotið lag í Eurovision Frans flytur lagið If i were sorry 12. mars 2016 21:38 Dregið í riðla í Eurovision: Ísland með seinni atriðum á fyrra undankvöldinu 18 lönd keppa um tíu sæti á fyrra undankvöldinu 10. maí. 25. janúar 2016 10:50 Sjáðu Eurovision-sviðið í Globen - Myndband Ísland verður með seinni atriðum á svið á fyrra undankvöldi söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Stokkhólmi í vor. 15. febrúar 2016 15:00 Grundvallarbreyting á stigagjöfinni í Eurovision í ár Val dómnefndar og almennings tilkynnt í sitthvoru lagi. 18. febrúar 2016 10:33 Greta Salóme hafði mikla yfirburði í einvíginu Alda Dís var efst eftir fyrri símakosninguna 25. febrúar 2016 16:23 Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira
Hlustaðu á ástralska Eurovision-lagið Söngkonan Dami Im flytur framlag Ástrala í ár. 10. mars 2016 10:24
Norðmenn og Finnar búnir að velja framlög í Eurovision Hin finnska Sandhja og norska Agnete munu stíga á svið í Stokkhólmi í maí. 28. febrúar 2016 10:52
Hvert er besta íslenska Eurovision-lagið sem ekki vann undankeppnina? Vísir leitaði til álitsgjafa í leitinni og er niðurstaðan nokkuð afgerandi. 6. febrúar 2016 19:00
Sjáðu hið magnaða opnunaratriði úrslitakvölds Söngvakeppninnar Gleðibankinn, Minn hinsti dans, Nína og allir helsti gullmolar Eurovision-sögu Íslands fengu að njóta sín. 21. febrúar 2016 10:01
Dregið í riðla í Eurovision: Ísland með seinni atriðum á fyrra undankvöldinu 18 lönd keppa um tíu sæti á fyrra undankvöldinu 10. maí. 25. janúar 2016 10:50
Sjáðu Eurovision-sviðið í Globen - Myndband Ísland verður með seinni atriðum á svið á fyrra undankvöldi söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Stokkhólmi í vor. 15. febrúar 2016 15:00
Grundvallarbreyting á stigagjöfinni í Eurovision í ár Val dómnefndar og almennings tilkynnt í sitthvoru lagi. 18. febrúar 2016 10:33
Greta Salóme hafði mikla yfirburði í einvíginu Alda Dís var efst eftir fyrri símakosninguna 25. febrúar 2016 16:23