Körfubolti

Davis gæti misst af Ólympíuleikunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Anthony Davis í leik í vetur.
Anthony Davis í leik í vetur. vísir/getty
New Orleans Pelicans hefur ákveðið að setja Anthony Davis á meiðslalistann út leiktíðina. Hann er á leið undir hnífinn.

Það þarf bæði að laga hné og öxl á hinum stóra Davis. Meiðsli sem hafa verið að trufla hann í vetur.

Pelíkanarnir eiga nánast enga möguleika á því að komast í úrslitakeppnina og hafa ákveðið að hugsa um langtímahagsmuni félagsins með því að koma Davis strax úr leik.

Þessi meiðsli eru dýr fyrir Davis. Þau þýða að hann mun líklega missa af Ólympíuleikunum. Þjálfarinn hans sagði að líklega væru þeir úr sögunni miðað við stöðuna núna. New Orleans vill með þessu sjá til þess að Davis verði klár í upphafi næsta tímabils.

Þrátt fyrir axlarmeiðsli allt tímabilið er Davis með 24,3 stig, 10,3 fráköst og 2,1 varin bolta að meðaltali á leiktíðinni.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×