Körfubolti

San Antonio með sigur í stórleiknum | Myndbönd

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik Spurs og Warriors í nótt.
Úr leik Spurs og Warriors í nótt. vísir/getty
San Antonio Spurs gerði sér lítið fyrir og lagði Golden State Warriors í stórleik næturinnar í NBA-körfuboltanum, en lokatölur urðu átta stiga sigur Spurs, 87-79.

Meistararnir í Golden State unnu fyrsta leikhlutann, 18-17, en San Antonio átti góðan annan leikhluta og leiddu 43-37. Eftir þriðja leikhlutann var aldrei spurning hvoru meginn sigurinn myndi enda og lokatölur 87-79.

Klay Thompson var stigahæstur hjá Golden State með fimmtán stig, en LeMarcus Aldrige gerði vel fyrir Spurs og skoraði 26 stig. Stephen Curry kom næstur með fjórtán hjá Golden State, en Kawhi Leonard gerði 18 fyrir heimamenn í San Antonio.

Þetta var einungis sjötta tap Golden State í allan vetur, en þessi tvö lið eru með flesta sigra í NBA-deildinni í vetur; Golden State með 62 og San Antonio með 59, bæði í 69 leikjum.

Cleveland fékk skell á útivelli gegn Miami, en Miami vann með 21 einu stigi, 122-101. Staðan í hálfleik var 65-44 og eftir það var aldrei spurning hvoru meginn sigurinn myndi enda, en LeBron James gerði 26 stig fyrir Cleveland. Dwayne Wade skoraði 24 stig fyrir Miami.

Cleveland hefur nú þegar tryggt sig inn í úrslitakeppnina, en þeir eru með 71% sigurhlutfall. Miami er á góðri leið inn í úrslitakeppnina einnig, en þeir eru með 58% sigurhlutfall eftir leikina 69.

Önnur úrslit næturinnar:

Denver - Charlotte 101-93

Brooklyn - Detroit 103-115

Oklahoma - Indiana 115-111

New York - Washington 89-99

Houston - Atlanta 97-109

Cleveland - Miami 101-122

Utah - Chicago 85-92

LA Clippers - Memphis 102-113

Golden State - San Antonio 79-87

Það helsta frá Spurs-Warriors: Topp-10 næturinnar: Besta úr Cleveland - Miami:
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×