Barnalegar NBA-stjörnur fengu báðir tæknivillu á sama tíma | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2016 23:30 DeMarcus Cousins og Rajon Rondo rífast mikið við dómara og oft í einum kór. Vísir/Getty DeMarcus Cousins og Rajon Rondo eru liðsfélagar hjá Sacramento Kings í NBA-deildinni í körfubolta og þeir eru báðir afar hæfileikaríkir körfuboltamenn. Cousins og Rondo eru samt duglegri að komast í fréttirnar fyrir látalæti sín og vandræði inná sem utan vallar en fyrir að vinna saman körfuboltaleiki. Gott dæmi um það var í blálokin á leik þeirra á móti Washington Wizards í nótt en Kings-liðið var þá fjórtán stigum yfir þegar aðeins sex sekúndur voru eftir af leiknum. DeMarcus Cousins og Rajon Rondo fengu þá báðir tæknivillu á sama tíma í stað þess að leyfa tímanum að renna út og fagna góðum sigri. Þeir mótmæltu þá dómi með því að klappa kaldhæðnislega fyrir dómaranum Marc Davis um leið og þeir gengu í átt að honum. Dómarinn sem heitir Marc Davis hikaði ekki og gaf þeim báðum tæknivillu. Þær voru afdrifaríkar þótt að þær breyttu engu um úrslit leiksins. Þetta var önnur tæknivilla Rajon Rondo í leiknum og hann var því rekinn út úr húsi. Þetta var síðan sextánda tæknivillan á DeMarcus Cousins á tímabilinu sem þýðir að hann er á leið í leikbann. DeMarcus Cousins og Rajon Rondo höfðu enga ástæðu til að láta svona enda búnir að vinna leikinn og skila flottum tölum. DeMarcus Cousins var með 29 stig, 10 fráköst, 5 stolna bolta og 4 varin skot en Rajon Rondo skoraði 15 stig, gaf 11 stoðsendingar og stal 4 boltum. Þeir voru tveir stigahæstu mennirnir í flottum sigri en enduðu leikinn engu að síður í fýlu og örugglega með óbragð í munninum.Kings' Rajon Rondo & DeMarcus Cousins get technical fouls for the simultaneous sarcastic clap at referee Marc Davis pic.twitter.com/osfOheS7Qg— Ben Golliver (@BenGolliver) March 31, 2016 NBA Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira
DeMarcus Cousins og Rajon Rondo eru liðsfélagar hjá Sacramento Kings í NBA-deildinni í körfubolta og þeir eru báðir afar hæfileikaríkir körfuboltamenn. Cousins og Rondo eru samt duglegri að komast í fréttirnar fyrir látalæti sín og vandræði inná sem utan vallar en fyrir að vinna saman körfuboltaleiki. Gott dæmi um það var í blálokin á leik þeirra á móti Washington Wizards í nótt en Kings-liðið var þá fjórtán stigum yfir þegar aðeins sex sekúndur voru eftir af leiknum. DeMarcus Cousins og Rajon Rondo fengu þá báðir tæknivillu á sama tíma í stað þess að leyfa tímanum að renna út og fagna góðum sigri. Þeir mótmæltu þá dómi með því að klappa kaldhæðnislega fyrir dómaranum Marc Davis um leið og þeir gengu í átt að honum. Dómarinn sem heitir Marc Davis hikaði ekki og gaf þeim báðum tæknivillu. Þær voru afdrifaríkar þótt að þær breyttu engu um úrslit leiksins. Þetta var önnur tæknivilla Rajon Rondo í leiknum og hann var því rekinn út úr húsi. Þetta var síðan sextánda tæknivillan á DeMarcus Cousins á tímabilinu sem þýðir að hann er á leið í leikbann. DeMarcus Cousins og Rajon Rondo höfðu enga ástæðu til að láta svona enda búnir að vinna leikinn og skila flottum tölum. DeMarcus Cousins var með 29 stig, 10 fráköst, 5 stolna bolta og 4 varin skot en Rajon Rondo skoraði 15 stig, gaf 11 stoðsendingar og stal 4 boltum. Þeir voru tveir stigahæstu mennirnir í flottum sigri en enduðu leikinn engu að síður í fýlu og örugglega með óbragð í munninum.Kings' Rajon Rondo & DeMarcus Cousins get technical fouls for the simultaneous sarcastic clap at referee Marc Davis pic.twitter.com/osfOheS7Qg— Ben Golliver (@BenGolliver) March 31, 2016
NBA Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira