Umfjöllun, myndir og viðtöl: Haukar - Grindavík 58-61 | Grindavík skellti deildarmeisturunum Kristinn Páll Teitsson í DB Schenker halle skrifar 30. mars 2016 22:45 Grindavík kom öllum á óvart og náði að stela heimavallarréttinum af Haukum með 61-58 sigri á útivelli í fyrsta leik undanúrslitaeinvígis liðanna í Dominos-deild kvenna í kvöld.Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum á Ásvöllum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Áttu flestir von á því að þetta yrði auðvelt einvígi fyrir nýkrýndu deildarmeistaranna í Haukum og voru Haukakonur mun sterkari aðilinn framan af. Haukakonur leiddu með 14 stigum í hálfleik og virtust gestirnir frá Grindavík einfaldlega ekki vera tilbúnar í úrslitakeppnina en þá mætti allt annað lið til leiks í seinni hálfleik. Varnarleikur liðsins var mun betri og leikmenn fóru að þora að sækja á körfuna í sókninni. Náðu þær forskotinu snemma í fjórða leikhluta og héldu út á æsispennandi lokamínútum. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir fór fyrir sóknarleik Grindvíkinga á upphafsmínútunum og náðu þær 12-10 forskoti skömmu fyrir lok fyrsta leikhluta en þá settu Haukakonur í fluggír. Við tók 17-4 kafli hjá Haukum á lokamínútum fyrsta leikhluta og upphafsmínútum annars leikhluta. Sóknarleikur Grindvíkinga var í molum á þessum tími og virtist enginn leikmaður Grindvíkinga vera með lífsmarki í sókninni. Þá tók Whitney Frazier sóknarleik gestanna í eigin hendur og náði að minnka muninn aftur niður í sex stig skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks en Haukakonur áttu eftir einn sprett fyrir lok hálfleiksins. Tókst þeim með Helenu Sverrisdóttur fremsta í flokki að ná fjórtán stiga forskoti fyrir lok fyrri hálfleiks og tóku þær gott forskot inn í seinni hálfleik Það var allt annað Grindarvíkurlið sem mætti til leiks í seinni hálfleik. Tókst þeim að minnka muninn niður í eitt stig fyrir lokaleikhlutann 45-44 þegar aðrir leikmenn liðsins byrjuðu stíga upp og aðstoða Whitney í sókn. Grindavík náði að nýta sér meðbyrinn úr þriðja leikhluta og ná forskotinu á upphafsmínútum fjórða leikhluta þegar sóknarleikur Haukaliðsins var einfaldlega í molum. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi, Grindavík hélt forskotinu en Haukaliðið var aldrei langt undan. Fengu Haukakonur færi til þess að jafna metin með lokasókn þegar 13 sekúndur voru til leiksloka en rétt eins og oft áður í leiknum rataði þriggja stiga skot Hauka ekki ofaní. Fögnuðu Grindavíkurkonur af krafti sigrinum að leikslokum en með þessum sigri ná þær heimavallarréttinum og opna þetta einvígi upp á gátt. Ef liðinu tekst að byggja á spilamennskunni frá því í seinni hálfleik í leik liðanna á laugardaginn skyldi enginn afskrifa þetta Grindarvíkurlið. Haukakonur hljóta hinsvegar að vera svekktar með tapið eftir að hafa leitt með 14 stigum í hálfleik en það er ljóst að þær þurfa að gera mun betur í næsta leik liðanna. Eftir að hafa sett 20 stig í öðrum leikhluta náðu Haukakonur aðeins að setja 21 stig í öllum seinni hálfleiknum í kvöld. Liðið mun ekki skjóta jafn illa úr þriggja stiga skotunum (2/25) í mörgum leikjum en Haukaliðið þarf að fá meira frá öðrum leikmönnum liðsins en Helenu Sverrisdóttir sem lauk leiknum með 21 stig og 22 fráköst. Í liði gestanna var það Whitney sem var stigahæst með 24 stig eftir að hafa borið sóknarleik liðsins á herðum sér um langan tíma en Sigrún Sjöfn bætti við 11 stigum og 10 fráköstum áður en hún fékk fimmtu villuna skömmu fyrir lok leiksins.Haukar-Grindavík 58-61 (17-12, 20-11, 8-21, 13-17)Haukar: Helena Sverrisdóttir 21/22 fráköst/5 stoðsendingar, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 10, Dýrfinna Arnardóttir 9, Pálína María Gunnlaugsdóttir 5/5 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 5/11 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 4, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 4.Grindavík: Whitney Michelle Frazier 24/5 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 11/10 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 7, Petrúnella Skúladóttir 7/4 fráköst/5 stoðsendingar, Ingunn Embla Kristínardóttir 7, Íris Sverrisdóttir 3, Ingibjörg Jakobsdóttir 2. Petrúnella: Vissum að við gætum gert mun betur„Við sýndum í kvöld að við eigum fullt í þetta Haukalið. Við höfum unnið þær áður og við höfðum fulla trú á verkefninu,“ sagði Petrúnella Skúladóttir, leikmaður Grindavíkur, sátt að leikslokum í kvöld. Haukaliðið vann alla leiki liðanna í Dominos-deild kvenna en Petrúnella sagði að þau hefðu einblíntt á að skoða bikarleik liðanna sem Grindavík vann. „Við erum búnar að fara vel yfir þeirra leik og okkar og við vorum mjög vel undirbúnar fyrir þennan leik. Við vorum ekki að setja skotin niður í byrjun þrátt fyrir að fá opin skot en síðan fórum við að finna lausnir á því.“ Whitney Frazier bar sóknarleik liðsins á herðum sér en hún sá um stigaskorun liðsins í 2. leikhluta og framan af í 3. leikhluta. „Við sendum boltann inn á hana og það opnaði betur fyrir skotin okkar hinna utan af velli og þá fóru skotin að detta. Við vorum ósáttar með fyrri hálfleikinn því við vissum að við gætum gert mun betur.“ Petrúella hrósaði liðsheildinni eftir leikinn en um leið og aðrir leikmenn liðsins fóru að taka af skarið tókst Grindvíkingum að ná forskotinu. „Þetta fór allt að smella. Whitney kom okkur vel inn í leikinn og við spiluðum vel sem lið og það var það sem skapaði sigurinn. Við erum með ótrúlega breiðan hóp og við misstum ekkert dampinn sama hver kom inn í kvöld.“ Helena: Vitum að við getum gert mun beturHelena sækir inn að körfunni í kvöld.Vísir/Anton„Við komum inn í þetta með meðbyr eftir langa sigurgöngu og spiluðum vel í fyrri hálfleik en sóknin fer einfaldlega í lás í seinni hálfleik,“ sagði Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka, aðspurð hvað hefði farið úrskeiðis að leikslokum í kvöld. „Varnarleikurinn var góður í fyrri hálfleik en hræðilegur í seinni hálfleik. Hvað fór úrskeiðis veit ég ekki alveg. Við vitum að þetta lið getur unnið okkur og við megum ekki vanmeta þær.“ Leikurinn var gríðarlega kaflaskiptur en eftir að hafa leitt með 14 stigum í hálfleik þurftu Haukakonur að sætta sig við tap. „Það er ekki hægt að vinna leiki þegar þú spilar svona slakan sóknarleik. Við leyfðum þeim að ýta okkur út úr því sem við viljum gera og það var slappt hjá okkur að bregðast ekki við því. Við þurfum að byggja ofan á spilamennskunni í fyrri hálfleik þegar vörnin var góð og gott flæði á boltanum fyrir næsta leik.“ Helena hrósaði Grindarvíkurliðinu fyrir spilamennskuna í þriðja leikhluta. „Þriðji leikhlutinn var bara í þeirra eign. Þær náðu að saxa á forskotið og við brugðumst ekki við í tæka tíð. Við lærum af þessu og mætum sterkar til leiks á laugardaginn. Það jákvæða við einvígi í úrslitakeppninni að þú getur yfirleitt svarað strax fyrir töpin.“ Helena, líkt og liðsfélagar sínir, átti erfitt uppdráttar fyrir utan þriggja stiga línuna í kvöld. „Þetta gerist en það er náttúrulega leiðinlegt þegar þetta gerist í svona stórum leikjum. Við erum með leikmenn til að setja þessi skot niður en þau voru ekki að falla í kvöld,“ sagði Helena sem sagðist vera viss um að Haukaliðið myndi svara fyrir tapið á laugardaginn. „Við erum bara spenntar fyrir leiknum og viljum bæta upp fyrir þetta. Við vitum að við getum mun betur og við viljum auðvitað bæta upp fyrir það á laugardaginn.“ Daníel: Hlustuðum ekkert á umræðuna fyrir leikinnMaría Lind reynir að stöðva Helgu í kvöld.Vísir/Anton„Þetta var algjörlega frábært. Ég verð að hrósa andlegu hlið stelpnanna eftir að hafa náð að vinna upp forskot Haukaliðsins í kvöld,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavíkurliðsins, stoltur að leikslokum. Haukaliðið vann alla fjóra leiki liðanna í deildarkeppninni og áttu ekki margir von á því að Grindavík myndi ná að standa í deildarmeisturunum. „Við erum með marga reynslubolta í liðinu og við reyndum að láta ekki umræðuna hafa áhrif á undirbúninginn. Við vitum hvað býr í þessu liði og við höfum sett okkur markmið hvað við ætlum að gera þetta tímabil. Við erum komin í undanúrslit og við erum ekki hætt hér.“ Daníel sagði að sigur Grindvíkinga á Haukum í undanúrslitum bikarsins hefði reynst liðinu dýrmætur í undirbúningnum. „Við lærðum helling af bikarleiknum, hann sýndi okkur að við gætum unnið þær ef við eigum góðan dag. Í dag spilum við vel í 22. mínútur fannst mér en höfðum þetta samt svo hver veit hvað gerist ef við spilum vel allan leikinn.“ Staðan var ekki góð fyrir gestina í hálfleik þegar Haukaliðið var með fjórtán stiga forskot. „Við náum forskotinu á upphafsmínútunum en þá keyra þær yfir okkur og þá er auðvelt fyrir lið að brotna. Whitney náði að halda okkur inn í þessu í fyrri hálfleik en stelpurnar sýndu flottan karakter í seinni hálfleik og héldu áfram. Þær tóku eina sókn í einu og náðu að vinna sig aftur inn í leikinn.“ Þegar aðrir leikmenn liðsins byrjuðu að taka af skarið í þriðja leikhluta fór sóknarleikur liðsins að ganga mun betur en á sama tíma hrökk varnarleikurinn í gang. „Við breyttum aðeins til og þá kom skyndilega kraftur og áræðni í liðið okkar. Þetta var algjörlega svart og hvítt hjá okkur í fyrri hálfleik og í þeim seinni.“ Með sigrinum náði Grindavík heimavallarréttinum en Daníel segir að þetta sé aðeins byrjunin. „Ég væri ekki að taka þátt í þessu ef við værum bara í einhverju leikriti að taka þátt í úrslitakeppninni. Það er svo mikið keppnisskap í stelpunum og þjálfarateyminu og við förum í alla leiki til þess að vinna þá.“Tweets by @VisirKarfa2 Helena Sverrisdóttir í baráttinni við Grindvíkingana Ingunni Emblu Kristínardóttur og Sigrúni Sjöfn Ámundadóttur.Vísir/Anton Dominos-deild kvenna Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Fleiri fréttir Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Sjá meira
Grindavík kom öllum á óvart og náði að stela heimavallarréttinum af Haukum með 61-58 sigri á útivelli í fyrsta leik undanúrslitaeinvígis liðanna í Dominos-deild kvenna í kvöld.Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum á Ásvöllum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Áttu flestir von á því að þetta yrði auðvelt einvígi fyrir nýkrýndu deildarmeistaranna í Haukum og voru Haukakonur mun sterkari aðilinn framan af. Haukakonur leiddu með 14 stigum í hálfleik og virtust gestirnir frá Grindavík einfaldlega ekki vera tilbúnar í úrslitakeppnina en þá mætti allt annað lið til leiks í seinni hálfleik. Varnarleikur liðsins var mun betri og leikmenn fóru að þora að sækja á körfuna í sókninni. Náðu þær forskotinu snemma í fjórða leikhluta og héldu út á æsispennandi lokamínútum. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir fór fyrir sóknarleik Grindvíkinga á upphafsmínútunum og náðu þær 12-10 forskoti skömmu fyrir lok fyrsta leikhluta en þá settu Haukakonur í fluggír. Við tók 17-4 kafli hjá Haukum á lokamínútum fyrsta leikhluta og upphafsmínútum annars leikhluta. Sóknarleikur Grindvíkinga var í molum á þessum tími og virtist enginn leikmaður Grindvíkinga vera með lífsmarki í sókninni. Þá tók Whitney Frazier sóknarleik gestanna í eigin hendur og náði að minnka muninn aftur niður í sex stig skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks en Haukakonur áttu eftir einn sprett fyrir lok hálfleiksins. Tókst þeim með Helenu Sverrisdóttur fremsta í flokki að ná fjórtán stiga forskoti fyrir lok fyrri hálfleiks og tóku þær gott forskot inn í seinni hálfleik Það var allt annað Grindarvíkurlið sem mætti til leiks í seinni hálfleik. Tókst þeim að minnka muninn niður í eitt stig fyrir lokaleikhlutann 45-44 þegar aðrir leikmenn liðsins byrjuðu stíga upp og aðstoða Whitney í sókn. Grindavík náði að nýta sér meðbyrinn úr þriðja leikhluta og ná forskotinu á upphafsmínútum fjórða leikhluta þegar sóknarleikur Haukaliðsins var einfaldlega í molum. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi, Grindavík hélt forskotinu en Haukaliðið var aldrei langt undan. Fengu Haukakonur færi til þess að jafna metin með lokasókn þegar 13 sekúndur voru til leiksloka en rétt eins og oft áður í leiknum rataði þriggja stiga skot Hauka ekki ofaní. Fögnuðu Grindavíkurkonur af krafti sigrinum að leikslokum en með þessum sigri ná þær heimavallarréttinum og opna þetta einvígi upp á gátt. Ef liðinu tekst að byggja á spilamennskunni frá því í seinni hálfleik í leik liðanna á laugardaginn skyldi enginn afskrifa þetta Grindarvíkurlið. Haukakonur hljóta hinsvegar að vera svekktar með tapið eftir að hafa leitt með 14 stigum í hálfleik en það er ljóst að þær þurfa að gera mun betur í næsta leik liðanna. Eftir að hafa sett 20 stig í öðrum leikhluta náðu Haukakonur aðeins að setja 21 stig í öllum seinni hálfleiknum í kvöld. Liðið mun ekki skjóta jafn illa úr þriggja stiga skotunum (2/25) í mörgum leikjum en Haukaliðið þarf að fá meira frá öðrum leikmönnum liðsins en Helenu Sverrisdóttir sem lauk leiknum með 21 stig og 22 fráköst. Í liði gestanna var það Whitney sem var stigahæst með 24 stig eftir að hafa borið sóknarleik liðsins á herðum sér um langan tíma en Sigrún Sjöfn bætti við 11 stigum og 10 fráköstum áður en hún fékk fimmtu villuna skömmu fyrir lok leiksins.Haukar-Grindavík 58-61 (17-12, 20-11, 8-21, 13-17)Haukar: Helena Sverrisdóttir 21/22 fráköst/5 stoðsendingar, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 10, Dýrfinna Arnardóttir 9, Pálína María Gunnlaugsdóttir 5/5 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 5/11 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 4, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 4.Grindavík: Whitney Michelle Frazier 24/5 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 11/10 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 7, Petrúnella Skúladóttir 7/4 fráköst/5 stoðsendingar, Ingunn Embla Kristínardóttir 7, Íris Sverrisdóttir 3, Ingibjörg Jakobsdóttir 2. Petrúnella: Vissum að við gætum gert mun betur„Við sýndum í kvöld að við eigum fullt í þetta Haukalið. Við höfum unnið þær áður og við höfðum fulla trú á verkefninu,“ sagði Petrúnella Skúladóttir, leikmaður Grindavíkur, sátt að leikslokum í kvöld. Haukaliðið vann alla leiki liðanna í Dominos-deild kvenna en Petrúnella sagði að þau hefðu einblíntt á að skoða bikarleik liðanna sem Grindavík vann. „Við erum búnar að fara vel yfir þeirra leik og okkar og við vorum mjög vel undirbúnar fyrir þennan leik. Við vorum ekki að setja skotin niður í byrjun þrátt fyrir að fá opin skot en síðan fórum við að finna lausnir á því.“ Whitney Frazier bar sóknarleik liðsins á herðum sér en hún sá um stigaskorun liðsins í 2. leikhluta og framan af í 3. leikhluta. „Við sendum boltann inn á hana og það opnaði betur fyrir skotin okkar hinna utan af velli og þá fóru skotin að detta. Við vorum ósáttar með fyrri hálfleikinn því við vissum að við gætum gert mun betur.“ Petrúella hrósaði liðsheildinni eftir leikinn en um leið og aðrir leikmenn liðsins fóru að taka af skarið tókst Grindvíkingum að ná forskotinu. „Þetta fór allt að smella. Whitney kom okkur vel inn í leikinn og við spiluðum vel sem lið og það var það sem skapaði sigurinn. Við erum með ótrúlega breiðan hóp og við misstum ekkert dampinn sama hver kom inn í kvöld.“ Helena: Vitum að við getum gert mun beturHelena sækir inn að körfunni í kvöld.Vísir/Anton„Við komum inn í þetta með meðbyr eftir langa sigurgöngu og spiluðum vel í fyrri hálfleik en sóknin fer einfaldlega í lás í seinni hálfleik,“ sagði Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka, aðspurð hvað hefði farið úrskeiðis að leikslokum í kvöld. „Varnarleikurinn var góður í fyrri hálfleik en hræðilegur í seinni hálfleik. Hvað fór úrskeiðis veit ég ekki alveg. Við vitum að þetta lið getur unnið okkur og við megum ekki vanmeta þær.“ Leikurinn var gríðarlega kaflaskiptur en eftir að hafa leitt með 14 stigum í hálfleik þurftu Haukakonur að sætta sig við tap. „Það er ekki hægt að vinna leiki þegar þú spilar svona slakan sóknarleik. Við leyfðum þeim að ýta okkur út úr því sem við viljum gera og það var slappt hjá okkur að bregðast ekki við því. Við þurfum að byggja ofan á spilamennskunni í fyrri hálfleik þegar vörnin var góð og gott flæði á boltanum fyrir næsta leik.“ Helena hrósaði Grindarvíkurliðinu fyrir spilamennskuna í þriðja leikhluta. „Þriðji leikhlutinn var bara í þeirra eign. Þær náðu að saxa á forskotið og við brugðumst ekki við í tæka tíð. Við lærum af þessu og mætum sterkar til leiks á laugardaginn. Það jákvæða við einvígi í úrslitakeppninni að þú getur yfirleitt svarað strax fyrir töpin.“ Helena, líkt og liðsfélagar sínir, átti erfitt uppdráttar fyrir utan þriggja stiga línuna í kvöld. „Þetta gerist en það er náttúrulega leiðinlegt þegar þetta gerist í svona stórum leikjum. Við erum með leikmenn til að setja þessi skot niður en þau voru ekki að falla í kvöld,“ sagði Helena sem sagðist vera viss um að Haukaliðið myndi svara fyrir tapið á laugardaginn. „Við erum bara spenntar fyrir leiknum og viljum bæta upp fyrir þetta. Við vitum að við getum mun betur og við viljum auðvitað bæta upp fyrir það á laugardaginn.“ Daníel: Hlustuðum ekkert á umræðuna fyrir leikinnMaría Lind reynir að stöðva Helgu í kvöld.Vísir/Anton„Þetta var algjörlega frábært. Ég verð að hrósa andlegu hlið stelpnanna eftir að hafa náð að vinna upp forskot Haukaliðsins í kvöld,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavíkurliðsins, stoltur að leikslokum. Haukaliðið vann alla fjóra leiki liðanna í deildarkeppninni og áttu ekki margir von á því að Grindavík myndi ná að standa í deildarmeisturunum. „Við erum með marga reynslubolta í liðinu og við reyndum að láta ekki umræðuna hafa áhrif á undirbúninginn. Við vitum hvað býr í þessu liði og við höfum sett okkur markmið hvað við ætlum að gera þetta tímabil. Við erum komin í undanúrslit og við erum ekki hætt hér.“ Daníel sagði að sigur Grindvíkinga á Haukum í undanúrslitum bikarsins hefði reynst liðinu dýrmætur í undirbúningnum. „Við lærðum helling af bikarleiknum, hann sýndi okkur að við gætum unnið þær ef við eigum góðan dag. Í dag spilum við vel í 22. mínútur fannst mér en höfðum þetta samt svo hver veit hvað gerist ef við spilum vel allan leikinn.“ Staðan var ekki góð fyrir gestina í hálfleik þegar Haukaliðið var með fjórtán stiga forskot. „Við náum forskotinu á upphafsmínútunum en þá keyra þær yfir okkur og þá er auðvelt fyrir lið að brotna. Whitney náði að halda okkur inn í þessu í fyrri hálfleik en stelpurnar sýndu flottan karakter í seinni hálfleik og héldu áfram. Þær tóku eina sókn í einu og náðu að vinna sig aftur inn í leikinn.“ Þegar aðrir leikmenn liðsins byrjuðu að taka af skarið í þriðja leikhluta fór sóknarleikur liðsins að ganga mun betur en á sama tíma hrökk varnarleikurinn í gang. „Við breyttum aðeins til og þá kom skyndilega kraftur og áræðni í liðið okkar. Þetta var algjörlega svart og hvítt hjá okkur í fyrri hálfleik og í þeim seinni.“ Með sigrinum náði Grindavík heimavallarréttinum en Daníel segir að þetta sé aðeins byrjunin. „Ég væri ekki að taka þátt í þessu ef við værum bara í einhverju leikriti að taka þátt í úrslitakeppninni. Það er svo mikið keppnisskap í stelpunum og þjálfarateyminu og við förum í alla leiki til þess að vinna þá.“Tweets by @VisirKarfa2 Helena Sverrisdóttir í baráttinni við Grindvíkingana Ingunni Emblu Kristínardóttur og Sigrúni Sjöfn Ámundadóttur.Vísir/Anton
Dominos-deild kvenna Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Fleiri fréttir Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti