Umræðan um fátæka námsmanninn Aron Ólafsson skrifar 31. mars 2016 07:00 Umræðan um fátæka námsmanninn er ekki ný af nálinni. Þvert á móti er hún svo gömul að það er farið að loða við námsmenn að þeir eigi að vera fátækir. Raunveruleikinn er sá að á síðustu 10 árum hefur staða okkar versnað svo um munar. Er það eitthvað sem við viljum í raun og veru? Um 40% námsmanna telja fjárhagslegt öryggi sitt vera slæmt og svipað hlutfall segist eiga erfitt með að ná endum saman. Svo virðist sem samfélagsleg sátt ríki um að námsmenn séu fátækir. Nú er þó svo komið að brýnt er að taka umræðuna um hversu lítið nemendur hafa milli handanna. Afleiðingar þess er að stúdentar þurfa að vinna meira til að ná endum saman sem leiðir óhjákvæmilega til minni ástundunar náms og hægari námsframvindu, enda eru nemendur lengur að útskrifast en nokkru sinni áður. Það hefur margvísleg neikvæð áhrif á þjóðfélagið þar sem við erum að borga undir nemendur lengur heldur en þekkist erlendis og nemendur fara seinna út á vinnumarkaðinn.Við þurfum að gera betur! Ég tel að mikilvægt sé að endurskoða hvernig við styðjum við námsmenn. Lengi vel hefur verið kallað eftir því að fá menntamálaráðuneytið til að endurskoða lög um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Á símafundi með Illuga á síðasta ári tók hann undir að þessi vinna þyrfti að fara af stað sem fyrst. Menntamálaráðherra skipaði í kjölfarið starfshóp til að undirbúa tillögur að nýjum lánasjóð, sem hefur fundað með fulltrúum stúdenta. Það eru mjög góðar fréttir fyrir stúdenta, ef vandað er til verks. Við í SHÍ höfum kallað eftir því að hætta með óbeina styrki og styrkja frekar alla námsmenn flatt. Einnig þarf að auka framfærslulánin svo þau nái upp í grunnframfærslu. Það er óskiljanlegt að í núverandi kerfi sé gert ráð fyrir því að námslánin nái ekki grunnframfærslu. Tryggvi Másson, fulltrúi Stúdentaráðs í stjórn LÍN, hefur komið á framfæri okkar kröfum við starfshópinn – blanda af dönsku og norsku leiðinni, þar sem nemendur fá beinan skólastyrk og hægt er að taka námslán fyrir rest, sem dugar fyrir framfærslunni. Að bæta kjör nemenda er eitt helsta hagsmunamál stúdenta í seinni tíð. Nú þarf að taka höndum saman og tryggja það að stúdentar geti sinnt náminu heils hugar. Það er kominn tími til að fjárfesta rækilega í stúdentum því þjóðhagslegur ábati er svo mikill. Nemendur sem geta sinnt náminu án þess að þurfa að vinna í 75-100% starfi útskrifast fyrr og komast þá út á vinnumarkaðinn fyrr. Þetta eykur verðmætasköpun og framleiðni í samfélaginu og er því öllum til hagsbóta. Þessi grein er ákall um breytingar og bætta námsaðstoð. Við sem förum fyrir hagsmunabaráttu stúdenta krefjumst þess að gripið sé í taumana og hagur stúdenta bættur. Háttvirtur menntamálaráðherra, við köllum eftir lánasjóði sem hvetur námsmenn en dregur ekki úr þeim. Núverandi kerfi hefur innbyggða, vonda hvata sem þarf að breyta. Við viljum styrkjakerfi að danskri fyrirmynd og lánasjóðskerfi sem gerir okkur kleift að ná endum saman. Aðeins 18% nemenda telja að framfærsla LÍN nægi til að framfleyta sér. Algengast er að stúdentar vinni hlutastarf með náminu en árið 2014 voru um 27% þeirra í 75-100% starfi sem er 20% aukning frá 2004. Meirihluti lánþega LÍN sagði námslán sitt skerðast vegna tekna (61%). Meðaltekjur stúdenta voru um 218 þúsund krónur á mánuði en töluverður munur var á milli hópa. Þannig voru stúdentar í hjónabandi/sambúð með börn á framfæri með hæstu meðaltekjurnar eða rúmlega 290 þúsund að meðaltali en einhleypir og barnlausir stúdentar höfðu að meðaltali rúmlega 170 þúsund á mánuði. Þegar tekjur námsmanna voru bornar saman við tekjur námsmanna í könnun frá 2004 kemur fram að tekjurnar séu um 100 þúsund krónum lægri á verðlagi 2014. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Umræðan um fátæka námsmanninn er ekki ný af nálinni. Þvert á móti er hún svo gömul að það er farið að loða við námsmenn að þeir eigi að vera fátækir. Raunveruleikinn er sá að á síðustu 10 árum hefur staða okkar versnað svo um munar. Er það eitthvað sem við viljum í raun og veru? Um 40% námsmanna telja fjárhagslegt öryggi sitt vera slæmt og svipað hlutfall segist eiga erfitt með að ná endum saman. Svo virðist sem samfélagsleg sátt ríki um að námsmenn séu fátækir. Nú er þó svo komið að brýnt er að taka umræðuna um hversu lítið nemendur hafa milli handanna. Afleiðingar þess er að stúdentar þurfa að vinna meira til að ná endum saman sem leiðir óhjákvæmilega til minni ástundunar náms og hægari námsframvindu, enda eru nemendur lengur að útskrifast en nokkru sinni áður. Það hefur margvísleg neikvæð áhrif á þjóðfélagið þar sem við erum að borga undir nemendur lengur heldur en þekkist erlendis og nemendur fara seinna út á vinnumarkaðinn.Við þurfum að gera betur! Ég tel að mikilvægt sé að endurskoða hvernig við styðjum við námsmenn. Lengi vel hefur verið kallað eftir því að fá menntamálaráðuneytið til að endurskoða lög um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Á símafundi með Illuga á síðasta ári tók hann undir að þessi vinna þyrfti að fara af stað sem fyrst. Menntamálaráðherra skipaði í kjölfarið starfshóp til að undirbúa tillögur að nýjum lánasjóð, sem hefur fundað með fulltrúum stúdenta. Það eru mjög góðar fréttir fyrir stúdenta, ef vandað er til verks. Við í SHÍ höfum kallað eftir því að hætta með óbeina styrki og styrkja frekar alla námsmenn flatt. Einnig þarf að auka framfærslulánin svo þau nái upp í grunnframfærslu. Það er óskiljanlegt að í núverandi kerfi sé gert ráð fyrir því að námslánin nái ekki grunnframfærslu. Tryggvi Másson, fulltrúi Stúdentaráðs í stjórn LÍN, hefur komið á framfæri okkar kröfum við starfshópinn – blanda af dönsku og norsku leiðinni, þar sem nemendur fá beinan skólastyrk og hægt er að taka námslán fyrir rest, sem dugar fyrir framfærslunni. Að bæta kjör nemenda er eitt helsta hagsmunamál stúdenta í seinni tíð. Nú þarf að taka höndum saman og tryggja það að stúdentar geti sinnt náminu heils hugar. Það er kominn tími til að fjárfesta rækilega í stúdentum því þjóðhagslegur ábati er svo mikill. Nemendur sem geta sinnt náminu án þess að þurfa að vinna í 75-100% starfi útskrifast fyrr og komast þá út á vinnumarkaðinn fyrr. Þetta eykur verðmætasköpun og framleiðni í samfélaginu og er því öllum til hagsbóta. Þessi grein er ákall um breytingar og bætta námsaðstoð. Við sem förum fyrir hagsmunabaráttu stúdenta krefjumst þess að gripið sé í taumana og hagur stúdenta bættur. Háttvirtur menntamálaráðherra, við köllum eftir lánasjóði sem hvetur námsmenn en dregur ekki úr þeim. Núverandi kerfi hefur innbyggða, vonda hvata sem þarf að breyta. Við viljum styrkjakerfi að danskri fyrirmynd og lánasjóðskerfi sem gerir okkur kleift að ná endum saman. Aðeins 18% nemenda telja að framfærsla LÍN nægi til að framfleyta sér. Algengast er að stúdentar vinni hlutastarf með náminu en árið 2014 voru um 27% þeirra í 75-100% starfi sem er 20% aukning frá 2004. Meirihluti lánþega LÍN sagði námslán sitt skerðast vegna tekna (61%). Meðaltekjur stúdenta voru um 218 þúsund krónur á mánuði en töluverður munur var á milli hópa. Þannig voru stúdentar í hjónabandi/sambúð með börn á framfæri með hæstu meðaltekjurnar eða rúmlega 290 þúsund að meðaltali en einhleypir og barnlausir stúdentar höfðu að meðaltali rúmlega 170 þúsund á mánuði. Þegar tekjur námsmanna voru bornar saman við tekjur námsmanna í könnun frá 2004 kemur fram að tekjurnar séu um 100 þúsund krónum lægri á verðlagi 2014.
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun