Körfubolti

Utah Jazz tapaði mikilvægum leik: Crawford með sigurkörfuna undir blálokin

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gordon Hayward.
Gordon Hayward. vísir/getty
Tíu leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt en þar ber helst að nefna slæmt tap Utah Jazz gegn  L.A. Clippers, 102-99, í alveg hreint gríðarlega mikilvægum leik fyrir Utah en liðið berst nú óðum við sæti í úrslitakeppninni sem hefst síðar í þessum mánuði.

Gordon Hayward skoraði 24 stig fyrir Jazz í leiknum en Jamal Crawford gerði heil 30 stig fyrir L.A. Clippers.

Framlengja þurfti leikinn en staðan var 94-94 eftir venjulegan leiktíma. Það var síaðn Jamal Crawford sem skoraði sigurkörfuna í leiknum þegar aðeins 0,2 sekúndur voru eftir af leiknum. Utah Jazz gæti því misst af úrslitakeppninni og getur núna Houston Rockets náð þeim. Jazz er samt sem áður eins og staðan er í 8. sæti Vesturdeildarinnar.

Denver Nuggets vann mjög óvæntan sigur á San Antonio Spurs, 102-98, en Spurs hefur nánast verið óstöðvandi á tímabilinu.

Nú er lítið eftir af tímabilinu og hefst úrslitakeppnin 16. apríl eða eftir aðeins eina viku.

Hér að neðan má sjá öll úrslit næturinnar:

Brooklyn Nets - Charlotte Hornets 99-113

Miami Heat - Orlando Magic 109-112

New York Knicks - Philadelphia 76ers 109-102

Milwaukee Bucks - Boston Celtics - 109-124

Washington Wizards - Detroit Pistons - 99-112

Indiana Pacers - Toronto Raptors - 98-11

Los Angeles Lakers - New Orleans Pelicans - 102-110

Memphis Grizzlies - Dallas Mavericks - 93-103

San Antonio Spurs - Denver Nuggets - 98-102

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×