Hæstiréttur staðfesti í dag farbann yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun á heimili sínu í Vík í Mýrdal. Hann mun sæta farbanni til 25. maí næstkomandi.
Maðurinn var handtekinn þann 18. febrúar síðastliðinn í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á Suðurlandi. Hann er eigandi fyrirtækisins Vonta International, sem var undirverktaki fataframleiðandans Icewear.
Maðurinn og konurnar tvær, sem eru systur, eru öll frá Srí Lanka. Auk kvennanna tveggja, sem farnar eru af landi, eru fjórir aðrir með stöðu brotaþola í málinu, tvær konur og tveir karlar.
Hæstiréttur staðfestir farbann í mansalsmáli

Tengdar fréttir

Áætlun um aðgerðir vegna mansalsmála verði endurskoðuð
Innanríkisráðuneytið hefur ákveðið að endurskoða áætlun um aðgerðir vegna mansalsmála.

Mansal í Vík: Sætir nálgunarbanni gegn eiginkonu sinni
Hinn grunaði í mansalsmálinu hefur einnig verið ákærður fyrir líkamsárás gegn konu sinni.

Systurnar frá Sri Lanka fengu fimm þúsund krónur á viku frá ríkinu
Systur frá Sri Lanka sem voru þolendur mansals og dvöldu í Kvennaathvarfinu fengu aðeins fimm þúsund krónur í viku í fjárhagsaðstoð frá ríkinu. Þær báðu sjálfar um flutning úr landi og fóru frá Íslandi aðfaranótt fimmtudags.