Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Tindastóll 89-81 | Haukar komnir í lykilstöðu Ingvi Þór Sæmundsson í Schenker-höllinni skrifar 9. apríl 2016 19:30 Haukur Óskarsson er lykilmaður í liði Hauka. vísir/ernir Haukar eru komnir í 2-1 í einvíginu við Tindastól í undanúrslitum Domino's deildar karla eftir átta stiga sigur, 89-81 í þriðja leik liðanna í Schenker-höllinni í dag. Liðin mætast í fjórða sinn á Króknum á þriðjudaginn og með sigri þar tryggja Haukar sér sæti í úrslitum í fyrsta sinn frá 1993. Leikurinn í dag var sveiflukenndur. Haukar voru sterkari í fyrri hálfleik og leiddu með 13 stigum, 44-31, að honum loknum. Stólarnir komu mjög ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og þegar tæpar sex mínútur voru þeir sex stigum yfir, 64-70. En Haukar sýndu mikinn styrk, skoruðu átta stig í röð og náðu frumkvæðinu á nýjan leik. Tindastóll minnkaði í tvö stig, 75-73, þegar rúmar tvær mínútur voru eftir en fimm stig í röð frá Kára Jónssyni fóru langt með að klára leikinn. Haukar voru svo ískaldir á vítalínunni undir lokin og lönduðu sterkum sigri, 89-81. Kári skoraði 18 stig fyrir Hauka en Brandon Mobley var þeirra stigahæstur með 23 stig, auk þess sem hann tók 13 fráköst. Emil Barja skoraði 20 stig og Haukur Óskarsson 12. Hjá Tindastóli var Myron Dempsey atkvæðamestur með 21 stig, átta fráköst og sex stoðsendingar. Pétur Rúnar Birgisson skoraði 16 stig og tók 12 fráköst og Darrel Lewis skilaði 15 stigum. Fyrsti leikhlutinn, og þá sérstaklega lokamínútur hans, var mjög opinn og sóknarleikur liðanna gekk mun betur en í fyrstu tveimur leikjunum. Stólarnir voru með frumkvæðið framan af en þökk sé skotsýningu Emils náðu Haukar forystunni. Leikstjórnandinn snjalli var afar beittur og skoraði 13 stig í 1. leikhluta, þ.á.m. flautukörfu undir lok hans sem kom heimamönnum þremur stigum yfir, 26-23. Annar leikhluti minnti meira á fyrstu tvo leikina þar sem varnarleikurinn var í fyrirrúmi. Það hægðist talsvert á leiknum og liðin áttu erfiðara um vik í sóknarleiknum. Sókn Stólanna var sérstaklega stirð en þeir skoruðu aðeins átta stig í 2. leikhluta. Skotnýting gestanna hrapaði niður í 34% á meðan Haukar hittu úr helmingi skota sinna í fyrri hálfleik. Haukar pössuðu einnig betur upp á boltann og töpuðu honum aðeins fjórum sinnum í fyrri hálfleik. Stólarnir töpuðu reyndar bara sjö boltum en Haukar nýttu þá til að skora 11 stig. Emil skoraði ekki stig í 2. leikhluta en hélt áfram að spila góða vörn á Lewis sem var aðeins með fimm stig í hálfleik. Mobley tók við keflinu í Haukasókninni og skilaði níu stigum í 2. leikhluta. Helgi Rafn Viggósson minnkaði muninn í 34-28 en Haukar unnu síðustu rúmu þrjár mínútur fyrri hálfleiks 10-3 og fóru því með 13 stiga forystu, 44-31, til búningsherbergja. Það lá alltaf fyrir að Stólarnir myndu koma með áhlaup og það hófst um leið og seinni hálfleikurinn var flautaður á. Pétur fór fyrir liði gestanna en hann skoraði níu stig í 3. leikhluta, auk þess sem hann frákastaði vel og mataði félaga sína með stoðsendingum. Dempsey var sömuleiðis öflugur og hann jafnaði metin í 53-53 þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir af 3. leikhluta. Og þökk sé ótrúlegum þrist frá Helga Frey Margeirssyni var staðan jöfn, 59-59, fyrir lokaleikhlutann. Stólarnir voru gríðarlega öflugir í 3. leikhluta en til marks um það skoruðu þeir 28 stig, aðeins þremur minna en í öllum fyrri hálfleiknum. Á meðan voru Haukar í vandræðum og þau jukust í upphafi 4. leikhluta þegar gestirnir voru komnir með forystuna. En Haukum til hróss, þá héldu þeir haus og þeir áttu meira inni á lokakaflanum. Ívar Ásgrímsson rúllaði vel á liðinu og lykilmenn komu ferskir inn á undir lokin. Haukarnir breyttu stöðunni úr 64-70 í 72-70 og náðu undirtökunum á ný. Mobley, Emil og Kári voru allir öflugir á lokametrunum og sá síðastnefndi gekk nánast frá leiknum þegar hann skoraði fimm stig í röð og kom Haukum sjö stigum yfir, 80-73. Helgi Freyr hélt lífi í Stólunum með ótrúlegum þristum en Haukar voru svalir á vítalínunni og kláruðu leikinn. Lokatölur 89-81, Haukum í vil.Ívar: Ætlum að gefa félaginu stóra afmælisgjöf á þriðjudaginn Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, var að vonum kátur eftir sigurinn mikilvæga á Tindastóli í dag. "Við vorum alveg skelfilega slakir í 3. leikhluta, sóknin var mjög döpur og við fengum mikið körfum í bakið. Þeir náðu að spila á sínum hraða sem þeir hafa ekki fengið hingað til í einvíginu," sagði Ívar eftir leik. "Þeir ýttu okkur mjög hátt upp þar sem þeir tvöfölduðu á okkur. Við vorum í vandræðum með að leysa það og við þurfum að vinna í því næstu tvo daga. Hjálmar Stefánsson fór af velli í 2. leikhluta og kom ekkert meira við sögu. "Hann er með tvo skurði, á nefi og á kinnbeini," sagði Ívar sem gerir ekki ráð fyrir því að Hjálmar missi af fjórða leiknum í Síkinu á þriðjudaginn. Ívar kvaðst sérstaklega ánægður með frammistöðu Hauka í 2. leikhluta. "Við vorum frábærir í 2. leikhluta, hittum vel og hreyfðum boltann vel. Þá sýndum við þann leik sem maður er alltaf að vonast eftir. Ég tel að við eigum mikið inni og við þurfum að spila lengur eins og við gerðum í 2. leikhluta," sagði Ívar en við hverju býst hann á þriðjudaginn? "Sigri," sagði þjálfarinn léttur. "Haukar eiga 85 ára afmæli á þriðjudaginn og við ætlum að gefa félaginu stóra afmælisgjöf."Pétur: Þurfum að bæta vörnina Pétur Rúnar Birgisson, leikstjórnandi Tindastóls, átti góðan leik gegn Haukum í dag. Það dugði þó ekki til sigurs gegn sterku liði Hafnfirðinga. "Við gerðum mjög vel í 3. leikhluta, að keyra inn í teiginn, setja boltann út og hitta úr opnum skotum. Við hefðum þurft að gera meira af því í 4. leikhluta," sagði Pétur í leikslok. "Við urðum staðari, fórum að gera hlutina sjálfir og það gekk ekki." Stólarnir voru 13 stigum undir í hálfleik, 44-31. Pétur vill þó ekki meina að sú hola hafi verið of djúp. "Nei, ég vil ekki meina það. Við klúðruðum þessu sjálfir, við vorum sex stigum yfir en misstum þá framúr okkur," sagði Pétur. En hvað þurfa Stólarnir að bæta fyrir leik fjögur á þriðjudaginn? "Við þurfum að spila af sama krafti og bæta vörnina. Þeir skora 89 stig sem er alltof mikið. En við vorum flottir sóknarlega, í fyrsta sinn í langan tíma," sagði Pétur. "Ég hef fulla trú á að við getum náð í oddaleik. Við erum mjög sterkir heima."Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Sjá meira
Haukar eru komnir í 2-1 í einvíginu við Tindastól í undanúrslitum Domino's deildar karla eftir átta stiga sigur, 89-81 í þriðja leik liðanna í Schenker-höllinni í dag. Liðin mætast í fjórða sinn á Króknum á þriðjudaginn og með sigri þar tryggja Haukar sér sæti í úrslitum í fyrsta sinn frá 1993. Leikurinn í dag var sveiflukenndur. Haukar voru sterkari í fyrri hálfleik og leiddu með 13 stigum, 44-31, að honum loknum. Stólarnir komu mjög ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og þegar tæpar sex mínútur voru þeir sex stigum yfir, 64-70. En Haukar sýndu mikinn styrk, skoruðu átta stig í röð og náðu frumkvæðinu á nýjan leik. Tindastóll minnkaði í tvö stig, 75-73, þegar rúmar tvær mínútur voru eftir en fimm stig í röð frá Kára Jónssyni fóru langt með að klára leikinn. Haukar voru svo ískaldir á vítalínunni undir lokin og lönduðu sterkum sigri, 89-81. Kári skoraði 18 stig fyrir Hauka en Brandon Mobley var þeirra stigahæstur með 23 stig, auk þess sem hann tók 13 fráköst. Emil Barja skoraði 20 stig og Haukur Óskarsson 12. Hjá Tindastóli var Myron Dempsey atkvæðamestur með 21 stig, átta fráköst og sex stoðsendingar. Pétur Rúnar Birgisson skoraði 16 stig og tók 12 fráköst og Darrel Lewis skilaði 15 stigum. Fyrsti leikhlutinn, og þá sérstaklega lokamínútur hans, var mjög opinn og sóknarleikur liðanna gekk mun betur en í fyrstu tveimur leikjunum. Stólarnir voru með frumkvæðið framan af en þökk sé skotsýningu Emils náðu Haukar forystunni. Leikstjórnandinn snjalli var afar beittur og skoraði 13 stig í 1. leikhluta, þ.á.m. flautukörfu undir lok hans sem kom heimamönnum þremur stigum yfir, 26-23. Annar leikhluti minnti meira á fyrstu tvo leikina þar sem varnarleikurinn var í fyrirrúmi. Það hægðist talsvert á leiknum og liðin áttu erfiðara um vik í sóknarleiknum. Sókn Stólanna var sérstaklega stirð en þeir skoruðu aðeins átta stig í 2. leikhluta. Skotnýting gestanna hrapaði niður í 34% á meðan Haukar hittu úr helmingi skota sinna í fyrri hálfleik. Haukar pössuðu einnig betur upp á boltann og töpuðu honum aðeins fjórum sinnum í fyrri hálfleik. Stólarnir töpuðu reyndar bara sjö boltum en Haukar nýttu þá til að skora 11 stig. Emil skoraði ekki stig í 2. leikhluta en hélt áfram að spila góða vörn á Lewis sem var aðeins með fimm stig í hálfleik. Mobley tók við keflinu í Haukasókninni og skilaði níu stigum í 2. leikhluta. Helgi Rafn Viggósson minnkaði muninn í 34-28 en Haukar unnu síðustu rúmu þrjár mínútur fyrri hálfleiks 10-3 og fóru því með 13 stiga forystu, 44-31, til búningsherbergja. Það lá alltaf fyrir að Stólarnir myndu koma með áhlaup og það hófst um leið og seinni hálfleikurinn var flautaður á. Pétur fór fyrir liði gestanna en hann skoraði níu stig í 3. leikhluta, auk þess sem hann frákastaði vel og mataði félaga sína með stoðsendingum. Dempsey var sömuleiðis öflugur og hann jafnaði metin í 53-53 þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir af 3. leikhluta. Og þökk sé ótrúlegum þrist frá Helga Frey Margeirssyni var staðan jöfn, 59-59, fyrir lokaleikhlutann. Stólarnir voru gríðarlega öflugir í 3. leikhluta en til marks um það skoruðu þeir 28 stig, aðeins þremur minna en í öllum fyrri hálfleiknum. Á meðan voru Haukar í vandræðum og þau jukust í upphafi 4. leikhluta þegar gestirnir voru komnir með forystuna. En Haukum til hróss, þá héldu þeir haus og þeir áttu meira inni á lokakaflanum. Ívar Ásgrímsson rúllaði vel á liðinu og lykilmenn komu ferskir inn á undir lokin. Haukarnir breyttu stöðunni úr 64-70 í 72-70 og náðu undirtökunum á ný. Mobley, Emil og Kári voru allir öflugir á lokametrunum og sá síðastnefndi gekk nánast frá leiknum þegar hann skoraði fimm stig í röð og kom Haukum sjö stigum yfir, 80-73. Helgi Freyr hélt lífi í Stólunum með ótrúlegum þristum en Haukar voru svalir á vítalínunni og kláruðu leikinn. Lokatölur 89-81, Haukum í vil.Ívar: Ætlum að gefa félaginu stóra afmælisgjöf á þriðjudaginn Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, var að vonum kátur eftir sigurinn mikilvæga á Tindastóli í dag. "Við vorum alveg skelfilega slakir í 3. leikhluta, sóknin var mjög döpur og við fengum mikið körfum í bakið. Þeir náðu að spila á sínum hraða sem þeir hafa ekki fengið hingað til í einvíginu," sagði Ívar eftir leik. "Þeir ýttu okkur mjög hátt upp þar sem þeir tvöfölduðu á okkur. Við vorum í vandræðum með að leysa það og við þurfum að vinna í því næstu tvo daga. Hjálmar Stefánsson fór af velli í 2. leikhluta og kom ekkert meira við sögu. "Hann er með tvo skurði, á nefi og á kinnbeini," sagði Ívar sem gerir ekki ráð fyrir því að Hjálmar missi af fjórða leiknum í Síkinu á þriðjudaginn. Ívar kvaðst sérstaklega ánægður með frammistöðu Hauka í 2. leikhluta. "Við vorum frábærir í 2. leikhluta, hittum vel og hreyfðum boltann vel. Þá sýndum við þann leik sem maður er alltaf að vonast eftir. Ég tel að við eigum mikið inni og við þurfum að spila lengur eins og við gerðum í 2. leikhluta," sagði Ívar en við hverju býst hann á þriðjudaginn? "Sigri," sagði þjálfarinn léttur. "Haukar eiga 85 ára afmæli á þriðjudaginn og við ætlum að gefa félaginu stóra afmælisgjöf."Pétur: Þurfum að bæta vörnina Pétur Rúnar Birgisson, leikstjórnandi Tindastóls, átti góðan leik gegn Haukum í dag. Það dugði þó ekki til sigurs gegn sterku liði Hafnfirðinga. "Við gerðum mjög vel í 3. leikhluta, að keyra inn í teiginn, setja boltann út og hitta úr opnum skotum. Við hefðum þurft að gera meira af því í 4. leikhluta," sagði Pétur í leikslok. "Við urðum staðari, fórum að gera hlutina sjálfir og það gekk ekki." Stólarnir voru 13 stigum undir í hálfleik, 44-31. Pétur vill þó ekki meina að sú hola hafi verið of djúp. "Nei, ég vil ekki meina það. Við klúðruðum þessu sjálfir, við vorum sex stigum yfir en misstum þá framúr okkur," sagði Pétur. En hvað þurfa Stólarnir að bæta fyrir leik fjögur á þriðjudaginn? "Við þurfum að spila af sama krafti og bæta vörnina. Þeir skora 89 stig sem er alltof mikið. En við vorum flottir sóknarlega, í fyrsta sinn í langan tíma," sagði Pétur. "Ég hef fulla trú á að við getum náð í oddaleik. Við erum mjög sterkir heima."Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti