Þetta var fimmti sigur Dallas í röð sem hefur nú skotist upp í sjöunda sæti deildarinnar. Liðið er einum sigri á undan Utah, sem er í áttunda, og tveimur á undan Houston. Öll lið eiga fjóra leiki eftir og miðað við núverandi stöðu myndi Houston missa af úrslitakeppninni.
Houston komst alla leið í úrslit vesturdeildarinnar í fyrra.
JJ Barea skoraði 27 stig fyrir Dallas en Dirk Nowitzky hafði hægt um sig og skoraði aðeins sjö stig í átta skotum. Hann stöðvaði þó James Harden á lokasekúndum leiksins sem reyndist afar mikilvægt.
Harden, ein stærsta stjarna NBA-deildarinnar, skoraði 26 stig fyrir Houston og Dwight Howard var með fjórtán stig og sextán fráköst.
Efstu sex lið vesturdeildarinnar eru öll örugg áfram í úrslitakeppnina og það sama má segja um efstu sex lið austurdeildarinnar. Þar á eftir koma Indiana og Detroit, sem unnu bæði sína leiki í nótt og eru svo gott sem komin áfram.
Indiana vann Cleveland örugglega, 123-109, en LeBron James var hvíldur hjá síðarnefnda liðinu. Paul George skoraði 29 stig fyrir Indiana og CJ Miles 21.
Cleveland er efst í austurdeildinni og nánast öruggt með heimavallarrétt fram að lokaúrslitum úrslitakepppninar.
Staðan í deildinni.
Úrslit næturinnar:
Indiana - Cleveland 123-109
Orlando - Detroit 104-108
Washington - Brooklyn 121-103
Boston - New Orleans 104-97
New York - Charlotte 97-111
Dallas - Houston 88-86
Portland - Oklahoma City 120-115
LA Lakers - LA Clippers 81-91