Ólafur Stefánsson og Sigursteinn Arndal, þjálfarar íslenska tuttugu ára landsliðsins í handbolta, eru farni með liðið til Póllands þar sem strákarnir taka þátt í undankeppni Evrópumótsins.
Riðill íslenska liðsins fer fram í Kielce í Póllandi og spila þar Pólland, Ítalía og Búlgaría ásamt íslenska liðinu um tvö laus sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Danmörku í ágúst.
Íslenska liðið spilar fyrsta leikinn á móti heimamönnum á föstudaginn en mætir svo Búlgörum á laugardeginum og Ítalíu og á sunnudeginum.
Strákarnir í liðinu voru flestir með 18 ára landsliðsins á HM í Rússlandi síðasta sumar þar sem íslenska liðið vann bronsverðlaun eftir sigur á Spánverjum í leiknum um þriðja sætið.
Leikir íslenska liðsins (íslenskar tímasetningar):
Föstudagur 8.apríl kl. 16.00 ÍSLAND - Pólland
Laugardagur 9.apríl kl. 14.00 ÍSLAND - Búlgaría
Sunnudagur 10.apríl kl. 10.00 ÍSLAND - Ítalía
Íslenski hópurinn:
Markverðir: Hæð/þyngd Landsleikir/mörk
Bernharð Anton Jónsson, Akureyri 185/82 0 0
Einar Baldvin Baldvinsson, Víkingur 193/90 32 0
Grétar Ari Guðjónsson, Haukar 191/90 39 0
Aðrir leikmenn:
Aron Dagur Pálsson, Grótta 200/90 35 38
Birkir Benediktsson, Afturelding 200/100 48 93
Dagur Arnarsson, ÍBV 187/85 25 33
Egill Magnússon, Team Tvis Holstebro 200/98 43 164
Elvar Örn Jónsson, Selfoss 185/82 21 32
Hákon Daði Styrmisson, Haukar 180/75 25 86
Kristján Örn Kristjánsson, Fjölnir 190/80 33 78
Leonharð Þorgeir Harðarson, Haukar 183/80 34 74
Óðinn Þór Ríkharðsson, Fram 181/82 29 128
Ómar Ingi Magnússon, Valur 184/85 40 229
Sturla Magnússon, Valur 183/86 29 34
Sveinn Jóhannsson, Fjölnir 192/91 13 59
Ýmir Örn Gíslason, Valur 192/90 23 19
Starfsmenn:
Sigursteinn Arndal, þjálfari
Ólafur Stefánsson, þjálfari
Jón Birgir Guðmundsson, sjúkraþjálfari
Sverrir Reynisson, liðsstjóri
Jóhannes Runólfsson, fararstjóri

