Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst! Björgvin Guðmundsson skrifar 6. apríl 2016 07:00 Fyrir alþingiskosningarnar 2013 skrifaði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins bréf til eldri borgara. Í bréfinu lofaði Bjarni að afnema allar tekjutengingar vegna aldraðra í kerfi almannatrygginga. Þetta var stórt loforð og hefði skipt miklu máli, ef það hefði verið efnt. Bjarni varð fjármálaráðherra og hefur því verið í góðri stöðu til þess að efna loforðið en það hefur ekki verið gert enn. Lagðar hafa verið fram nýjar tillögur um breytingar á almannatryggingum. Eru tekjutengingar afnumdar þar? Nei. Þvert á móti eru skerðingar lífeyris aldraðra hjá TR auknar vegna atvinnutekna. En hvað með skerðingar vegna greiðslna úr lífeyrissjóði? Það er sáralítið dregið úr þeim. Til dæmis mun einhleypur eldri borgari, sem hefur 200 þúsund krónur á mánuði úr lífeyrissjóði sæta 90 þúsund króna skerðingu hjá TR á mánuði eftir skatt í nýja kerfinu en það er sama skerðing og er í dag. Ávinningur er enginn. Sá, sem hefur 300 þúsund á mánuði úr lífeyrissjóði, mun fá 135 þúsund króna skerðingu á mánuði eftir skatt (einhleypur) en í dag er skerðing hjá honum 140 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Ávinningur er 5 þúsund á mánuði.Skref stigið til baka Hjá kvæntum eldri borgara lítur dæmið svona út: Eldri borgari í hjónabandi eða sambúð með 200 þúsund á mánuði úr lífeyrissjóði sætir 86 þúsund króna skerðingu á mánuði eftir skatt í dag en í nýja kerfinu verður skerðingin 90 þúsund á mánuði eftir skatt. Staðan versnar m.ö.o. um 4 þúsund á mánuði. Og hjá þeim, sem hefur 300 þúsund á mánuði úr lífeyrissjóði, er 124 þúsund króna skerðing hjá TR á mánuði eftir skatt en í nýja kerfinu verður skerðingin 135 þúsund krónur á mánuði eftir skatt. Skerðingin eykst m.ö.o. um 11 þúsund á mánuði. Við þessar upplýsingar er því að bæta að samkvæmt nýju tillögunum hefst skerðing grunnlífeyris á ný. En hún var afnumin vorið 2013 eftir harða baráttu Félags eldri borgara í Rvk og LEB. Þarna verður stigið skref til baka. Dregið verður hins vegar úr skerðingum vegna fjármagnstekna. Skerðingin er óhemju mikil í dag, þar eð frítekjumark vegna fjármagnstekna er aðeins rúmar 8 þúsund krónur á mánuði. En nú verður skerðing 45%. Skerðing minnkar því nema á allra lægstu fjármagnstekjum. Hins vegar munu fjármagnstekjur áfram vega 100% en ekki 50% eins og núverandi stjórn lofaði í stjórnarsáttmálanum. Um áramótin 2008/2009 var ákveðið að fjármagnstekjur mundu vega 100% í stað 50% áður. Þetta lofaði núverandi stjórn að leiðrétta. Hún stendur ekki við það.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir alþingiskosningarnar 2013 skrifaði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins bréf til eldri borgara. Í bréfinu lofaði Bjarni að afnema allar tekjutengingar vegna aldraðra í kerfi almannatrygginga. Þetta var stórt loforð og hefði skipt miklu máli, ef það hefði verið efnt. Bjarni varð fjármálaráðherra og hefur því verið í góðri stöðu til þess að efna loforðið en það hefur ekki verið gert enn. Lagðar hafa verið fram nýjar tillögur um breytingar á almannatryggingum. Eru tekjutengingar afnumdar þar? Nei. Þvert á móti eru skerðingar lífeyris aldraðra hjá TR auknar vegna atvinnutekna. En hvað með skerðingar vegna greiðslna úr lífeyrissjóði? Það er sáralítið dregið úr þeim. Til dæmis mun einhleypur eldri borgari, sem hefur 200 þúsund krónur á mánuði úr lífeyrissjóði sæta 90 þúsund króna skerðingu hjá TR á mánuði eftir skatt í nýja kerfinu en það er sama skerðing og er í dag. Ávinningur er enginn. Sá, sem hefur 300 þúsund á mánuði úr lífeyrissjóði, mun fá 135 þúsund króna skerðingu á mánuði eftir skatt (einhleypur) en í dag er skerðing hjá honum 140 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Ávinningur er 5 þúsund á mánuði.Skref stigið til baka Hjá kvæntum eldri borgara lítur dæmið svona út: Eldri borgari í hjónabandi eða sambúð með 200 þúsund á mánuði úr lífeyrissjóði sætir 86 þúsund króna skerðingu á mánuði eftir skatt í dag en í nýja kerfinu verður skerðingin 90 þúsund á mánuði eftir skatt. Staðan versnar m.ö.o. um 4 þúsund á mánuði. Og hjá þeim, sem hefur 300 þúsund á mánuði úr lífeyrissjóði, er 124 þúsund króna skerðing hjá TR á mánuði eftir skatt en í nýja kerfinu verður skerðingin 135 þúsund krónur á mánuði eftir skatt. Skerðingin eykst m.ö.o. um 11 þúsund á mánuði. Við þessar upplýsingar er því að bæta að samkvæmt nýju tillögunum hefst skerðing grunnlífeyris á ný. En hún var afnumin vorið 2013 eftir harða baráttu Félags eldri borgara í Rvk og LEB. Þarna verður stigið skref til baka. Dregið verður hins vegar úr skerðingum vegna fjármagnstekna. Skerðingin er óhemju mikil í dag, þar eð frítekjumark vegna fjármagnstekna er aðeins rúmar 8 þúsund krónur á mánuði. En nú verður skerðing 45%. Skerðing minnkar því nema á allra lægstu fjármagnstekjum. Hins vegar munu fjármagnstekjur áfram vega 100% en ekki 50% eins og núverandi stjórn lofaði í stjórnarsáttmálanum. Um áramótin 2008/2009 var ákveðið að fjármagnstekjur mundu vega 100% í stað 50% áður. Þetta lofaði núverandi stjórn að leiðrétta. Hún stendur ekki við það.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun