Fótbolti

Nasri: Væri til í að sjá PSG mæta Stoke eða West Ham á mánudagskvöldi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ætli Zlatan og félagar ættu í vandræðum á Brittania á mánudagskvöldi?
Ætli Zlatan og félagar ættu í vandræðum á Brittania á mánudagskvöldi? vísir/getty
Samir Nasri, leikmaður Manchester City, telur að Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain myndu eiga erfitt uppdráttar í ensku úrvalsdeildinni þrátt fyrir yfirburði sína heima fyrir.

City og PSG mætast í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en fyrri viðureign liðanna fer fram í París annað kvöld. Ótrúlegt en satt er PSG löngu búið að tryggja sér Frakklandsmeistaratitilinn en liðið er 25 stigum á undan næsta liði.

„Það er satt að PSG er stórt lið, en ég tel það ekki betra en önnur lið á Englandi,“ segir Nasri í viðtali við franska íþróttablaðið L'Equipe.

„Það eru engir auðveldir leikir á Englandi, ekki einn einasti. Ég væri til í að sjá PSG spila á mánudagskvöldi á útivelli gegn Stoke, West Ham eða á Emirates-vellinum gegn Arsenal.“

„Í dag er ekkert sem heitir hin fjögur stóru í ensku úrvalsdeildinni. Það eru sex eða sjö lið sem geta orðið meistarar. Allt er mun erfiðara í dag. Svo erum við að tala um PSG, ekki Barcelona,“ segir Samir Nasri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×