Messi: Aflandsfélagið var algjörlega óvirkt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. apríl 2016 10:30 Lionel Messi kom fyrir rétt vegna meintra skattsvika árið 2013. Vísir/Getty Fram kom í Panama-skjölunum að knattspyrnustjarnan Lionel Messi hjá Barcelona á ásamt föður sínum aflandsfyrirtækið Mega Star Enterprises Inc. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem að nafn Messi tengist umræðum um skattaundanskot en faðir hans, Jorge, hefur verið til rannsóknar hjá skattayfirvöldum á Spáni síðan 2013. Messi eldri var grunaður um að hafa komið fyrir tekjum sonar síns af auglýsingasamningum undan sköttum á Spáni með því að koma peningnum fyrir í aflandsfyrirtækjum. Jorge Messi greiddi spænska skattinum fimm milljónir evra sjálfviljugur það sama ár en það var ekki nóg til að sleppa við ákæru. Lionel Messi bar við þekkingarleysi í málinu og féllst saksóknari á Spáni á það en dómari í málinu ákvað engu að síður að báðir feðgarnir myndu svara til saka vegna málsins. Sjá einnig: Messi í Panama-skjölunum: Upplýsingar um nýtt aflandsfélag Lionel Messi og fjölskylda hans gaf út yfirlýsingu í gær þar sem því var neitað að þau hefðu haft rangt við í þessu máli og að aflandsfyrirtækið í Panama væri óvirkt og ekki með neinar eignir eða tekjur. Dagblaðið El Confidencial fullyrti að Messi-fjölskyldan hefði stofnað fyrirtækin til að koma tekjum sínum undan skatti en því hefur hún hafnað alfarið. Enn fremur hét hún því að lögsækja fjölmiðla sem kæmu fram með slíkar dylgjur. Messi er einn 20 knattspyrnumanna sem eru nefndir til sögunnar sem skjólstæðingar Mossack Fonseca en Messi er þekktastur af þeim. Réttarhöldin yfir Messi-feðgunum hefjast í næsta mánuði. Fótbolti Tengdar fréttir Mörg félög tengd forsætisráðherrum og forsetum Flestir þeirra eru frá Mið-Austurlöndum, þó ekki allir. 4. apríl 2016 05:00 Messi í Panama-skjölunum: Upplýsingar um nýtt aflandsfélag Besti fótboltamaður í heimi er í vandræðum vegna nýrra upplýsinga sem koma fram í Panama-skjölunum. 3. apríl 2016 22:03 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Sjá meira
Fram kom í Panama-skjölunum að knattspyrnustjarnan Lionel Messi hjá Barcelona á ásamt föður sínum aflandsfyrirtækið Mega Star Enterprises Inc. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem að nafn Messi tengist umræðum um skattaundanskot en faðir hans, Jorge, hefur verið til rannsóknar hjá skattayfirvöldum á Spáni síðan 2013. Messi eldri var grunaður um að hafa komið fyrir tekjum sonar síns af auglýsingasamningum undan sköttum á Spáni með því að koma peningnum fyrir í aflandsfyrirtækjum. Jorge Messi greiddi spænska skattinum fimm milljónir evra sjálfviljugur það sama ár en það var ekki nóg til að sleppa við ákæru. Lionel Messi bar við þekkingarleysi í málinu og féllst saksóknari á Spáni á það en dómari í málinu ákvað engu að síður að báðir feðgarnir myndu svara til saka vegna málsins. Sjá einnig: Messi í Panama-skjölunum: Upplýsingar um nýtt aflandsfélag Lionel Messi og fjölskylda hans gaf út yfirlýsingu í gær þar sem því var neitað að þau hefðu haft rangt við í þessu máli og að aflandsfyrirtækið í Panama væri óvirkt og ekki með neinar eignir eða tekjur. Dagblaðið El Confidencial fullyrti að Messi-fjölskyldan hefði stofnað fyrirtækin til að koma tekjum sínum undan skatti en því hefur hún hafnað alfarið. Enn fremur hét hún því að lögsækja fjölmiðla sem kæmu fram með slíkar dylgjur. Messi er einn 20 knattspyrnumanna sem eru nefndir til sögunnar sem skjólstæðingar Mossack Fonseca en Messi er þekktastur af þeim. Réttarhöldin yfir Messi-feðgunum hefjast í næsta mánuði.
Fótbolti Tengdar fréttir Mörg félög tengd forsætisráðherrum og forsetum Flestir þeirra eru frá Mið-Austurlöndum, þó ekki allir. 4. apríl 2016 05:00 Messi í Panama-skjölunum: Upplýsingar um nýtt aflandsfélag Besti fótboltamaður í heimi er í vandræðum vegna nýrra upplýsinga sem koma fram í Panama-skjölunum. 3. apríl 2016 22:03 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Sjá meira
Mörg félög tengd forsætisráðherrum og forsetum Flestir þeirra eru frá Mið-Austurlöndum, þó ekki allir. 4. apríl 2016 05:00
Messi í Panama-skjölunum: Upplýsingar um nýtt aflandsfélag Besti fótboltamaður í heimi er í vandræðum vegna nýrra upplýsinga sem koma fram í Panama-skjölunum. 3. apríl 2016 22:03