Brynjar: Fengum engar skýringar frá KKÍ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. apríl 2016 22:00 Brynjar Þór í leiknum í kvöld. Vísir/Ernir Brynjar Þór Björnsson, bakvörður í KR, segir að það hafi verið furðuleg ákvörðun að láta lið sitt bíða aukadag eftir fyrsta leik sínum í undanúrslitum Domino's-deildar karla. KR mætti Njarðvík í kvöld og vann nauman sigur í tvíframlengdum leik. Njarðvík þurfti oddaleik í sinni rimmu í 8-liða úrslitum til að fara áfram og var að spila á fimmtudaginn. En KR hafði beðið eftir leiknum í kvöld í tólf daga. „Þetta var bara glataður leikur. Það verður að segjast eins og er,“ sagði KR-ingurinn Brynjar Þór eftir nauman sigur KR, 69-67. Hann, eins og svo margir KR-ingar, fann ekki fjöl sína í sóknarleiknum og skoraði einungis sjö stig í leiknum. „Við vorum hræðilega lélegir. Við áttum að vera löngu búnir að klára þetta en þessi tólf daga pása fór í lappirnar okkar og við vorum þungir.“ „Það er erfitt að bíða í tólf daga. Þeir fengu reyndar aukadag til að jafna sig eftir sína rimmu sem hjálpaði þeim. Maður fann í byrjun leiks að maður var ekki tilbúinn í þetta enda byrjuðu Njarðvíkingar þetta af þvílíkum krafti.“ Hann segir að KR-ingar hafi ávallt reiknað með því að fá fyrri leikdaginn í undanúrslitunum, ekki þann síðari eins og raunin varð. „Deildarmeistararnir hafa alltaf verið á undan og fengið að ráða. En af einhverjum ótrúlegum ástæðum þá vorum við færðir um einn dag og menn voru ekki sáttir við það. Við fengum engar skýringar og er þetta skrýtið mál.“ „Það var orðið afar erfitt að bíða.“ Hann segir að þrátt fyrir lágt stigaskor hafi sóknarleikur KR verið góður í kvöld. „Við vorum að fá opin skot, hvað eftir annað, og allt það sem við vildum. En við vorum ekki að hitta.“ „Ef við hittum bara úr þessum skotum sem við vorum að fá í dag þá skorum við meira en 69 stig eftir tvær framlengingar. Það er fullvíst.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Atkinson: Sóknarvilla fyrir það sem manni er kennt að gera Jeremy Atkinson var svekktur út af umdeildri villu sem hann fékk dæmda á sig undir lok leiks KR og Njarðvíkur í kvöld. 4. apríl 2016 21:49 Umfjöllun, viðtöl myndir: KR - Njarðvík 69-67 | KR vann í tvíframlengdum leik Ótrúlegur körfuboltaleikur í Frostaskjólinu í kvöld. 4. apríl 2016 22:00 Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ Handbolti Fleiri fréttir „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira
Brynjar Þór Björnsson, bakvörður í KR, segir að það hafi verið furðuleg ákvörðun að láta lið sitt bíða aukadag eftir fyrsta leik sínum í undanúrslitum Domino's-deildar karla. KR mætti Njarðvík í kvöld og vann nauman sigur í tvíframlengdum leik. Njarðvík þurfti oddaleik í sinni rimmu í 8-liða úrslitum til að fara áfram og var að spila á fimmtudaginn. En KR hafði beðið eftir leiknum í kvöld í tólf daga. „Þetta var bara glataður leikur. Það verður að segjast eins og er,“ sagði KR-ingurinn Brynjar Þór eftir nauman sigur KR, 69-67. Hann, eins og svo margir KR-ingar, fann ekki fjöl sína í sóknarleiknum og skoraði einungis sjö stig í leiknum. „Við vorum hræðilega lélegir. Við áttum að vera löngu búnir að klára þetta en þessi tólf daga pása fór í lappirnar okkar og við vorum þungir.“ „Það er erfitt að bíða í tólf daga. Þeir fengu reyndar aukadag til að jafna sig eftir sína rimmu sem hjálpaði þeim. Maður fann í byrjun leiks að maður var ekki tilbúinn í þetta enda byrjuðu Njarðvíkingar þetta af þvílíkum krafti.“ Hann segir að KR-ingar hafi ávallt reiknað með því að fá fyrri leikdaginn í undanúrslitunum, ekki þann síðari eins og raunin varð. „Deildarmeistararnir hafa alltaf verið á undan og fengið að ráða. En af einhverjum ótrúlegum ástæðum þá vorum við færðir um einn dag og menn voru ekki sáttir við það. Við fengum engar skýringar og er þetta skrýtið mál.“ „Það var orðið afar erfitt að bíða.“ Hann segir að þrátt fyrir lágt stigaskor hafi sóknarleikur KR verið góður í kvöld. „Við vorum að fá opin skot, hvað eftir annað, og allt það sem við vildum. En við vorum ekki að hitta.“ „Ef við hittum bara úr þessum skotum sem við vorum að fá í dag þá skorum við meira en 69 stig eftir tvær framlengingar. Það er fullvíst.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Atkinson: Sóknarvilla fyrir það sem manni er kennt að gera Jeremy Atkinson var svekktur út af umdeildri villu sem hann fékk dæmda á sig undir lok leiks KR og Njarðvíkur í kvöld. 4. apríl 2016 21:49 Umfjöllun, viðtöl myndir: KR - Njarðvík 69-67 | KR vann í tvíframlengdum leik Ótrúlegur körfuboltaleikur í Frostaskjólinu í kvöld. 4. apríl 2016 22:00 Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ Handbolti Fleiri fréttir „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira
Atkinson: Sóknarvilla fyrir það sem manni er kennt að gera Jeremy Atkinson var svekktur út af umdeildri villu sem hann fékk dæmda á sig undir lok leiks KR og Njarðvíkur í kvöld. 4. apríl 2016 21:49
Umfjöllun, viðtöl myndir: KR - Njarðvík 69-67 | KR vann í tvíframlengdum leik Ótrúlegur körfuboltaleikur í Frostaskjólinu í kvöld. 4. apríl 2016 22:00
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti