Forsetaframbjóðendur felmtri slegnir vegna skattaskjólsumræðu Birgir Olgeirsson og Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifa 4. apríl 2016 15:05 Hluti þeirra sem hafa lýst yfir framboði til forseta Íslands. Guðmundur Franklín Jónsson, Hildur Þórðardóttir, Ástþór Magnússon, Guðrún Margrét Pálsdóttir, Bæring Ólafsson, Heimir Hólmarsson, Vigfús Bjarni Albertsson, Halla Tómasdóttir, Elísabet Jökulsdóttir og Hrannar Pétursson Vísir/Stefán Tólf hafa lýst yfir framboði til embættis forseta Íslands og eru flestir þeirrar skoðunar að það ástand sem ríkir í þjóðfélaginu í dag sé sorglegt. Vísir sló á þráðinn til frambjóðenda og spurði þá út í þeirra skoðun á þær upplýsingar sem komu fram í umfjöllun innlendra og erlendra miðla á tengslum ráðherra í ríkisstjórn við aflandsfélög í skattaskjólum, líkt og fram kemur í Panama-skjölunum.Sjá einnig: Hver verður næsti forseti Íslands. Þá voru þeir jafnframt spurðir hvort þeir sjái tilefni til að þing verði rofið og hvort þeir eigi, hafi átt eða séu á einhvern hátt tengdir aflandsfélögum eða skattaskjólum.Heimir Örn Hólmarsson:Heimir Örn fjallaði um málið á Facebook-síðu sinni þar sem hann segir þessa upplýsingar um tengsl ráðherra vera klárt brot á siðareglum ráðherra sem gefnar voru út árið 2011. Ef hann væri í embætti forseta Íslands myndi hann gefa ráðherrum sem gerðust brotlegir gegn siðareglum ráðherra frest í þrjá sólarhringa til að segja af sér, annar myndi hann rjúfa þing. Svar hans í heild má sjá í Facebook-status hér fyrir neðan en spurður hvort hann eigi, hafi átt eða tengist aflandsfélagi í skattaskjóli á einhvern hátt svarar því neitandi.Ég hef verið ítrekað spurður út í mína afstöðu gagnvart því pólitíska umróti sem á sér stað þessa dagana. Einnig hef ég...Posted by Heimir Örn Hólmarsson on Sunday, April 3, 2016Bæring Ólafsson:Bæring er á því að þeir ráðherrar sem eru tilgreindir í Panama-skjölunum þurfi virkilega að íhuga hvort þeir hafi gerst brotlegir gegn þjóðinni. „Þetta er ekki nógu gott ástand. Þetta hefur með siðferði að gera og með heiðarleika og gegnumsæi og traust. Ég held að það sé þarna spurning sem þeir þurfa að spyrja sig nokkrir aðilar hvort þeir séu traustsins verðir, hvort þeir séu búnir að brjóta traust á þjóðinni og sjái sóma sinn í því að segja af sér að hvað þeir mundu gera. Ég held að það sé það sem þeir þurfa virkilega að hugsa um,“ segir Bæring. „Ég held að það hafi verið trúnaðarbrestur við þjóðina og þeir þurfa að átta sig á því að þjóðin hefur ráðið þá í þessi störf og þeir þurfa að svara til þjóðarinnar.“ Hann sér ekki ástæðu til að rjúfa þing. „Það held ég ekki. Ég lít þannig á málið að þetta séu tveir eða þrír aðilar í ríkisstjórninni sem hafa brotið traust og þeir eiga að taka afleiðingunum af því. Það geta komið menn í staðinn fyrir þá til að taka við störfum. En það má ekki dæma alla ríkisstjórnina eða alla sem þekkja þá, að þeir séu eins og þessir aðilar. Ég held að það sé það rétta í málinu.“ Hann segist ekki tengjast aflandsfélagi í skattaskjóli á nokkurn hátt.Halla Tómasdóttir:Halla segir mikilvægt að innleiða þau gildi sem þjóðin vill og standa vörð um þau. Augljóst sé að ekki hafi verið dreginn lærdómur af mistökum fortíðar og það séu vonbrigði. „Ég er sorgmædd og slegin líklega eins og flestir Íslendingar í dag. Vonbrigðin eru að það sýnir sig að við höfum ekki lært nóg af mistökum fortíðar. Ég er þeirra skoðunar að við séum stóðum að þjóðfundi 2009 með slembiúrtaki þjóðarinnar fundum fyrir mikilli samstöðu um þau gildi sem Íslendingar vilja en við verum ekki að upplifa þau í verki. Mín skoðun er að sú ástæða að ég bauð mig fram í upphafi er enn mikilvægari núna og það er að standa fyrir og og fara fyrir að við innleiðum þessi gildi og þá framtíðarsýn sem þjóðin vill, sem er að standa vörð um heiðarleika, réttlæti, virðingu og jafnrétti,“ segir Halla. Hún ætlar að mæta á mótmælin á Austurvöll í dag og sýna samstöðu með þjóðinni. „En ég vil hvetja fólk til að sýna virðingu og kærleika og fallega hegðun og ég ætla að mæta með appelsínugult og minna fólk á að við getum staðið saman fyrir því sem við viljum sjá og þurfum ekki að fara í ófriðsöm mótmæli.“ Hún segir að ef hún væri forseti myndi hún í það minnsta eiga samtal við ráðamenn um þá stöðu sem er komin upp. „Ég held að það sé augljóst að það yrði fyrsta skref. Það skiptir sköpum að ná friði í samfélagið og ófriður er okkur öllum erfiður en traustið er greinilega brotið. Ég held að það hafi verið níu af hverjum tíu sem treystu ekki stjórnmálum eða viðskiptum fyrir síðustu viku og ætli það sé ekki tíu af tíu núna. Mikilvægasta verkefnið er að koma á trausti í samfélaginu og það getur enginn neitað að horfast í augu við það verkefni.“ Hún segir gagnsæi vera gildi sem hún trúir á. „Að byggja upp traust er langtímaverkefni og ég tel að það sé ekki allt komið fram en gagnsæi er gildi sem ég trúi á. Ég trúi á gagnsæi og ég held að það sé leiðin til að byrja að byggja upp traustið að það sé fullkomið gagnsæi í gangi um hlutina. Það er langtímaverkefni að byggja upp traust í dag, það verður ekki gert með neinum skyndiúrræðum.“ Halla segist ekki eiga og aldrei hafa átt reikning á aflandseyju eða í skattaskjóli.Vigfús Bjarni Albertsson:Vigfús Bjarni segist hafa verið hugsi langt fram eftir nóttu eftir að hafa séð Kastljósþáttinn í gærkvöldi. Hann segir þetta sorglegt mál, það snúist ekki um pólitík, með eða á móti ríkisstjórn, heldur að það vanti að segja sannleikann í okkar samfélagi. „Mér finnst þetta snúast um að ef það skortir að segja sannleikann þá verður aldrei til traust í samfélaginu.“ Hann segir koma til greina að forsetinn ávarpi svona aðstæður. „Það er ekki sama að segja að segja að einhver eigi að segja af sér eða benda fólk heldur að minna á hugtök eins og sannleikann og annað slíkt. Ég myndi gera það. “ Hann segist eiga engar tengingar við aflandsfélög í skattaskjólum. Hvorki hann né maki hans. „Ég er bara með yfirdrátt í bankanum,“ svarar Vigfús Bjarni en sjá má stöðuppfærslu hans um málið hér fyrir neðan:Kæru vinir, Guðni Th, segir svo réttilega í fréttunum í kvöld að við megum ekki setja fréttir kvöldsins í holuna....Posted by Vigfús Bjarni Albertsson on Sunday, April 3, 2016Elísabet Jökulsdóttir:Elísabet segist vilja segja Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra frá sinni reynslu af geðveiki. „Og vita hvort hann myndi tengja eitthvað við það. Menn þurfa oft að tengja til að hjarta þeirra opnist og tengja við aðra sögu en sína eigin til að það renni upp fyrir þeim sú staða sem þeir eru komnir í. Ég tala um geðveiki því mér finnst þetta vera afneitun á raunveruleikanum. Þegar pabbi minn dó þá tók það mig átta ár að skilja það. Þetta var svo sárt, án þess að ég vorkenni honum, þá er þetta örugglega sárt. Ég get ímyndað mér að hann sé inni í heimi sem hentar honum þar sem sársaukinn kemst ekki að honum. Svo verða þeir múrar að brotna, ekki bara hans vegna, heldur vegna þess að það eru börn sem svelta í þessu landi. Það eru börn sem komast ekki í leikskóla og það eru leikskólar sem ekki er hægt að reka, af því það ríkir ójöfnuður. Það er fólk hérna sem á milljarða og það eru aðrir sem eiga ekki neitt og það er meira segja þannig að heilbrigðiskerfið og menntakerfið á ekki einu sinni peninga. Þess vegna er þetta fyrir okkur öll absúrd, þetta er ójöfnuður og það er ekki hægt að byggja þjóðfélög á ójöfnuði,“ segir Elísabet. Hún segir flesta fasta í þeirri hugsun að boða til kosninga. Hún segist bjóða upp á óhefðbundna aðferð og stundum þurfi slíkar aðferðir. „Maðurinn sem allt snýst um þarf að geta sagt af sér og það sem ég er að segja er mín aðferð til að hjálpa honum, hvort sem hún tekst eða ekki.“ Spurð hvort hún tengist aflandsfélagi í skattaskjóli á einhvern hátt svarar hún því neitandi og bætir við: „Ég held að þetta sé ekki til, þetta er örugglega eitthvað sem er búið til.“Sturla Jónsson:„Mér finnst að menn ættu að eiga orð við Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands og spyrja hvað hann ætlar að gera í stöðunni þegar maður horfir til 15. og 24. greinum stjórnarskrárinnar. Það væri kannski vit í að skoða þessi mál út frá því sjónarhóli,“ segir Sturla sem segir starfsreglur í stjórnarskránni sem gilda og ef hegningarlögin gilda um sig og aðra í þjóðfélaginu þá gilda þau um ráðherra. „Miðað við fjölmiðlaumfjöllunina erlendis þá finnst mér þetta ekki standa vel gagnvart Íslandi á alþjóðavísu. Trúverðugleiki landsins sem slíkt er undir og þjóðarinnar í heild. Þetta er að snerta allt fólkið í landinu.“ Spurður hvort hann hafi einhver tengsl við aflandsfélag í skattaskjóli segist hann aldrei hafa orðið svo efnaður. „Hins vegar á ég tvær kennitölur sem ég hef ætlað að nota í jarðvinnufyrirtæki en það hefur aldrei komist af stað.“Guðmundur Franklín:Guðmundur hefur ritað nokkur orð um málið sem sjá má fyrir neðan. Hann segir það koma til greina að rjúfa þing. „Ef ekkert annað er hægt, eða koma á þjóðstjórn. Við lifum í þingræði og forsætisráðherrann ræður hvort hann rífur þing eða ekki.“ Hann segir að búið sé að stimpla Íslendinga erlendis og því erfitt að ávinna sér traust á ný „Eins og maður segir á ensku: We have spilled the beens. Ég held að það sé greinilega mjög erfitt. Sérstaklega af því við erum búin að vera í sjö til átta ár að vinna okkur úr þessu hruni og báðar ríkisstjórnir gert góða hluti. En það virðist vera farið út um gluggann með þessum upplýsingum og svo á eftir meira að koma í ljós og ég held að þetta verði alveg fram á sumar fréttir sem koma til með að æsa upp og spilla fyrir annars ágætis veðri sem við vorum búin að búa okkur til. Það má segja að það sé búið að rífa saumana af sárinu sem kom upp í hruninu og það vellur gröfturinn út.“ Hann segist ekki hafa tengst við aflandsfélög í skattaskjólum.Ég er vonsvikinn vegna þess að forsætisráðherra Íslands hefur enn ekki gert fyllilega grein fyrir aðkomu sinni að þessu...Posted by Guðmundur Franklín Jónsson on Monday, April 4, 2016Ástþór Magnússon:Ástþór hefur ávarpað Sigmund Davíð beint í myndbandi sem hann sendi frá sér á Facebook þar sem hann hvetur forsætisráðherrann til að stíga til hliðar. „Málið er að ég á mikið af vinum erlendis og fólk er að hafa við mig samband og spyr hvað sé í gangi? Þetta er að mínu mati að valda enn meira tjóni en sjálft hrunið af því þetta kemur í kjölfarið. Allar þessar fallegu sögur að við höfum endurreist landið og sett bankstera í fangelsið verður að engu með þessum fréttum. Ég er ekki að leggja neinn dóm á það hvort Sigmundur Davíð eða aðrir hafi gert eitthvað rangt, þetta er spurning um það að ef þeir segja ekki af sér strax þá getur það valdið ævarandi álitshnekki fyrir þjóð og getur skaðað okkur í viðskiptum og öllum sviðum um allan heim. Það þarf að senda þau skilaboð út að þeir hafi sagt af sér,“ segir Ástþór. Spurður hvort hann hafi eða hafi haft einhverskonar tengsl við aflandsfélög eða skattaskjól segist hann fyrir einhverjum þrjátíu árum að hafa verið með flugvél sem var skráð á Cayman-eyjum. „Það var þannig að flugskírteini voru þannig að þú þurftir að vera með skírteini í hverju landi fyrir sig og þá völdum menn að skrá flugvélar á svona svæði þar sem þeir tóku gild öll skírteini frá mismunandi löndum, Bandaríkjunum, Bretlandi, Skandinavíu og svoleiðis. Það eru einu afskiptin sem ég hef haft af svona og það eru þrjátíu ár síðan,“ segir Ástþór.Til Sigmundar DavíðsNauðsyn að þú Sigmundur hverfir úr stjórnarráðinu. Ímynd Íslands er mér sem forsetaframbjóðanda mikilvæg. DEILAPosted by Ástþór Magnússon on Sunday, April 3, 2016Hildur Þórðardóttir: „Fulltrúalýðræði þýðir ekki að menn hafi frítt spil á milli kosninga. Þeir verða að gæta siðferðis, þingmenn eru fyrirmyndir fyrir þjóðina og svo dansa limirnir eftir höfðinu,“ segir Hildur Þórðardóttir. „Ég vil að lýðræði nái fram að ganga og að vilji fólksins nái fram að ganga.“ Hildur hyggst mæta á mótmælin til þess að sýna samstöðu með þjóðinni. Hildi þykir eðlilegt að forseti grípi inn í á stundu sem þessari. „Ég myndi vilja fá vald frá fólkinu til þess. En mér finnst að forsetinn ætti að minnsta kosti að taka þá á teppið og spyrja þá hvort þeim sé stætt á að sitja áfram.“ Hildur segir afar mikilvægt að losa Ísland við sérhagsmunapot. „Mér finnst að af því að við erum að breyta þessu samfélagi að við verðum að stinga á öll svona kýli, við verðum að hreinsa alla spillingu og græðgi út. Það er alveg nauðsynlegt.“ Hildur lýsti því yfir á Facebook síðu sinni að hún hefði aldrei átt eignir í skattaskjóli. „Að gefnu tilefni tilkynnist hér með að ég hef aldrei átt reikninga í skattaskjólum eða félög skráð á aflandseyjum. Ég átti engan þátt í hruninu og hef ekki reynt að fela neina fjármuni neins staðar, hvorki fyrir né eftir hrun. Minn sparnaður er í Landsbankanum og kemur fram á skattframtölum.“ Þá hefur Hildur tjáð sig sérstaklega um málið á Facebook síðu sinni.Að gefnu tilefni tilkynnist hér með að ég hef aldrei átt reikninga í skattaskjólum eða félög skráð á aflandseyjum. Ég á...Posted by Hildur Þórðardóttir forsetaframboð 2016 on Sunday, April 3, 2016Ari Jósepsson: „Það þarf nú að rjúfa þetta þing bara. Ég er svoleiðis orðlaus,“ segir annar forsetaframbjóðandi, Ari Jósepsson. Hann segist hreinlega ekki hafa gert sér grein fyrir því að við Íslendingar byggjum í svo spilltu þjóðfélagi. „Svei mér þá. Maður hálfskammast sín fyrr að vera Íslendingur. En við verðum öll að standa saman.“ Hann segir að nú sé nauðsynlegt að laga stöðuna sem komin er upp í þjóðfélaginu, endurvekja traust almennings á Alþingi. „Óli [Ólafur Ragnar Grímsson forseti] er á leið til landsins og mun ábyggilega laga þetta. Sigmundur [Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra] mun segja af sér og þau Bjarni Benediktsson og Ólöf Nordal þurfa örugglega að fara frá líka.“ Ari var ánægður með Kastljós þáttinn og þótti hann ekki öfgafullur að nokkru leyti. Að hans mati ætti forseti landsins að láta til sín taka í málinu. „Hiklaust. Fara strax í þetta. Gera einhverja varastjórn til að byrja með og svo leyfa fólkinu að kjósa.“ Ari segist engar eignir eiga í skattaskjóli, hann eigi aðeins eina eign í Sandgerði. „En þegar ég var krakki þá átti ég lífeyrissparnað hjá Sunrise Financial í Bretlandi.“ Ari missti þó allan lífeyrinn í hruninu að eigin sögn. „Nafnið mitt var horfið og allt. Þannig að ég missti allt sem ég var búin að safna þar.“ Þá segist hann ekki þekkja neinn sem geymir fé í skattaskjóli.Guðrún Magrét Pálsdóttir„Ég er náttúrulega á móti undandrætti til skatts yfirhöfuð,“ segir forsetaframbjóðandinn og hjúkrunarfræðingurinn Guðrún Margrét Pálsdóttir. „En mér finnst þetta mannlegur harmleikur. Ég held að við þurfum að fara varlega í að kasta steinum og fara varlega í gífuryrði.“ Hún segist þó þeirrar skoðunar að allir verði að standa skil á sínu gagnvart þjóðinni og ávaxta féð sitt þar sem hún nýtur góðs af því líka. „Ég er á móti því að jarða menn. En það verður erfitt fyrir þá að halda áfram.“ Guðrún Margrét hafði ekki séð Kastljós þáttinn þegar Vísir náði af henni tali um hádegisbil í dag. Hún segir að hún myndi sem forseti ekki taka fram fyrir hendurnar á Alþingi í þessu máli. „Það er hlutverk þingsins. Ríkisstjórnin situr alltaf í umboði Alþingis. En ef þingið samþykkti vantrauststillögu þá er það náttúrulega forsetans að rjúfa þing.“ Hún hafði ekki hugsað sér að mæta á mótmælin í dag en segist vona að ráðamenn, þeir sem eigi í hlut, taki rétta ákvörðun út frá stöðunni sem komin er upp. „Þetta eyðileggur orðspor þjóðarinnar á alþjóðavettvangi.“Hrannar PéturssonHrannar segir mikilvægt fyrir samfélagið að komast til botns í ágreiningsmálum. „Hverrar gerðar sem þau eru. Það er líka mikilvægt að við höldum ró okkar þótt aðstæðurnar séu óvenjulegar. Við höfum svo sannarlega rétt á okkar skoðunum, en mér finnst brýnt að gleymum því ekki að koma fram við aðra af virðingu og hófsemd. Það á við um okkur öll,“ segir Hrannar. Spurður hvort honum finnist ástæða til að rjúfa þing segir hann að nú muni reyna á leikreglur lýðræðisins. „Sem eiga að tryggja að öll mál fái faglega meðferð á Alþingi. Forseti Íslands hefur aldrei í sögu lýðveldisins rofið þing að eigin frumkvæði og ég vil frekar sjá lýðræðislega afgreiðslu en sögulegt inngrip af hálfu forsetans,“ segir Hrannar. Hann segir hvorki sig né eiginkonu sína hafa haft tengsl við aflandsfélög. Fréttir af flugi Panama-skjölin Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Tólf hafa lýst yfir framboði til embættis forseta Íslands og eru flestir þeirrar skoðunar að það ástand sem ríkir í þjóðfélaginu í dag sé sorglegt. Vísir sló á þráðinn til frambjóðenda og spurði þá út í þeirra skoðun á þær upplýsingar sem komu fram í umfjöllun innlendra og erlendra miðla á tengslum ráðherra í ríkisstjórn við aflandsfélög í skattaskjólum, líkt og fram kemur í Panama-skjölunum.Sjá einnig: Hver verður næsti forseti Íslands. Þá voru þeir jafnframt spurðir hvort þeir sjái tilefni til að þing verði rofið og hvort þeir eigi, hafi átt eða séu á einhvern hátt tengdir aflandsfélögum eða skattaskjólum.Heimir Örn Hólmarsson:Heimir Örn fjallaði um málið á Facebook-síðu sinni þar sem hann segir þessa upplýsingar um tengsl ráðherra vera klárt brot á siðareglum ráðherra sem gefnar voru út árið 2011. Ef hann væri í embætti forseta Íslands myndi hann gefa ráðherrum sem gerðust brotlegir gegn siðareglum ráðherra frest í þrjá sólarhringa til að segja af sér, annar myndi hann rjúfa þing. Svar hans í heild má sjá í Facebook-status hér fyrir neðan en spurður hvort hann eigi, hafi átt eða tengist aflandsfélagi í skattaskjóli á einhvern hátt svarar því neitandi.Ég hef verið ítrekað spurður út í mína afstöðu gagnvart því pólitíska umróti sem á sér stað þessa dagana. Einnig hef ég...Posted by Heimir Örn Hólmarsson on Sunday, April 3, 2016Bæring Ólafsson:Bæring er á því að þeir ráðherrar sem eru tilgreindir í Panama-skjölunum þurfi virkilega að íhuga hvort þeir hafi gerst brotlegir gegn þjóðinni. „Þetta er ekki nógu gott ástand. Þetta hefur með siðferði að gera og með heiðarleika og gegnumsæi og traust. Ég held að það sé þarna spurning sem þeir þurfa að spyrja sig nokkrir aðilar hvort þeir séu traustsins verðir, hvort þeir séu búnir að brjóta traust á þjóðinni og sjái sóma sinn í því að segja af sér að hvað þeir mundu gera. Ég held að það sé það sem þeir þurfa virkilega að hugsa um,“ segir Bæring. „Ég held að það hafi verið trúnaðarbrestur við þjóðina og þeir þurfa að átta sig á því að þjóðin hefur ráðið þá í þessi störf og þeir þurfa að svara til þjóðarinnar.“ Hann sér ekki ástæðu til að rjúfa þing. „Það held ég ekki. Ég lít þannig á málið að þetta séu tveir eða þrír aðilar í ríkisstjórninni sem hafa brotið traust og þeir eiga að taka afleiðingunum af því. Það geta komið menn í staðinn fyrir þá til að taka við störfum. En það má ekki dæma alla ríkisstjórnina eða alla sem þekkja þá, að þeir séu eins og þessir aðilar. Ég held að það sé það rétta í málinu.“ Hann segist ekki tengjast aflandsfélagi í skattaskjóli á nokkurn hátt.Halla Tómasdóttir:Halla segir mikilvægt að innleiða þau gildi sem þjóðin vill og standa vörð um þau. Augljóst sé að ekki hafi verið dreginn lærdómur af mistökum fortíðar og það séu vonbrigði. „Ég er sorgmædd og slegin líklega eins og flestir Íslendingar í dag. Vonbrigðin eru að það sýnir sig að við höfum ekki lært nóg af mistökum fortíðar. Ég er þeirra skoðunar að við séum stóðum að þjóðfundi 2009 með slembiúrtaki þjóðarinnar fundum fyrir mikilli samstöðu um þau gildi sem Íslendingar vilja en við verum ekki að upplifa þau í verki. Mín skoðun er að sú ástæða að ég bauð mig fram í upphafi er enn mikilvægari núna og það er að standa fyrir og og fara fyrir að við innleiðum þessi gildi og þá framtíðarsýn sem þjóðin vill, sem er að standa vörð um heiðarleika, réttlæti, virðingu og jafnrétti,“ segir Halla. Hún ætlar að mæta á mótmælin á Austurvöll í dag og sýna samstöðu með þjóðinni. „En ég vil hvetja fólk til að sýna virðingu og kærleika og fallega hegðun og ég ætla að mæta með appelsínugult og minna fólk á að við getum staðið saman fyrir því sem við viljum sjá og þurfum ekki að fara í ófriðsöm mótmæli.“ Hún segir að ef hún væri forseti myndi hún í það minnsta eiga samtal við ráðamenn um þá stöðu sem er komin upp. „Ég held að það sé augljóst að það yrði fyrsta skref. Það skiptir sköpum að ná friði í samfélagið og ófriður er okkur öllum erfiður en traustið er greinilega brotið. Ég held að það hafi verið níu af hverjum tíu sem treystu ekki stjórnmálum eða viðskiptum fyrir síðustu viku og ætli það sé ekki tíu af tíu núna. Mikilvægasta verkefnið er að koma á trausti í samfélaginu og það getur enginn neitað að horfast í augu við það verkefni.“ Hún segir gagnsæi vera gildi sem hún trúir á. „Að byggja upp traust er langtímaverkefni og ég tel að það sé ekki allt komið fram en gagnsæi er gildi sem ég trúi á. Ég trúi á gagnsæi og ég held að það sé leiðin til að byrja að byggja upp traustið að það sé fullkomið gagnsæi í gangi um hlutina. Það er langtímaverkefni að byggja upp traust í dag, það verður ekki gert með neinum skyndiúrræðum.“ Halla segist ekki eiga og aldrei hafa átt reikning á aflandseyju eða í skattaskjóli.Vigfús Bjarni Albertsson:Vigfús Bjarni segist hafa verið hugsi langt fram eftir nóttu eftir að hafa séð Kastljósþáttinn í gærkvöldi. Hann segir þetta sorglegt mál, það snúist ekki um pólitík, með eða á móti ríkisstjórn, heldur að það vanti að segja sannleikann í okkar samfélagi. „Mér finnst þetta snúast um að ef það skortir að segja sannleikann þá verður aldrei til traust í samfélaginu.“ Hann segir koma til greina að forsetinn ávarpi svona aðstæður. „Það er ekki sama að segja að segja að einhver eigi að segja af sér eða benda fólk heldur að minna á hugtök eins og sannleikann og annað slíkt. Ég myndi gera það. “ Hann segist eiga engar tengingar við aflandsfélög í skattaskjólum. Hvorki hann né maki hans. „Ég er bara með yfirdrátt í bankanum,“ svarar Vigfús Bjarni en sjá má stöðuppfærslu hans um málið hér fyrir neðan:Kæru vinir, Guðni Th, segir svo réttilega í fréttunum í kvöld að við megum ekki setja fréttir kvöldsins í holuna....Posted by Vigfús Bjarni Albertsson on Sunday, April 3, 2016Elísabet Jökulsdóttir:Elísabet segist vilja segja Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra frá sinni reynslu af geðveiki. „Og vita hvort hann myndi tengja eitthvað við það. Menn þurfa oft að tengja til að hjarta þeirra opnist og tengja við aðra sögu en sína eigin til að það renni upp fyrir þeim sú staða sem þeir eru komnir í. Ég tala um geðveiki því mér finnst þetta vera afneitun á raunveruleikanum. Þegar pabbi minn dó þá tók það mig átta ár að skilja það. Þetta var svo sárt, án þess að ég vorkenni honum, þá er þetta örugglega sárt. Ég get ímyndað mér að hann sé inni í heimi sem hentar honum þar sem sársaukinn kemst ekki að honum. Svo verða þeir múrar að brotna, ekki bara hans vegna, heldur vegna þess að það eru börn sem svelta í þessu landi. Það eru börn sem komast ekki í leikskóla og það eru leikskólar sem ekki er hægt að reka, af því það ríkir ójöfnuður. Það er fólk hérna sem á milljarða og það eru aðrir sem eiga ekki neitt og það er meira segja þannig að heilbrigðiskerfið og menntakerfið á ekki einu sinni peninga. Þess vegna er þetta fyrir okkur öll absúrd, þetta er ójöfnuður og það er ekki hægt að byggja þjóðfélög á ójöfnuði,“ segir Elísabet. Hún segir flesta fasta í þeirri hugsun að boða til kosninga. Hún segist bjóða upp á óhefðbundna aðferð og stundum þurfi slíkar aðferðir. „Maðurinn sem allt snýst um þarf að geta sagt af sér og það sem ég er að segja er mín aðferð til að hjálpa honum, hvort sem hún tekst eða ekki.“ Spurð hvort hún tengist aflandsfélagi í skattaskjóli á einhvern hátt svarar hún því neitandi og bætir við: „Ég held að þetta sé ekki til, þetta er örugglega eitthvað sem er búið til.“Sturla Jónsson:„Mér finnst að menn ættu að eiga orð við Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands og spyrja hvað hann ætlar að gera í stöðunni þegar maður horfir til 15. og 24. greinum stjórnarskrárinnar. Það væri kannski vit í að skoða þessi mál út frá því sjónarhóli,“ segir Sturla sem segir starfsreglur í stjórnarskránni sem gilda og ef hegningarlögin gilda um sig og aðra í þjóðfélaginu þá gilda þau um ráðherra. „Miðað við fjölmiðlaumfjöllunina erlendis þá finnst mér þetta ekki standa vel gagnvart Íslandi á alþjóðavísu. Trúverðugleiki landsins sem slíkt er undir og þjóðarinnar í heild. Þetta er að snerta allt fólkið í landinu.“ Spurður hvort hann hafi einhver tengsl við aflandsfélag í skattaskjóli segist hann aldrei hafa orðið svo efnaður. „Hins vegar á ég tvær kennitölur sem ég hef ætlað að nota í jarðvinnufyrirtæki en það hefur aldrei komist af stað.“Guðmundur Franklín:Guðmundur hefur ritað nokkur orð um málið sem sjá má fyrir neðan. Hann segir það koma til greina að rjúfa þing. „Ef ekkert annað er hægt, eða koma á þjóðstjórn. Við lifum í þingræði og forsætisráðherrann ræður hvort hann rífur þing eða ekki.“ Hann segir að búið sé að stimpla Íslendinga erlendis og því erfitt að ávinna sér traust á ný „Eins og maður segir á ensku: We have spilled the beens. Ég held að það sé greinilega mjög erfitt. Sérstaklega af því við erum búin að vera í sjö til átta ár að vinna okkur úr þessu hruni og báðar ríkisstjórnir gert góða hluti. En það virðist vera farið út um gluggann með þessum upplýsingum og svo á eftir meira að koma í ljós og ég held að þetta verði alveg fram á sumar fréttir sem koma til með að æsa upp og spilla fyrir annars ágætis veðri sem við vorum búin að búa okkur til. Það má segja að það sé búið að rífa saumana af sárinu sem kom upp í hruninu og það vellur gröfturinn út.“ Hann segist ekki hafa tengst við aflandsfélög í skattaskjólum.Ég er vonsvikinn vegna þess að forsætisráðherra Íslands hefur enn ekki gert fyllilega grein fyrir aðkomu sinni að þessu...Posted by Guðmundur Franklín Jónsson on Monday, April 4, 2016Ástþór Magnússon:Ástþór hefur ávarpað Sigmund Davíð beint í myndbandi sem hann sendi frá sér á Facebook þar sem hann hvetur forsætisráðherrann til að stíga til hliðar. „Málið er að ég á mikið af vinum erlendis og fólk er að hafa við mig samband og spyr hvað sé í gangi? Þetta er að mínu mati að valda enn meira tjóni en sjálft hrunið af því þetta kemur í kjölfarið. Allar þessar fallegu sögur að við höfum endurreist landið og sett bankstera í fangelsið verður að engu með þessum fréttum. Ég er ekki að leggja neinn dóm á það hvort Sigmundur Davíð eða aðrir hafi gert eitthvað rangt, þetta er spurning um það að ef þeir segja ekki af sér strax þá getur það valdið ævarandi álitshnekki fyrir þjóð og getur skaðað okkur í viðskiptum og öllum sviðum um allan heim. Það þarf að senda þau skilaboð út að þeir hafi sagt af sér,“ segir Ástþór. Spurður hvort hann hafi eða hafi haft einhverskonar tengsl við aflandsfélög eða skattaskjól segist hann fyrir einhverjum þrjátíu árum að hafa verið með flugvél sem var skráð á Cayman-eyjum. „Það var þannig að flugskírteini voru þannig að þú þurftir að vera með skírteini í hverju landi fyrir sig og þá völdum menn að skrá flugvélar á svona svæði þar sem þeir tóku gild öll skírteini frá mismunandi löndum, Bandaríkjunum, Bretlandi, Skandinavíu og svoleiðis. Það eru einu afskiptin sem ég hef haft af svona og það eru þrjátíu ár síðan,“ segir Ástþór.Til Sigmundar DavíðsNauðsyn að þú Sigmundur hverfir úr stjórnarráðinu. Ímynd Íslands er mér sem forsetaframbjóðanda mikilvæg. DEILAPosted by Ástþór Magnússon on Sunday, April 3, 2016Hildur Þórðardóttir: „Fulltrúalýðræði þýðir ekki að menn hafi frítt spil á milli kosninga. Þeir verða að gæta siðferðis, þingmenn eru fyrirmyndir fyrir þjóðina og svo dansa limirnir eftir höfðinu,“ segir Hildur Þórðardóttir. „Ég vil að lýðræði nái fram að ganga og að vilji fólksins nái fram að ganga.“ Hildur hyggst mæta á mótmælin til þess að sýna samstöðu með þjóðinni. Hildi þykir eðlilegt að forseti grípi inn í á stundu sem þessari. „Ég myndi vilja fá vald frá fólkinu til þess. En mér finnst að forsetinn ætti að minnsta kosti að taka þá á teppið og spyrja þá hvort þeim sé stætt á að sitja áfram.“ Hildur segir afar mikilvægt að losa Ísland við sérhagsmunapot. „Mér finnst að af því að við erum að breyta þessu samfélagi að við verðum að stinga á öll svona kýli, við verðum að hreinsa alla spillingu og græðgi út. Það er alveg nauðsynlegt.“ Hildur lýsti því yfir á Facebook síðu sinni að hún hefði aldrei átt eignir í skattaskjóli. „Að gefnu tilefni tilkynnist hér með að ég hef aldrei átt reikninga í skattaskjólum eða félög skráð á aflandseyjum. Ég átti engan þátt í hruninu og hef ekki reynt að fela neina fjármuni neins staðar, hvorki fyrir né eftir hrun. Minn sparnaður er í Landsbankanum og kemur fram á skattframtölum.“ Þá hefur Hildur tjáð sig sérstaklega um málið á Facebook síðu sinni.Að gefnu tilefni tilkynnist hér með að ég hef aldrei átt reikninga í skattaskjólum eða félög skráð á aflandseyjum. Ég á...Posted by Hildur Þórðardóttir forsetaframboð 2016 on Sunday, April 3, 2016Ari Jósepsson: „Það þarf nú að rjúfa þetta þing bara. Ég er svoleiðis orðlaus,“ segir annar forsetaframbjóðandi, Ari Jósepsson. Hann segist hreinlega ekki hafa gert sér grein fyrir því að við Íslendingar byggjum í svo spilltu þjóðfélagi. „Svei mér þá. Maður hálfskammast sín fyrr að vera Íslendingur. En við verðum öll að standa saman.“ Hann segir að nú sé nauðsynlegt að laga stöðuna sem komin er upp í þjóðfélaginu, endurvekja traust almennings á Alþingi. „Óli [Ólafur Ragnar Grímsson forseti] er á leið til landsins og mun ábyggilega laga þetta. Sigmundur [Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra] mun segja af sér og þau Bjarni Benediktsson og Ólöf Nordal þurfa örugglega að fara frá líka.“ Ari var ánægður með Kastljós þáttinn og þótti hann ekki öfgafullur að nokkru leyti. Að hans mati ætti forseti landsins að láta til sín taka í málinu. „Hiklaust. Fara strax í þetta. Gera einhverja varastjórn til að byrja með og svo leyfa fólkinu að kjósa.“ Ari segist engar eignir eiga í skattaskjóli, hann eigi aðeins eina eign í Sandgerði. „En þegar ég var krakki þá átti ég lífeyrissparnað hjá Sunrise Financial í Bretlandi.“ Ari missti þó allan lífeyrinn í hruninu að eigin sögn. „Nafnið mitt var horfið og allt. Þannig að ég missti allt sem ég var búin að safna þar.“ Þá segist hann ekki þekkja neinn sem geymir fé í skattaskjóli.Guðrún Magrét Pálsdóttir„Ég er náttúrulega á móti undandrætti til skatts yfirhöfuð,“ segir forsetaframbjóðandinn og hjúkrunarfræðingurinn Guðrún Margrét Pálsdóttir. „En mér finnst þetta mannlegur harmleikur. Ég held að við þurfum að fara varlega í að kasta steinum og fara varlega í gífuryrði.“ Hún segist þó þeirrar skoðunar að allir verði að standa skil á sínu gagnvart þjóðinni og ávaxta féð sitt þar sem hún nýtur góðs af því líka. „Ég er á móti því að jarða menn. En það verður erfitt fyrir þá að halda áfram.“ Guðrún Margrét hafði ekki séð Kastljós þáttinn þegar Vísir náði af henni tali um hádegisbil í dag. Hún segir að hún myndi sem forseti ekki taka fram fyrir hendurnar á Alþingi í þessu máli. „Það er hlutverk þingsins. Ríkisstjórnin situr alltaf í umboði Alþingis. En ef þingið samþykkti vantrauststillögu þá er það náttúrulega forsetans að rjúfa þing.“ Hún hafði ekki hugsað sér að mæta á mótmælin í dag en segist vona að ráðamenn, þeir sem eigi í hlut, taki rétta ákvörðun út frá stöðunni sem komin er upp. „Þetta eyðileggur orðspor þjóðarinnar á alþjóðavettvangi.“Hrannar PéturssonHrannar segir mikilvægt fyrir samfélagið að komast til botns í ágreiningsmálum. „Hverrar gerðar sem þau eru. Það er líka mikilvægt að við höldum ró okkar þótt aðstæðurnar séu óvenjulegar. Við höfum svo sannarlega rétt á okkar skoðunum, en mér finnst brýnt að gleymum því ekki að koma fram við aðra af virðingu og hófsemd. Það á við um okkur öll,“ segir Hrannar. Spurður hvort honum finnist ástæða til að rjúfa þing segir hann að nú muni reyna á leikreglur lýðræðisins. „Sem eiga að tryggja að öll mál fái faglega meðferð á Alþingi. Forseti Íslands hefur aldrei í sögu lýðveldisins rofið þing að eigin frumkvæði og ég vil frekar sjá lýðræðislega afgreiðslu en sögulegt inngrip af hálfu forsetans,“ segir Hrannar. Hann segir hvorki sig né eiginkonu sína hafa haft tengsl við aflandsfélög.
Fréttir af flugi Panama-skjölin Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira