Heimir Örn býður sig fram til forseta Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. mars 2016 08:45 Heimir Örn Hólmarsson Heimir Örn Hólmarsson, rafmagnstæknifræðingur, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands en kosningar fara fram þann 25. júní næstkomandi. Heimir greinir frá framboði sínu í tilkynningu sem hann sendi fjölmiðlum í morgun en þar kemur meðal annars fram að Heimir telur að forsetinn verði að vera traustur leiðtogi og sýnilegur á mikilvægum viðburðum þjóðarinnar. Þá eigi hann jafnframt að beita sér í forvörnum. Auk Heimis hafa meðal annars þau Þorgrímur Þráinsson, Ástþór Magnússon og Hildur Þórðardóttir tilkynnt um framboð sitt til forseta. Tilkynningu Heimis má lesa í heild sinni hér að neðan:Nú fer að líða að forsetakosningum og fólk þarf að gera upp við sig hvaða kosti það vill sjá í nýjum forseta.Íslendingar þurfa á forseta að halda sem beitir sér enn frekar fyrir uppbyggingu innviða Íslands og er leiðandi afl innan íslensks samfélags. Forseti verður að vera traustur leiðtogi og sýnilegur á mikilvægum viðburðum þjóðarinnar. Þegar erfiðleikar steðja að íslensku samfélagi á hann að vera leiðandi afl skynsemi og rökhyggju.Forsetinn á að beita sér í forvörnum og það er mikilvægt að hann styðji vel við þá vitundarvakningu sem orðið hefur í samfélaginu undanfarin misseri.Forsetinn skal jafnframt sinna skyldum sínum á erlendri grundu og vera góð fyrirmynd Íslendinga út á við. Hann þarf að sinna opinberum heimsóknum en um leið er hann talsmaður lands og þjóðar og á að beita sér í landkynningu, kynningu menningar og lista sem og efla atvinnustarfssemi Íslendinga.Við staðfestingu lagafrumvarpa þarf forseti að vera traustur öryggisventill og gæta hagsmuna heildarinnar. Forseta ber jafnframt að taka tillit til þjóðarinnar.Það er von mín að þetta sé sú mynd sem þú hefur af embætti forseta Íslands og að þetta séu þær kröfur sem þú gerir til þess einstaklings sem gegnir þessu mikilvæga embætti. Jafnframt er það von mín að þú hafir þetta í huga þegar þú tekur ákvörðun þann 25. júní næstkomandi.Þær kröfur sem ég hef sett hér fram hafa verið mér afar hugleiknar undanfarin ár þar sem þetta eru þær kröfur sem ég hef einsett mér að standa undir. Ég hef engin virk tengsl við stjórnmála- eða fjármálaöfl, er kunnugur helstu greiningum sem gerðar eru við flókin verkefni, ég hef brennandi áhuga á hagsmunum Íslands og íslenskri menningu. Ég hef sinnt ýmsum trúnaðarskyldum, t.d. sem trúnaðarmaður, með setu í stjórn stéttarfélags míns og sem fulltrúi í samninganefndum, enda skipta hagsmunir almennings mig miklu máli. Ég vil auk þess vera ungu kynslóðinni góð fyrirmynd.Ég er rafmagnstæknifræðingur að mennt og er með meistaragráðu í verkefnastjórnun (MPM). Ég hef starfað í fluggeiranum í 10 ár í störfum sem hafa í senn verið tæknilega og lagalega krefjandi og öðlast þaðan töluverða reynslu á alþjóðavettvangi.Ég er rólegur og yfirvegaður í fasi, er góður í mannlegum samskiptum og á auðvelt með að vinna með fólki. Ég er fljótur að tileinka mér nýja þekkingu, afar metnaðargjarn og skipulagður í þeim verkefnum sem ég tek mér fyrir hendur. Gæði, öryggi og skipulag eru mér ofarlega í huga þegar kemur að vinnuumhverfi en þegar snýr að mannlega þættinum eru réttlæti, sanngirni og umburðarlyndi þau megingildi sem eru mér hugfangin.Að þessu sögðu vil ég bjóða fram þjónustu mína og býð mig því hér með fram til forseta Íslands 2016.Hægt er að fara á www.xheimir.is til að kynna sér framboðið betur. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Heimir Örn Hólmarsson, rafmagnstæknifræðingur, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands en kosningar fara fram þann 25. júní næstkomandi. Heimir greinir frá framboði sínu í tilkynningu sem hann sendi fjölmiðlum í morgun en þar kemur meðal annars fram að Heimir telur að forsetinn verði að vera traustur leiðtogi og sýnilegur á mikilvægum viðburðum þjóðarinnar. Þá eigi hann jafnframt að beita sér í forvörnum. Auk Heimis hafa meðal annars þau Þorgrímur Þráinsson, Ástþór Magnússon og Hildur Þórðardóttir tilkynnt um framboð sitt til forseta. Tilkynningu Heimis má lesa í heild sinni hér að neðan:Nú fer að líða að forsetakosningum og fólk þarf að gera upp við sig hvaða kosti það vill sjá í nýjum forseta.Íslendingar þurfa á forseta að halda sem beitir sér enn frekar fyrir uppbyggingu innviða Íslands og er leiðandi afl innan íslensks samfélags. Forseti verður að vera traustur leiðtogi og sýnilegur á mikilvægum viðburðum þjóðarinnar. Þegar erfiðleikar steðja að íslensku samfélagi á hann að vera leiðandi afl skynsemi og rökhyggju.Forsetinn á að beita sér í forvörnum og það er mikilvægt að hann styðji vel við þá vitundarvakningu sem orðið hefur í samfélaginu undanfarin misseri.Forsetinn skal jafnframt sinna skyldum sínum á erlendri grundu og vera góð fyrirmynd Íslendinga út á við. Hann þarf að sinna opinberum heimsóknum en um leið er hann talsmaður lands og þjóðar og á að beita sér í landkynningu, kynningu menningar og lista sem og efla atvinnustarfssemi Íslendinga.Við staðfestingu lagafrumvarpa þarf forseti að vera traustur öryggisventill og gæta hagsmuna heildarinnar. Forseta ber jafnframt að taka tillit til þjóðarinnar.Það er von mín að þetta sé sú mynd sem þú hefur af embætti forseta Íslands og að þetta séu þær kröfur sem þú gerir til þess einstaklings sem gegnir þessu mikilvæga embætti. Jafnframt er það von mín að þú hafir þetta í huga þegar þú tekur ákvörðun þann 25. júní næstkomandi.Þær kröfur sem ég hef sett hér fram hafa verið mér afar hugleiknar undanfarin ár þar sem þetta eru þær kröfur sem ég hef einsett mér að standa undir. Ég hef engin virk tengsl við stjórnmála- eða fjármálaöfl, er kunnugur helstu greiningum sem gerðar eru við flókin verkefni, ég hef brennandi áhuga á hagsmunum Íslands og íslenskri menningu. Ég hef sinnt ýmsum trúnaðarskyldum, t.d. sem trúnaðarmaður, með setu í stjórn stéttarfélags míns og sem fulltrúi í samninganefndum, enda skipta hagsmunir almennings mig miklu máli. Ég vil auk þess vera ungu kynslóðinni góð fyrirmynd.Ég er rafmagnstæknifræðingur að mennt og er með meistaragráðu í verkefnastjórnun (MPM). Ég hef starfað í fluggeiranum í 10 ár í störfum sem hafa í senn verið tæknilega og lagalega krefjandi og öðlast þaðan töluverða reynslu á alþjóðavettvangi.Ég er rólegur og yfirvegaður í fasi, er góður í mannlegum samskiptum og á auðvelt með að vinna með fólki. Ég er fljótur að tileinka mér nýja þekkingu, afar metnaðargjarn og skipulagður í þeim verkefnum sem ég tek mér fyrir hendur. Gæði, öryggi og skipulag eru mér ofarlega í huga þegar kemur að vinnuumhverfi en þegar snýr að mannlega þættinum eru réttlæti, sanngirni og umburðarlyndi þau megingildi sem eru mér hugfangin.Að þessu sögðu vil ég bjóða fram þjónustu mína og býð mig því hér með fram til forseta Íslands 2016.Hægt er að fara á www.xheimir.is til að kynna sér framboðið betur.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira