Pavel: Getum skráð KR í sögubækurnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. apríl 2016 11:30 Deildarmeistarar KR hafa beðið í tólf daga en fá loksins að spila þegar liðið tekur á móti Njarðvík í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Domino's-deildar karla. KR hefur orðið Íslandsmeistari síðustu tvö árin og virðist líklegast til að fara alla leið aftur í ár, þrátt fyrir að Ægir Þór Steinarsson sé farinn til Spánar. Pavel Ermolinskij segir að liðið eigi nú tækifæri til að rita nafn KR í sögubækurnar í körfuboltanum. „Þetta er stórt í ár. Ef okkur tekst að vinna þriðja titilinn í röð þýðir það að okkur hefur tekist að halda ákveðnum gæðastimpli á liðinu síðustu árin.“ „Og getum skráð okkur í sögubækurnar, tel ég, með því að búa til eitt besta lið allra tíma. Þetta skiptir okkur því miklu máli,“ sagði Pavel sem óttast ekki að menn missi sjónar af takmarkinu. „Þetta er ekki okkar fyrsta ródeó, eins og menn segja.“Reyndir karlar Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, segir að það komi sér ekki á óvart að Njarðvík hafi komist í undanúrslitin þrátt fyrir að hafa lent í sjöunda sæti í deildinni. „Þetta eru reyndir karlar og maður vissi að það væri bara tímaspursmál hvenær þeir kæmust í gang. Þeir eru að komast í gírinn á réttum tíma,“ sagði Finnur Freyr við Guðjón Guðmundsson um helgina. KR er þó ríkjandi deildarmeistari og fór auðveldlega í gegnum Grindavík í 8-liða úrslitunum, 3-0. Eftir góða pásu fær liðið loksins að spila aftur í kvöld þegar Njarðvíkingar koma í heimsókn. „Við þurfum að halda vel á spöðunum og eiga okkar bestu leiki til að eiga möguleika á þriðja Íslandsmeistaratitlinum í röð. En það er vissulega spennandi tilhugsun,“ sagði þjálfarinn.Vanir pressunni í KR Guðjón ræddi einnig við þá Helga Má Magnússon, Brynjar Þór Björnsson og Pavel en sá fyrstnefndi er að spila sitt síðasta tímabil í körfuboltanum. „Serían gegn Njarðvík í fyrra var rosaleg og við erum búnir að búa okkur undir hörkubaráttu. Við finnum auðvitað fyrir pressu í KR, eins og alltaf, en hún hefur engin áhrif á okkur. Við erum það vanir þessu í KR,“ segir Helgi Már sem grínaðist með að það hefði verið gott að losna við Ægi Þór. „Það var ofsalega fínt,“ sagði Helgi og brosti. „Nei, auðvitað skildu allir að hann vildi fara. En við erum þá með nánast sama mannskap og í fyrra og það er gott.“ Helgi segir að Njarðvík sé með sterkara lið en í fyrra en það hafi sett mark sitt á tímabilið í ár að Njarðvíkingar lentu í vandræðum með meiðsli og kanana sína. „Haukur hefur bætt miklu við liðið og þrátt fyrir að Stefan Bonneau sé ekki með býst ég við þeim töluvert sterkari en í fyrra.“Erfitt að finna hvatningu Brynjar Þór segist búinn að bíða eftir þessari stund, þegar komið er langt inn í úrslitakeppnina og allt er undir. „Þetta er erfiðasti veturinn hvað hvatningu varðar. Deildarkeppnin var erfiðari fyrir vikið. Nú reyndi meira á liðið og einstaklingana að koma með rétta hugarfarið,“ sagði Brynjar um veturinn sem er að baki. „En maður er búinn að gleyma tímabilinu. Það er frábær tilfinning þegar úrslitakeppnin byrjar,“ sagði Brynjar. Dominos-deild karla Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Sjá meira
Deildarmeistarar KR hafa beðið í tólf daga en fá loksins að spila þegar liðið tekur á móti Njarðvík í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Domino's-deildar karla. KR hefur orðið Íslandsmeistari síðustu tvö árin og virðist líklegast til að fara alla leið aftur í ár, þrátt fyrir að Ægir Þór Steinarsson sé farinn til Spánar. Pavel Ermolinskij segir að liðið eigi nú tækifæri til að rita nafn KR í sögubækurnar í körfuboltanum. „Þetta er stórt í ár. Ef okkur tekst að vinna þriðja titilinn í röð þýðir það að okkur hefur tekist að halda ákveðnum gæðastimpli á liðinu síðustu árin.“ „Og getum skráð okkur í sögubækurnar, tel ég, með því að búa til eitt besta lið allra tíma. Þetta skiptir okkur því miklu máli,“ sagði Pavel sem óttast ekki að menn missi sjónar af takmarkinu. „Þetta er ekki okkar fyrsta ródeó, eins og menn segja.“Reyndir karlar Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, segir að það komi sér ekki á óvart að Njarðvík hafi komist í undanúrslitin þrátt fyrir að hafa lent í sjöunda sæti í deildinni. „Þetta eru reyndir karlar og maður vissi að það væri bara tímaspursmál hvenær þeir kæmust í gang. Þeir eru að komast í gírinn á réttum tíma,“ sagði Finnur Freyr við Guðjón Guðmundsson um helgina. KR er þó ríkjandi deildarmeistari og fór auðveldlega í gegnum Grindavík í 8-liða úrslitunum, 3-0. Eftir góða pásu fær liðið loksins að spila aftur í kvöld þegar Njarðvíkingar koma í heimsókn. „Við þurfum að halda vel á spöðunum og eiga okkar bestu leiki til að eiga möguleika á þriðja Íslandsmeistaratitlinum í röð. En það er vissulega spennandi tilhugsun,“ sagði þjálfarinn.Vanir pressunni í KR Guðjón ræddi einnig við þá Helga Má Magnússon, Brynjar Þór Björnsson og Pavel en sá fyrstnefndi er að spila sitt síðasta tímabil í körfuboltanum. „Serían gegn Njarðvík í fyrra var rosaleg og við erum búnir að búa okkur undir hörkubaráttu. Við finnum auðvitað fyrir pressu í KR, eins og alltaf, en hún hefur engin áhrif á okkur. Við erum það vanir þessu í KR,“ segir Helgi Már sem grínaðist með að það hefði verið gott að losna við Ægi Þór. „Það var ofsalega fínt,“ sagði Helgi og brosti. „Nei, auðvitað skildu allir að hann vildi fara. En við erum þá með nánast sama mannskap og í fyrra og það er gott.“ Helgi segir að Njarðvík sé með sterkara lið en í fyrra en það hafi sett mark sitt á tímabilið í ár að Njarðvíkingar lentu í vandræðum með meiðsli og kanana sína. „Haukur hefur bætt miklu við liðið og þrátt fyrir að Stefan Bonneau sé ekki með býst ég við þeim töluvert sterkari en í fyrra.“Erfitt að finna hvatningu Brynjar Þór segist búinn að bíða eftir þessari stund, þegar komið er langt inn í úrslitakeppnina og allt er undir. „Þetta er erfiðasti veturinn hvað hvatningu varðar. Deildarkeppnin var erfiðari fyrir vikið. Nú reyndi meira á liðið og einstaklingana að koma með rétta hugarfarið,“ sagði Brynjar um veturinn sem er að baki. „En maður er búinn að gleyma tímabilinu. Það er frábær tilfinning þegar úrslitakeppnin byrjar,“ sagði Brynjar.
Dominos-deild karla Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti