Hitaði upp með Trump og vann sitt fyrsta mót Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. apríl 2016 08:00 Reynsluboltinn Jim Herman gerði sér lítið fyrir og fagnaði sigri á Opna Houston-golfmótinu um helgina. Það var hans fyrsti sigur á PGA-móti en þetta var 106. mótið hans á ferlinum. Herman tryggði sér þar með þátttökurétt á Masters-mótinu sem hefst á fimmtudag en hann var tárvotur þegar sigurinn var í höfn eftir að hafa spilað á 68 höggum á lokahringnum. Herman hitaði upp fyrir mótið með því að spila með bandaríska forsetaframbjóðandanum Donald Tromp en hann greindi frá því að Trump hafði á sínum tíma hjálpað honum að komast inn á PGA-mótaröðina. „Hann hjálpaði mér fjárhagslega. Skrifaði fyrir mig ávísun og gaf mér mikið sjálfstraust,“ sagði Herman sem starfaði á boðsmóti Trump í New Jersey fyrir áratug síðan. Þangað til í nótt hafði Herman aldrei komist nálægt því að vinna PGA-mót og aldrei tekið þátt í Masters-mótinu. Henrik Stenson endaði í öðru sæti eftir að hafa misst langt pútt fyrir fugli á átjándu holu. Jordan Spieth var sjö höggum á eftir Herman. Golf Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Reynsluboltinn Jim Herman gerði sér lítið fyrir og fagnaði sigri á Opna Houston-golfmótinu um helgina. Það var hans fyrsti sigur á PGA-móti en þetta var 106. mótið hans á ferlinum. Herman tryggði sér þar með þátttökurétt á Masters-mótinu sem hefst á fimmtudag en hann var tárvotur þegar sigurinn var í höfn eftir að hafa spilað á 68 höggum á lokahringnum. Herman hitaði upp fyrir mótið með því að spila með bandaríska forsetaframbjóðandanum Donald Tromp en hann greindi frá því að Trump hafði á sínum tíma hjálpað honum að komast inn á PGA-mótaröðina. „Hann hjálpaði mér fjárhagslega. Skrifaði fyrir mig ávísun og gaf mér mikið sjálfstraust,“ sagði Herman sem starfaði á boðsmóti Trump í New Jersey fyrir áratug síðan. Þangað til í nótt hafði Herman aldrei komist nálægt því að vinna PGA-mót og aldrei tekið þátt í Masters-mótinu. Henrik Stenson endaði í öðru sæti eftir að hafa misst langt pútt fyrir fugli á átjándu holu. Jordan Spieth var sjö höggum á eftir Herman.
Golf Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira