Mikilvægt að sjúklingar tilkynni um aukaverkanir Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 2. apríl 2016 07:00 Tilkynnt var um átta alvarlegar aukaverkanir á síðasta ári. Sjúklingar geta sjálfir sent inn tilkynningu um aukaverkun á heimasíðu Lyfjastofnunar. vísir/vilhelm Árið 2015 bárust Lyfjastofnun 105 aukaverkanatilkynningar, átta þeirra vörðuðu alvarlegar aukaverkanir. Í svari Lyfjastofnunar varðandi það umhvaða lyf var að ræða, kemur fram að tilkynnt var um heilablóðfall og blóðtappa hjá konu sem tók getnaðarvarnarhormón, lífshættulegt ástand hjá sjúklingi sem tók hjartasjúkdómalyf og nýrnabilun hjá sjúklingi sem tók bólgueyðandi lyf og gigtarlyf. Ennfremur hafði einstaklingur misst tímabundið mátt í útlimum í kjölfar bólusetningar og lífshætta skapaðist eftir að konu var gefið legherpandi lyf í tengslum við fæðingu, barnið fæddist með merki fósturstreitu en jafnaði sig að fullu. Jafnframt var einstaklingur með sjúkdóm í miðtaugakerfi lagður inn á sjúkrahús með flogakast og kippi, eftir að hafa reykt rafrettu. Stofnunin bendir á að ekki megi draga þá ályktun að þessi lyf séu hættulegri en önnur og að ekki hafi verið sýnt fram á að þau hafi orsakað framagreind einkenni í þessum tilfellum. Fyrir utan tilkynningarnar sem vörðuðu bóluefnið og rafrettuna er tilsvarandi einkenna þó getið sem þekktra aukaverkana í opinberum lyfjatextum viðkomandi lyfja. Opinberir lyfjatextar eru svokölluð samantekt á eiginleikum lyfs, sem ætluð er heilbrigðisstarfsfólki, og fylgiseðilinn sem í pakkningu lyfsins. Lyfjastofnun minnir á mikilvægi þess að hafa viðbúinn ávinning meðferðar ætíð í huga þegar lagt er mat hugsanlega áhættu. Í svari stofnunarinnar segir jafnframt: „Ef fram koma óþægindi á meðan einstaklingur er að nota lyf er alls ekki öruggt að þau séu vegna lyfsins. Það er þó mikilvægt að sjúklingar segi læknum sínum frá slíku og læknir getur tilkynnt Lyfjastofnun um óþægindi sem talin eru geta tengst lyfinu. Það eru þó ekki aðeins læknar sem geta tilkynnt um mögulegar aukaverkanir lyfja, það geta í raun allir gert. Það er mikilvægt að lyfjayfirvöld fái slíkar tilkynningar, einkum ef um alvarleg einkenni er að ræða. Á heimasíðu Lyfjastofnunar eru leiðbeiningar og rafræn eyðublöð til að nota við tilkynningar ef grunur er um aukaverkanir lyfja.“ Dæmi um ráðstafanir sem oft er gripið til eru breyttar ráðleggingar um notkun lyfsins. „Ef lyfjayfirvöldum þykir nauðsynlegt að læknar og sjúklingar fái upplýsingar umfram þær sem eru í opinberum lyfjatextum geta þau farið fram á viðbótaraðgerðir til að lágmarka áhættu. Dæmi um slíkar aðgerðir er útgáfa sérstakra bréfa fyrir lækna eða fræðsluefnis fyrir heilbrigðisstarfsfólk og sjúklinga,“segir í svari Lyfjastofnunar. Í einstaka tilfellum kemur fyrir að nýjar upplýsingar um fjölda eða alvarleika aukaverkana leiði til þess að taka þurfi lyf af markaði.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. apríl. Rafrettur Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Árið 2015 bárust Lyfjastofnun 105 aukaverkanatilkynningar, átta þeirra vörðuðu alvarlegar aukaverkanir. Í svari Lyfjastofnunar varðandi það umhvaða lyf var að ræða, kemur fram að tilkynnt var um heilablóðfall og blóðtappa hjá konu sem tók getnaðarvarnarhormón, lífshættulegt ástand hjá sjúklingi sem tók hjartasjúkdómalyf og nýrnabilun hjá sjúklingi sem tók bólgueyðandi lyf og gigtarlyf. Ennfremur hafði einstaklingur misst tímabundið mátt í útlimum í kjölfar bólusetningar og lífshætta skapaðist eftir að konu var gefið legherpandi lyf í tengslum við fæðingu, barnið fæddist með merki fósturstreitu en jafnaði sig að fullu. Jafnframt var einstaklingur með sjúkdóm í miðtaugakerfi lagður inn á sjúkrahús með flogakast og kippi, eftir að hafa reykt rafrettu. Stofnunin bendir á að ekki megi draga þá ályktun að þessi lyf séu hættulegri en önnur og að ekki hafi verið sýnt fram á að þau hafi orsakað framagreind einkenni í þessum tilfellum. Fyrir utan tilkynningarnar sem vörðuðu bóluefnið og rafrettuna er tilsvarandi einkenna þó getið sem þekktra aukaverkana í opinberum lyfjatextum viðkomandi lyfja. Opinberir lyfjatextar eru svokölluð samantekt á eiginleikum lyfs, sem ætluð er heilbrigðisstarfsfólki, og fylgiseðilinn sem í pakkningu lyfsins. Lyfjastofnun minnir á mikilvægi þess að hafa viðbúinn ávinning meðferðar ætíð í huga þegar lagt er mat hugsanlega áhættu. Í svari stofnunarinnar segir jafnframt: „Ef fram koma óþægindi á meðan einstaklingur er að nota lyf er alls ekki öruggt að þau séu vegna lyfsins. Það er þó mikilvægt að sjúklingar segi læknum sínum frá slíku og læknir getur tilkynnt Lyfjastofnun um óþægindi sem talin eru geta tengst lyfinu. Það eru þó ekki aðeins læknar sem geta tilkynnt um mögulegar aukaverkanir lyfja, það geta í raun allir gert. Það er mikilvægt að lyfjayfirvöld fái slíkar tilkynningar, einkum ef um alvarleg einkenni er að ræða. Á heimasíðu Lyfjastofnunar eru leiðbeiningar og rafræn eyðublöð til að nota við tilkynningar ef grunur er um aukaverkanir lyfja.“ Dæmi um ráðstafanir sem oft er gripið til eru breyttar ráðleggingar um notkun lyfsins. „Ef lyfjayfirvöldum þykir nauðsynlegt að læknar og sjúklingar fái upplýsingar umfram þær sem eru í opinberum lyfjatextum geta þau farið fram á viðbótaraðgerðir til að lágmarka áhættu. Dæmi um slíkar aðgerðir er útgáfa sérstakra bréfa fyrir lækna eða fræðsluefnis fyrir heilbrigðisstarfsfólk og sjúklinga,“segir í svari Lyfjastofnunar. Í einstaka tilfellum kemur fyrir að nýjar upplýsingar um fjölda eða alvarleika aukaverkana leiði til þess að taka þurfi lyf af markaði.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. apríl.
Rafrettur Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira