Fótbolti

Augsburg er í vondum málum eftir tap gegn Mainz

Alfreð Finnbogason og Francisco da Silva Caiuby.
Alfreð Finnbogason og Francisco da Silva Caiuby. Vísir/Getty
Alfreð Finnbogason og félagar hans í Augsburg eru í slæmum málum eftir 2-4 tap gegn Mainz á útivelli í efstu deildinni í Þýskalandi. Alfreð lék allan leikinn fyrir Augsburg en náði ekki að skora.

Augsburg komst yfir snemma leiks og staðan í hálfleik var 2-2. Mainz tók hins vegar leikinn í sínar hendur í þeim síðari og fór að lokum með nokkuð öruggan sigur af hólmi.

Augsburg er í 15. sæti með 27 stig þegar sex umferðir eru eftir af deildinni. Botnbaráttan er gríðarlega hörð en Frankfurt og Hoffenheim eru einnig með 27 stig en Hoffenheim á leik til góða á hin liðin.

FC Bayern situr sem fyrr á toppi deildarinnar eftir 1-0 sigur á heimavelli gegn Frankfurt. Franck Ribery skoraði sigurmarkið á 20. mínútu.

Önnur úrslit:

Darmstadt - Stuttgart 2-2

Hannover - Hamburger 0-3

Ingolstadt - Schalke 3-0








Fleiri fréttir

Sjá meira


×