Umhverfisráðherra ánægð með faglega vinnu verkefnisstjórnar Heimir Már Pétursson skrifar 1. apríl 2016 13:16 Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra er ánægð með vinnu verkefnisstjórnar um rammaáætlun sem skilaði af sér drögum að tillögum um virkjanakosti í gær. Hún segir verkefnisstjornina hafa unnið faglega að málum og hún vonist til að geta lagt fram frumvarp í haust sem verði í anda lokatillagna hennar. Verkefnisstjórn fyrir undirbúning þriðju rammaáætlunarinnar um vernd og orkunýtingu landsvæða leggur til sjö nýja virkjanakosti í drögunum sem kynnt voru í gær. Það eru Skrokkölduvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun á Þjórsársvæðinu. Austurengjar á Krýsuvíkursvæði, Hverahlíð II og Þverárdalur á Hengilssvæði og svo Blöndulundur. „Fyrst og fremst er mér þakklæti í huga til verkefnisstjórnarinnar og þeirrar samstöðu sem þar kom fram . Öll verkefnisstjórnin er einhuga á bakvið þetta verklag,“ segir Sigrún. Hún hafi skynjað mikla ánægju með niðurstöðuna á kynningarfundi tillagnanna í gær þar sem fulltrúar helstu hagsmunaaðila voru mættir. „Menn skynjuðu út í gegn að það var ekki geðþóttaákvörðun sem þarna réði för. Heldur unnu menn þetta vandasama verk að flokka eftir því verklagi sem verkefnisstjórn er falið samkvæmt lögum og reglugerðum,“ segir umhverfisráðherra. Miklar deilur urðu um virkjanamál á Alþingi í fyrra þegar Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar lagði fram breytingatillögu um átta nýjar virkjanir til viðbótar við Hvammsvirkjun, sem þáverandi umhverfisráðherra hafði lagt til að færi í nýtingarflokk. Sumar þeirra virkjana sem verkefnisstjórnin leggur nú til að fari í nýtingu voru í tillögum Jóns en deilurnar snérust um að hann væri að ganga framhjá verkefnisstjórninni sem ætti eftir að skila af sér. Sigrún segist alltaf hafa lagt áherslu á að verkefnisstjórnin fengi að vinna sitt starf samkvæmt gildandi lögum. „Þetta er í fyrsta skipti sem það er gert og ég þurfti að standa dálítið fast á mínu til að halda því í gegn. Fara ekki að hrófla við því. Þetta er ákveðin jafnvægisslá sem við erum á. Ég bara vona að menn sjái það núna að þetta verkfæri sem Alþingi bjó til hafi unnið nákvmlega eins og það átti að gera og það verði sæmileg sátt um þá niðurstöðu sem þannig er fundin,“ segir Sigrún. Að loknu umsagnaferli sem nú er að hefjast mun umhverfisráðherra taka afstöðu til lokatillagna verkefnisstjórnar og leggja fram þingsályktunartillögu á Alþingi næsta haust um nýtingu og vernd landsvæða. Alþingi Tengdar fréttir Þrjár stórár í vernd en Þjórsá virkjuð Allir virkjunarkostirnir í neðri hluta Þjórsár verða í nýtingarflokki að óbreyttum tillögum verkefnastjórnar Rammaáætlunar. Stórárnar Skjálfandafljót, Héraðsvötn og Skaftá verða verndaðar. Fyrstu viðbrögð verndunar- og virkjuna 1. apríl 2016 07:00 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Sjá meira
Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra er ánægð með vinnu verkefnisstjórnar um rammaáætlun sem skilaði af sér drögum að tillögum um virkjanakosti í gær. Hún segir verkefnisstjornina hafa unnið faglega að málum og hún vonist til að geta lagt fram frumvarp í haust sem verði í anda lokatillagna hennar. Verkefnisstjórn fyrir undirbúning þriðju rammaáætlunarinnar um vernd og orkunýtingu landsvæða leggur til sjö nýja virkjanakosti í drögunum sem kynnt voru í gær. Það eru Skrokkölduvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun á Þjórsársvæðinu. Austurengjar á Krýsuvíkursvæði, Hverahlíð II og Þverárdalur á Hengilssvæði og svo Blöndulundur. „Fyrst og fremst er mér þakklæti í huga til verkefnisstjórnarinnar og þeirrar samstöðu sem þar kom fram . Öll verkefnisstjórnin er einhuga á bakvið þetta verklag,“ segir Sigrún. Hún hafi skynjað mikla ánægju með niðurstöðuna á kynningarfundi tillagnanna í gær þar sem fulltrúar helstu hagsmunaaðila voru mættir. „Menn skynjuðu út í gegn að það var ekki geðþóttaákvörðun sem þarna réði för. Heldur unnu menn þetta vandasama verk að flokka eftir því verklagi sem verkefnisstjórn er falið samkvæmt lögum og reglugerðum,“ segir umhverfisráðherra. Miklar deilur urðu um virkjanamál á Alþingi í fyrra þegar Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar lagði fram breytingatillögu um átta nýjar virkjanir til viðbótar við Hvammsvirkjun, sem þáverandi umhverfisráðherra hafði lagt til að færi í nýtingarflokk. Sumar þeirra virkjana sem verkefnisstjórnin leggur nú til að fari í nýtingu voru í tillögum Jóns en deilurnar snérust um að hann væri að ganga framhjá verkefnisstjórninni sem ætti eftir að skila af sér. Sigrún segist alltaf hafa lagt áherslu á að verkefnisstjórnin fengi að vinna sitt starf samkvæmt gildandi lögum. „Þetta er í fyrsta skipti sem það er gert og ég þurfti að standa dálítið fast á mínu til að halda því í gegn. Fara ekki að hrófla við því. Þetta er ákveðin jafnvægisslá sem við erum á. Ég bara vona að menn sjái það núna að þetta verkfæri sem Alþingi bjó til hafi unnið nákvmlega eins og það átti að gera og það verði sæmileg sátt um þá niðurstöðu sem þannig er fundin,“ segir Sigrún. Að loknu umsagnaferli sem nú er að hefjast mun umhverfisráðherra taka afstöðu til lokatillagna verkefnisstjórnar og leggja fram þingsályktunartillögu á Alþingi næsta haust um nýtingu og vernd landsvæða.
Alþingi Tengdar fréttir Þrjár stórár í vernd en Þjórsá virkjuð Allir virkjunarkostirnir í neðri hluta Þjórsár verða í nýtingarflokki að óbreyttum tillögum verkefnastjórnar Rammaáætlunar. Stórárnar Skjálfandafljót, Héraðsvötn og Skaftá verða verndaðar. Fyrstu viðbrögð verndunar- og virkjuna 1. apríl 2016 07:00 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Sjá meira
Þrjár stórár í vernd en Þjórsá virkjuð Allir virkjunarkostirnir í neðri hluta Þjórsár verða í nýtingarflokki að óbreyttum tillögum verkefnastjórnar Rammaáætlunar. Stórárnar Skjálfandafljót, Héraðsvötn og Skaftá verða verndaðar. Fyrstu viðbrögð verndunar- og virkjuna 1. apríl 2016 07:00