Bjarni segir ómerkilegt að setja alla á sömu hillu í skattaskjólum Heimir Már Pétursson skrifar 19. apríl 2016 20:01 Fjármálaráðherra segir stjórnvöld hafa gripið til ýmissa aðgerða til að sporna gegn skattsvikum í gegnum skattaskjól, bæði áður og eftir að aflandsmál fyrrverandi forsætisráðherra komu upp. Hann svaraði þó ekki spurningu formanns Vinstri grænna á Alþingi í dag um hvort þingið ætti að setja af stað rannsókn á aflandsmálum Íslendinga almennt. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði í sérstökum umræðum um skattaskjól á Alþingi í dag, að það hefði komið mörgum á óvart hversu mörg félög í skattaskjólum væru tengd Íslendingum. Þótt íslensk stjórnvöld hefðu gert upplýsingaskiptasamninga við önnur ríki og innleitt alþjóðlegar reglur OECD sem auðvelduðu skattheimtu af eignum í skattaskjólum mætti gera betur. Það sæist m.a. á viðbrögðum forsetum Bandaríkjanna og Frakklands og fleiri. „En þeir sem berjast gegn þessu, og það eru æ fleiri, segja að þetta grafi undan velferðarsamfélögunum, þetta grafi undan heilbrigðu atvinnulífi í heimalandinu,“ sagði Katrín. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda því til haga að íslensk stjórnvöld hefðu nú þegar brugðist við þessum vanda. Þeir væru meðal fyrstu þjóða til að innleiða CFC reglur OECD ríkjanna og hafi gert 44 upplýsingaskiptasamninga, nú síðast hinn 12. apríl. Þá væri Ísland í samstarfi við OECD um nánara samstarf á þessum sviðum. „Við höfum nýverið klárað fleiri upplýsingaskiptasamninga. Við höfum keypt gögnin sem skattrannsóknarstjóri hefur haft til meðferðar; sem var einstök aðgerð og hefur vakið mikla athygli á alþjóðlegum vettvangi. Að Íslendingar skyldu hafa stigið það skref langt á undan mörgum öðrum,“ sagði Bjarni. Katrín gekk hins vegar eftir því við fjármálaráðherra hvort ekki væri nauðsynlegt að Alþingi rannsakaði þessi mál eins og franska þingið hefði ákveðið en ráðherra svaraði því ekki beint. „Menn vilja setja á sömu hilluna þá sem hafa gert hreint fyrir sínum dyrum, hafa ekkert að fela og hafa fylgt íslenskum lögum og reglum og hina sem eru að fela sig og reyna að komast undan sanngjarnri skattlagningu. Þetta finnst mér ómerkilegt. Ég ætla bara að taka það fram,“ sagði Bjarni Benediktsson.Snúist ekki bara um skil á skatti Katrín Jakobsdóttir sagðist ekki ánægð með þessi svör Bjarna og sagði tvennt standa upp úr. „Annars vegar það að málið snýst um tilvist þessara skattaskjóla, tilvist aflandsfélaga og þá leynd og það ógagnsæi og skort á regluverki sem einkennir þau. Þannig að þetta snýst ekki bara um skil á skatti. Þetta snýst líka um þessar hliðar og mér finnst að við eigum að taka upp baráttuna gegn því með miklu meira afgerandi hætti.“ Þá segist hún einnig hafa spurt fjármálaráðherra hvort hann væri fylgjandi því að Alþingi léti fara fram rannsókn á tengslum Íslendinga við aflandsfélög. „Ég fékk ekki skýr svör við því og hefði viljað fá skýrari svör við því.“ Katrín sagði þjóðarleiðtoga víða um í hinum vestræna heimi vera að berjast gegn tilvist þessara skjóla þar sem þau grafi undan því regluverki sem hafi verið samþykkt og undan heilbrigðri eðlilegri samkeppni. Katrín sagði einnig frá því að eftir að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hafi tilkynnt framboð sitt í gær hafi einhverjir haft samband við hana um að hún byði sig fram gegn Ólafi. Hún sagði það þó ekki breyta sinni ákvörðun. Hún ætli ekki að bjóða sig fram til forseta. Alþingi Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Sjá meira
Fjármálaráðherra segir stjórnvöld hafa gripið til ýmissa aðgerða til að sporna gegn skattsvikum í gegnum skattaskjól, bæði áður og eftir að aflandsmál fyrrverandi forsætisráðherra komu upp. Hann svaraði þó ekki spurningu formanns Vinstri grænna á Alþingi í dag um hvort þingið ætti að setja af stað rannsókn á aflandsmálum Íslendinga almennt. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði í sérstökum umræðum um skattaskjól á Alþingi í dag, að það hefði komið mörgum á óvart hversu mörg félög í skattaskjólum væru tengd Íslendingum. Þótt íslensk stjórnvöld hefðu gert upplýsingaskiptasamninga við önnur ríki og innleitt alþjóðlegar reglur OECD sem auðvelduðu skattheimtu af eignum í skattaskjólum mætti gera betur. Það sæist m.a. á viðbrögðum forsetum Bandaríkjanna og Frakklands og fleiri. „En þeir sem berjast gegn þessu, og það eru æ fleiri, segja að þetta grafi undan velferðarsamfélögunum, þetta grafi undan heilbrigðu atvinnulífi í heimalandinu,“ sagði Katrín. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda því til haga að íslensk stjórnvöld hefðu nú þegar brugðist við þessum vanda. Þeir væru meðal fyrstu þjóða til að innleiða CFC reglur OECD ríkjanna og hafi gert 44 upplýsingaskiptasamninga, nú síðast hinn 12. apríl. Þá væri Ísland í samstarfi við OECD um nánara samstarf á þessum sviðum. „Við höfum nýverið klárað fleiri upplýsingaskiptasamninga. Við höfum keypt gögnin sem skattrannsóknarstjóri hefur haft til meðferðar; sem var einstök aðgerð og hefur vakið mikla athygli á alþjóðlegum vettvangi. Að Íslendingar skyldu hafa stigið það skref langt á undan mörgum öðrum,“ sagði Bjarni. Katrín gekk hins vegar eftir því við fjármálaráðherra hvort ekki væri nauðsynlegt að Alþingi rannsakaði þessi mál eins og franska þingið hefði ákveðið en ráðherra svaraði því ekki beint. „Menn vilja setja á sömu hilluna þá sem hafa gert hreint fyrir sínum dyrum, hafa ekkert að fela og hafa fylgt íslenskum lögum og reglum og hina sem eru að fela sig og reyna að komast undan sanngjarnri skattlagningu. Þetta finnst mér ómerkilegt. Ég ætla bara að taka það fram,“ sagði Bjarni Benediktsson.Snúist ekki bara um skil á skatti Katrín Jakobsdóttir sagðist ekki ánægð með þessi svör Bjarna og sagði tvennt standa upp úr. „Annars vegar það að málið snýst um tilvist þessara skattaskjóla, tilvist aflandsfélaga og þá leynd og það ógagnsæi og skort á regluverki sem einkennir þau. Þannig að þetta snýst ekki bara um skil á skatti. Þetta snýst líka um þessar hliðar og mér finnst að við eigum að taka upp baráttuna gegn því með miklu meira afgerandi hætti.“ Þá segist hún einnig hafa spurt fjármálaráðherra hvort hann væri fylgjandi því að Alþingi léti fara fram rannsókn á tengslum Íslendinga við aflandsfélög. „Ég fékk ekki skýr svör við því og hefði viljað fá skýrari svör við því.“ Katrín sagði þjóðarleiðtoga víða um í hinum vestræna heimi vera að berjast gegn tilvist þessara skjóla þar sem þau grafi undan því regluverki sem hafi verið samþykkt og undan heilbrigðri eðlilegri samkeppni. Katrín sagði einnig frá því að eftir að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hafi tilkynnt framboð sitt í gær hafi einhverjir haft samband við hana um að hún byði sig fram gegn Ólafi. Hún sagði það þó ekki breyta sinni ákvörðun. Hún ætli ekki að bjóða sig fram til forseta.
Alþingi Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Sjá meira