Sport

Conor segist vera hættur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Conor McGregor, UFC-bardagakappi, birti óvænta færslu á Twitter-síðu sinni í kvöld.

Eins og sjá má á henni segist hann einfaldlega ætla að hætta að ungur. Hann þakkar fyrir sig og segir „sjáumst“.

Það er óhætt að segja tíðindin yrðu afar óvænt ef þetta reynist rétt. Conor McGregor er nú staddur á Íslandi og er að æfa með Gunnari Nelson sem er að undirbúa sig fyrir bardaga þann 8. maí.

Næsti bardagi McGregor verður gegn Nate Diaz á UFC 200 í Las Vegas en Diaz vann óvæntan sigur á Íranum sterka fyrr í vetur.

Það verður að teljast afar ólíklegt að McGregor sé hættur og að færslan sé aðeins hönnuð til að færa sviðsljósið að honum á nýjan leik.

MMA

Tengdar fréttir

MMA-bardagakappi lést eftir bardaga í Dublin

Portúgalinn Joao Carvalho barðist á Total Extreme bardagakvöldi í Dublin á laugardag og hlaut mikinn höfuðskaða. Þau leiddu hann að lokum til dauða.

Conor kemur til Íslands í dag

Gunnar Nelson fær góða aðstoð við undirbúning sinn fyrir bardagann gegn Albert Tumenov sem fer fram í Rotterdam 8. maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×