Þorsteinn Már: Ég mæti bara og spila fótbolta 19. apríl 2016 09:30 Íþróttadeild 365 spáir Víkingi Ólafsvík 11. sætinu í Pepsi-deild karla eins og kom fram í morgun. Sóknarmaðurinn Þorsteinn Már Ragnarsson segir að það sé þó skýrt hjá hans mönnum að Víkingur muni ekki falla úr Pepsi-deildinni í ár. „Það kemur okkur ekki á óvart að þið spáið okkur falli enda nýliðar í deildinni. En við reynum bara að afsanna það,“ sagði Þorsteinn Már en viðtalið má sjá allt hér fyrir ofan. Hann segir að Víkingar séu sáttir við undirbúningstímabilið. „Við töpuðum ekki leik og fengum fá mörk á okkur. En við erum með tvö hópa - annan í Ólafsvík og hinn í Reykjavík og það mætti auðvitað vera betra. En við vorum að koma frá Spáni og erum að verða tilbúnir.“Eins og svart og hvítt Þorsteinn Már er kominn aftur „heim“ í Víking eftir nokkurra ára dvöl í KR þar sem hann fékk oft minna að spila en hann kaus sjálfur. Hann viðurkennir að það sé mikill munur á félögunum. „Þetta er eins og svart og hvítt. Það verður bara að viðurkennast. Við Ólsarar erum ekki með alveg nógu góða aðstöðu og æfum til dæmis inni á handboltavelli - á dúki.“ „Það er ekki hægt að bera þetta saman, hvað aðstöðuna varðar,“ segir Þorsteinn sem segir það gott að liðið náði að styrkja sig með mörgum íslenskum leikmönnum í vetur. „Það er frábært að fá Íslendinga. Það hefur gengið erfiðlega að fá þá vestur. En það er gott fyrir liðið að fá þá. Það eru allir vel gíraðir fyrir sumrinu og allir að verða klárir.“Óeðlilegt ef Ejub myndi ekki æsa sig Ejub Purisevic hefur afrekað að koma Víkingi upp í Pepsi-deildina tvívegis á skömmum tíma en Þorsteinn Már lýsir honum sem ströngum en sanngjörnum þjálfara. „Menn vita alveg hvað þeir eiga að gera. Það fá allir sitt hlutverk og það er ekkert flóknara en það. Hann skilar sínu með aga og festu.“ „Hann hefur gert ótrúlega hluti miðað við aðstöðu - að koma liðinu úr 3. deildinni og í Pepsi-deildina. Fólk áttar sig því kannski ekki alveg á því sem hann hefur náð að gera og samhenginu sem er þarna á milli.“ Ejub hefur ávallt verið líflegur á hliðarlínunni og Þorsteinn Már reiknar ekki með öðru í ár. „Hann heldur bara sínu striki. Það væri óeðlilegt ef hann væri ekki að æsa sig.“Hefði viljað spila meira í KR Þorsteinn Már upplifði stundum sérstaka tíma í KR og sérstaklega á síðasta tímabili þegar hann var þrálátlega orðaður við Ólafsvíkinga. Hann lætur þó ekki fjölmiðlaathygli á sig fá. „Ég æsi mig ekki yfir svona hlutum. Ég mæti bara og spila fótbolta fyrir það lið sem ég er í. Ég er mjög sáttur við minn tíma í KR en það eina sem ég hefði viljað var að spila meira.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2016: Víkingur Ó. hafnar í 11. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Víkings Ólafsvíkur 11. og næst neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2016 09:00 Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Fleiri fréttir „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Sjá meira
Íþróttadeild 365 spáir Víkingi Ólafsvík 11. sætinu í Pepsi-deild karla eins og kom fram í morgun. Sóknarmaðurinn Þorsteinn Már Ragnarsson segir að það sé þó skýrt hjá hans mönnum að Víkingur muni ekki falla úr Pepsi-deildinni í ár. „Það kemur okkur ekki á óvart að þið spáið okkur falli enda nýliðar í deildinni. En við reynum bara að afsanna það,“ sagði Þorsteinn Már en viðtalið má sjá allt hér fyrir ofan. Hann segir að Víkingar séu sáttir við undirbúningstímabilið. „Við töpuðum ekki leik og fengum fá mörk á okkur. En við erum með tvö hópa - annan í Ólafsvík og hinn í Reykjavík og það mætti auðvitað vera betra. En við vorum að koma frá Spáni og erum að verða tilbúnir.“Eins og svart og hvítt Þorsteinn Már er kominn aftur „heim“ í Víking eftir nokkurra ára dvöl í KR þar sem hann fékk oft minna að spila en hann kaus sjálfur. Hann viðurkennir að það sé mikill munur á félögunum. „Þetta er eins og svart og hvítt. Það verður bara að viðurkennast. Við Ólsarar erum ekki með alveg nógu góða aðstöðu og æfum til dæmis inni á handboltavelli - á dúki.“ „Það er ekki hægt að bera þetta saman, hvað aðstöðuna varðar,“ segir Þorsteinn sem segir það gott að liðið náði að styrkja sig með mörgum íslenskum leikmönnum í vetur. „Það er frábært að fá Íslendinga. Það hefur gengið erfiðlega að fá þá vestur. En það er gott fyrir liðið að fá þá. Það eru allir vel gíraðir fyrir sumrinu og allir að verða klárir.“Óeðlilegt ef Ejub myndi ekki æsa sig Ejub Purisevic hefur afrekað að koma Víkingi upp í Pepsi-deildina tvívegis á skömmum tíma en Þorsteinn Már lýsir honum sem ströngum en sanngjörnum þjálfara. „Menn vita alveg hvað þeir eiga að gera. Það fá allir sitt hlutverk og það er ekkert flóknara en það. Hann skilar sínu með aga og festu.“ „Hann hefur gert ótrúlega hluti miðað við aðstöðu - að koma liðinu úr 3. deildinni og í Pepsi-deildina. Fólk áttar sig því kannski ekki alveg á því sem hann hefur náð að gera og samhenginu sem er þarna á milli.“ Ejub hefur ávallt verið líflegur á hliðarlínunni og Þorsteinn Már reiknar ekki með öðru í ár. „Hann heldur bara sínu striki. Það væri óeðlilegt ef hann væri ekki að æsa sig.“Hefði viljað spila meira í KR Þorsteinn Már upplifði stundum sérstaka tíma í KR og sérstaklega á síðasta tímabili þegar hann var þrálátlega orðaður við Ólafsvíkinga. Hann lætur þó ekki fjölmiðlaathygli á sig fá. „Ég æsi mig ekki yfir svona hlutum. Ég mæti bara og spila fótbolta fyrir það lið sem ég er í. Ég er mjög sáttur við minn tíma í KR en það eina sem ég hefði viljað var að spila meira.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2016: Víkingur Ó. hafnar í 11. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Víkings Ólafsvíkur 11. og næst neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2016 09:00 Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Fleiri fréttir „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Sjá meira
Pepsi-spáin 2016: Víkingur Ó. hafnar í 11. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Víkings Ólafsvíkur 11. og næst neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2016 09:00