Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Haukar 67-54 | Haukar steinlágu án Helenu Stefán Árni Pálsson í Fjárhúsinu skrifar 18. apríl 2016 20:45 Úr leik Snæfells og Hauka. vísir/stefán Snæfell jafnaði einvígið gegn Haukum í 1-1 þegar liðið vann góðan sigur, 69-52, í Stykkishólmi í kvöld. Haukar voru án Helenu Sverrisdóttur sem missti af leiknum vegna meiðsla. Ekki eitt einasta stig var skoraði í leiknum á fyrstu tveimur mínútum leiksins og virtist liðunum fyrirmunað að koma boltanum ofan í körfuna. Haukar skoruðu fyrstu tvö stig leiksins en þá svöruðu Hólmarar með sex stigum í röð og náðu strax ágætum tökum á þessum leik. Eftir dapra byrjun hjá Snæfellingum tóku þær öll völd á vellinum og komust í 14-7. Haukar komu aftur á móti með frábært áhlaup undir lok fjórðungsins og náði með nokkrum fínum körfum að minnka muninn í aðeins tvö stig, 14-12. Í öðrum leikhluta gekk ekkert sóknarlega hjá Haukum og komust Snæfellingar fljótlega í 28-12. Haiden Denise Palmer fór þá á kostum og réðu Haukar ekkert við hana. Haukar náðu ekki að skora fyrstu sjö mínútur leikhlutans og það hleypti Snæfellingum mjög langt frá þeim, eðlilega. Staðan í hálfleik var 32-16 og útlitið mjög dökkt fyrir Hauka. Það var alveg ljóst að fjarvera Helenu Sverrisdóttur hafði gríðarleg áhrif á leik liðsins. Haukar komu ákveðnar til leiks í upphafi síðari hálfleiks og settu nokkrar fínar körfur en þegar leið á síðari hálfleikinn var bara eitt lið á vellinum. Það voru Snæfellingar og allt í einu var staðan orðin 49-26. Heimastúlkur héldu áfram að keyra upp hraðan og auka forskot sitt. Þegar þremur leikhlutum var lokið var staðan 54-34 og þá var leikurinn í raun búinn. Haiden Denise Palmer var frábær í liði Snæfells og stjórnaði leiknum eins og herforingi. Í fjórða leikhlutanum var það sama uppi á teninginum og keyrðu Snæfellingar hreinlega yfir Hauka. Sigur heimamanna var aldrei í hættu og fór svo að lokum að Snæfell vann Hauka, 69-52. Haiden Denise Palmer var frábær í liði Snæfells í kvöld og skoraði hún 25 stig, tók átta fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Liðin mætast aftur á fimmtudaginn á Ásvöllum og má búast við Helenu Sverrisdóttir aftur í liði Hauka þá. Þá ætti sá leikur að vera mun jafnari.Snæfell-Haukar 69-54 (14-12, 18-4, 22-18, 15-20)Snæfell: Haiden Denise Palmer 25/8 fráköst/7 stoðsendingar/6 stolnir/3 varin skot, Berglind Gunnarsdóttir 14/7 fráköst/6 stolnir, Bryndís Guðmundsdóttir 9/8 fráköst/6 stoðsendingar, Alda Leif Jónsdóttir 6, Gunnhildur Gunnarsdóttir 6/6 fráköst, María Björnsdóttir 4/4 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 3, Erna Hákonardóttir 2.Haukar: Sylvía Rún Hálfdanardóttir 13/5 fráköst, Pálína María Gunnlaugsdóttir 10/6 fráköst, Shanna Dacanay 7, Sólrún Inga Gísladóttir 7, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 6, Dýrfinna Arnardóttir 5, Hanna Þráinsdóttir 2/3 varin skot, Magdalena Gísladóttir 2, Þóra Kristín Jónsdóttir 2, Auður Íris Ólafsdóttir 0/6 fráköst.Bein lýsing: Snæfell - Haukar Berglind: Mættum bara miklu ákveðnariBerglind Gunnarsdóttir, leikmaður Snæfells.vísir/vilhelm„Þetta er bara úrslitakeppni, og við höldum alltaf áfram sama hver staðan er á töflunni,“ segir Berglind Gunnarsdóttir, leikmaður Snæfells, eftir sigurinn. „Við vorum bara betra liðið í kvöld og það var bara flott. Við mættum bara miklu ákveðnari til leiks núna en í síðasta leik. Við ætluðum okkur auðvitað að koma tilbúnar í síðasta leik en við vorum að koma úr langri 11 daga pásu og það hafi bara sitt að segja.“ Berglind segir að liðið hafi allt barist saman í kvöld og allir að vinna fyrir hvorn annan. „Helena spilaði lítið sem ekkert í síðari hálfleik í síðasta leik og samt töpuðum við. Þetta er bara gott lið, með henni eða án hennar. Ingvar: Vantaði alla áræðniIngvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka.Vísir/Ernir„Mér fannst fyrsti leikhlutinn bara alveg ágætur hjá okkur í kvöld,“ segir Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka, eftir tapið. „Svo var dálítið fljótt að fjara undar okkur. Við ætluðum að koma grimmari til leiks í seinni hálfleik og reyna halda í við þær en við náðum einhvern veginn aldrei að koma með almennilegt áhlaup.“ Ingvar segir að það hafi einfaldlega vantað áræðni í kvöld, og þá sérstaklega sóknarlega. Hann segir að það sé mjög mikilvægt að koma Helenu í stand fyrir fimmtudaginn. „Hvaða lið sem er í deildinni myndi sakna alltaf sakna síns besta leikmanns, en ég tel samt að við hefðum getað gert miklu betur hérna í kvöld.“ Ingi: Næsti leikur er gríðarlega mikilvægur í þessu einvígiIngi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells.vísir/anton„Það var bara allt annar kraftur í okkur í kvöld,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir leikinn. „Á köflum erum við bara að spila feikilega góðan körfubolta. Bæði á svæðisvörnina þeirra og maður á mann.“ Hann segir að liðið hafi kannski fallið aðeins of mikið til baka undir lokin en sigurinn er það sem skiptir öllu máli. „Mér er nákvæmlega saman þó við hefðum unnið með einu eða 30 stigum, sigur er bara sigur. Við erum að fá framlag frá mjög mörgum leikmönnum í kvöld og þar viljum við akkúrat vera.“ Ingi segir að þriðji leikurinn í svona einvígi geti skipt sköpum og sé gríðarlega mikilvægur. „Það getur verið frábært að ná að vinna annan leikinn í svona einvígi, þá er svo stutt í takmarkið.“Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild kvenna Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Sjá meira
Snæfell jafnaði einvígið gegn Haukum í 1-1 þegar liðið vann góðan sigur, 69-52, í Stykkishólmi í kvöld. Haukar voru án Helenu Sverrisdóttur sem missti af leiknum vegna meiðsla. Ekki eitt einasta stig var skoraði í leiknum á fyrstu tveimur mínútum leiksins og virtist liðunum fyrirmunað að koma boltanum ofan í körfuna. Haukar skoruðu fyrstu tvö stig leiksins en þá svöruðu Hólmarar með sex stigum í röð og náðu strax ágætum tökum á þessum leik. Eftir dapra byrjun hjá Snæfellingum tóku þær öll völd á vellinum og komust í 14-7. Haukar komu aftur á móti með frábært áhlaup undir lok fjórðungsins og náði með nokkrum fínum körfum að minnka muninn í aðeins tvö stig, 14-12. Í öðrum leikhluta gekk ekkert sóknarlega hjá Haukum og komust Snæfellingar fljótlega í 28-12. Haiden Denise Palmer fór þá á kostum og réðu Haukar ekkert við hana. Haukar náðu ekki að skora fyrstu sjö mínútur leikhlutans og það hleypti Snæfellingum mjög langt frá þeim, eðlilega. Staðan í hálfleik var 32-16 og útlitið mjög dökkt fyrir Hauka. Það var alveg ljóst að fjarvera Helenu Sverrisdóttur hafði gríðarleg áhrif á leik liðsins. Haukar komu ákveðnar til leiks í upphafi síðari hálfleiks og settu nokkrar fínar körfur en þegar leið á síðari hálfleikinn var bara eitt lið á vellinum. Það voru Snæfellingar og allt í einu var staðan orðin 49-26. Heimastúlkur héldu áfram að keyra upp hraðan og auka forskot sitt. Þegar þremur leikhlutum var lokið var staðan 54-34 og þá var leikurinn í raun búinn. Haiden Denise Palmer var frábær í liði Snæfells og stjórnaði leiknum eins og herforingi. Í fjórða leikhlutanum var það sama uppi á teninginum og keyrðu Snæfellingar hreinlega yfir Hauka. Sigur heimamanna var aldrei í hættu og fór svo að lokum að Snæfell vann Hauka, 69-52. Haiden Denise Palmer var frábær í liði Snæfells í kvöld og skoraði hún 25 stig, tók átta fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Liðin mætast aftur á fimmtudaginn á Ásvöllum og má búast við Helenu Sverrisdóttir aftur í liði Hauka þá. Þá ætti sá leikur að vera mun jafnari.Snæfell-Haukar 69-54 (14-12, 18-4, 22-18, 15-20)Snæfell: Haiden Denise Palmer 25/8 fráköst/7 stoðsendingar/6 stolnir/3 varin skot, Berglind Gunnarsdóttir 14/7 fráköst/6 stolnir, Bryndís Guðmundsdóttir 9/8 fráköst/6 stoðsendingar, Alda Leif Jónsdóttir 6, Gunnhildur Gunnarsdóttir 6/6 fráköst, María Björnsdóttir 4/4 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 3, Erna Hákonardóttir 2.Haukar: Sylvía Rún Hálfdanardóttir 13/5 fráköst, Pálína María Gunnlaugsdóttir 10/6 fráköst, Shanna Dacanay 7, Sólrún Inga Gísladóttir 7, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 6, Dýrfinna Arnardóttir 5, Hanna Þráinsdóttir 2/3 varin skot, Magdalena Gísladóttir 2, Þóra Kristín Jónsdóttir 2, Auður Íris Ólafsdóttir 0/6 fráköst.Bein lýsing: Snæfell - Haukar Berglind: Mættum bara miklu ákveðnariBerglind Gunnarsdóttir, leikmaður Snæfells.vísir/vilhelm„Þetta er bara úrslitakeppni, og við höldum alltaf áfram sama hver staðan er á töflunni,“ segir Berglind Gunnarsdóttir, leikmaður Snæfells, eftir sigurinn. „Við vorum bara betra liðið í kvöld og það var bara flott. Við mættum bara miklu ákveðnari til leiks núna en í síðasta leik. Við ætluðum okkur auðvitað að koma tilbúnar í síðasta leik en við vorum að koma úr langri 11 daga pásu og það hafi bara sitt að segja.“ Berglind segir að liðið hafi allt barist saman í kvöld og allir að vinna fyrir hvorn annan. „Helena spilaði lítið sem ekkert í síðari hálfleik í síðasta leik og samt töpuðum við. Þetta er bara gott lið, með henni eða án hennar. Ingvar: Vantaði alla áræðniIngvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka.Vísir/Ernir„Mér fannst fyrsti leikhlutinn bara alveg ágætur hjá okkur í kvöld,“ segir Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka, eftir tapið. „Svo var dálítið fljótt að fjara undar okkur. Við ætluðum að koma grimmari til leiks í seinni hálfleik og reyna halda í við þær en við náðum einhvern veginn aldrei að koma með almennilegt áhlaup.“ Ingvar segir að það hafi einfaldlega vantað áræðni í kvöld, og þá sérstaklega sóknarlega. Hann segir að það sé mjög mikilvægt að koma Helenu í stand fyrir fimmtudaginn. „Hvaða lið sem er í deildinni myndi sakna alltaf sakna síns besta leikmanns, en ég tel samt að við hefðum getað gert miklu betur hérna í kvöld.“ Ingi: Næsti leikur er gríðarlega mikilvægur í þessu einvígiIngi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells.vísir/anton„Það var bara allt annar kraftur í okkur í kvöld,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir leikinn. „Á köflum erum við bara að spila feikilega góðan körfubolta. Bæði á svæðisvörnina þeirra og maður á mann.“ Hann segir að liðið hafi kannski fallið aðeins of mikið til baka undir lokin en sigurinn er það sem skiptir öllu máli. „Mér er nákvæmlega saman þó við hefðum unnið með einu eða 30 stigum, sigur er bara sigur. Við erum að fá framlag frá mjög mörgum leikmönnum í kvöld og þar viljum við akkúrat vera.“ Ingi segir að þriðji leikurinn í svona einvígi geti skipt sköpum og sé gríðarlega mikilvægur. „Það getur verið frábært að ná að vinna annan leikinn í svona einvígi, þá er svo stutt í takmarkið.“Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild kvenna Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti