Valur varð nú rétt í þessu fjórða og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Lengjubikarsins eftir 2-1 sigur á Breiðabliki á Valsvellinum.
Blikar eru ríkjandi Lengjubikarmeistarar en nú er ljóst að þeir verja ekki titilinn sem þeir unnu í fyrra.
Breiðablik komst yfir á 18. mínútu þegar Guðmundur Atli Steinþórsson skoraði eftir mistök Rasmusar Christiansen í vörn Vals.
Á lokamínútu fyrri hálfleiks jafnaði Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, metin með skalla eftir hornspyrnu.
Staðan var 1-1 í hálfleik og allt fram á 72. mínútu þegar Rolf Toft kom boltanum í netið.
Fleiri urðu mörkin ekki og Valsmenn fögnuðu sigri og sæti í undanúrslitunum þar sem þeir mæta Víkingi R.
