Hjálmar nefbrotinn en ætlar að spila með grímu í lokaúrslitunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2016 15:06 Hjálmar Stefánsson. Vísir/Auðunn og inssíða Hauka Haukamaðurinn Hjálmar Stefánsson ætlar ekki að láta brotið nef koma í veg fyrir það að hann spili í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Haukarnir eru komnir í úrslitin í fyrsta sinn í 23 ár. Nú er komið í ljós að Hjálmar nefbrotnaði í þriðja leik Hauka og Tindastóls þegar hann fékk olnboga Darrel Lewis í andlitið. Hjálmar gat ekki spilað í fjórða leiknum en félagar hans kláruðu dæmið og komu liðinu í úrslitin án hans. „Ég nefbrotnaði en því var kippt aftur í lag. Það þýðir bara það að ég verð með grímu í næsta leik. Ég mun reyna mitt besta til þess að spila næsta leik," segir Hjálmar í samtali við Vísi.Sjá einnig:Atvikið sem sendi Hjálmar upp á spítala: Hvernig er þetta villa á Haukamanninn? „Það var ekki gert neitt fyrst því það var ekki hægt að sjá þetta fyrir bólgunni. Ég vissi þetta ekki fyrr en ég fór í skoðun í morgun. Þeir þreifuðu á nefinu og það var greinilega skekkja í því. Þeir var bara deyft og nefinu kippt í lag," segir Hjálmar. Hjálmar segir að það hafi ekki verið það vont að láta rétta nefið sitt. „Ég verð nú að segja að höggið var verra," sagði Hjálmar. Hjálmar Stefánsson hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í úrslitakeppninni og þá sérstaklega varnarlega þar sem hann hefur verið að dekka bestu sóknarmenn mótherjanna. Haukarnir mun því fagna endurkomu hans í liðið.Sjá einnig:Hjálmar með einkenni heilahristings: Stokkbólginn og marinn en gæti mætt í næsta leik „Ég get næstum því staðfest það að ég verð með í næsta leik," segir Hjálmar og hann er ekki með nein einkenni heilahristings. „Þau eru öll horfin og heilahristingurinn er ekkert vandamál núna," segir Hjálmar en hann þarf þó að verja brotna nefið á vellinum. „Ég held ég fái bara grímu lánaða frá Haukum. Því verður reddað það verður ekkert vandamál," segir Hjálmar og hann segir það hafa verið erfitt að geta ekki aðstoðað félagana í leik fjögur. „Það er versta tilfinning í heimi að sitja á bekknum og geta ekkert hjálpað til," segir Hjálmar. Það kemur í ljós annað kvöld hvort Haukar mæta KR eða Njarðvík í úrslitaeinvíginu sem hefst síðan á þriðjudaginn í næstu viku. „Ég er að spá í því að fara á oddaleikinn enda langar mig að sjá hann," segir Hjálmar. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hjálmar með einkenni heilahristings: Stokkbólginn og marinn en gæti mætt í næsta leik „Ég er ekki alveg viss hvort ég sé nefbrotinn, læknarnir vilja ekki skoða það meðan ég er svona bólginn,“ segir Hjálmar Stefánsson, leikmaður Hauka, sem fékk mikið höfuðhögg í leik Hauka og Tindastóls í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta í gær. 10. apríl 2016 13:04 Mobley: Kára engin takmörk sett Brandon Mobley, Bandaríkjamaðurinn í liði Hauka, er afar hrifinn af Kára Jónssyni. 13. apríl 2016 15:30 Haukar án lykilmanns í þriðja sinn í þessari úrslitakeppni Hjálmar Stefánsson verður ekki með Haukum á móti Tindastól á Sauðárkróki í kvöld þegar liðin mætast í fjórða sinn í undanúrslitaeinvígi sínu í Dominos-deild karla í körfubolta. 12. apríl 2016 11:45 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Tindastóll 89-81 | Haukar komnir í lykilstöðu Haukar eru komnir í 2-1 í einvíginu við Tindastól í undanúrslitum Domino's deildar karla eftir sigur í þriðja leik liðanna í Schenker-höllinni í dag. 9. apríl 2016 19:30 Atvikið sem sendi Hjálmar upp á spítala: Hvernig er þetta villa á Haukamanninn? Hjálmar Stefánsson, leikmaður Hauka, fékk mikið höfuðhögg í leik Hauka og Tindastóls í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta í gær. 10. apríl 2016 14:48 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Fleiri fréttir Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Sjá meira
Haukamaðurinn Hjálmar Stefánsson ætlar ekki að láta brotið nef koma í veg fyrir það að hann spili í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Haukarnir eru komnir í úrslitin í fyrsta sinn í 23 ár. Nú er komið í ljós að Hjálmar nefbrotnaði í þriðja leik Hauka og Tindastóls þegar hann fékk olnboga Darrel Lewis í andlitið. Hjálmar gat ekki spilað í fjórða leiknum en félagar hans kláruðu dæmið og komu liðinu í úrslitin án hans. „Ég nefbrotnaði en því var kippt aftur í lag. Það þýðir bara það að ég verð með grímu í næsta leik. Ég mun reyna mitt besta til þess að spila næsta leik," segir Hjálmar í samtali við Vísi.Sjá einnig:Atvikið sem sendi Hjálmar upp á spítala: Hvernig er þetta villa á Haukamanninn? „Það var ekki gert neitt fyrst því það var ekki hægt að sjá þetta fyrir bólgunni. Ég vissi þetta ekki fyrr en ég fór í skoðun í morgun. Þeir þreifuðu á nefinu og það var greinilega skekkja í því. Þeir var bara deyft og nefinu kippt í lag," segir Hjálmar. Hjálmar segir að það hafi ekki verið það vont að láta rétta nefið sitt. „Ég verð nú að segja að höggið var verra," sagði Hjálmar. Hjálmar Stefánsson hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í úrslitakeppninni og þá sérstaklega varnarlega þar sem hann hefur verið að dekka bestu sóknarmenn mótherjanna. Haukarnir mun því fagna endurkomu hans í liðið.Sjá einnig:Hjálmar með einkenni heilahristings: Stokkbólginn og marinn en gæti mætt í næsta leik „Ég get næstum því staðfest það að ég verð með í næsta leik," segir Hjálmar og hann er ekki með nein einkenni heilahristings. „Þau eru öll horfin og heilahristingurinn er ekkert vandamál núna," segir Hjálmar en hann þarf þó að verja brotna nefið á vellinum. „Ég held ég fái bara grímu lánaða frá Haukum. Því verður reddað það verður ekkert vandamál," segir Hjálmar og hann segir það hafa verið erfitt að geta ekki aðstoðað félagana í leik fjögur. „Það er versta tilfinning í heimi að sitja á bekknum og geta ekkert hjálpað til," segir Hjálmar. Það kemur í ljós annað kvöld hvort Haukar mæta KR eða Njarðvík í úrslitaeinvíginu sem hefst síðan á þriðjudaginn í næstu viku. „Ég er að spá í því að fara á oddaleikinn enda langar mig að sjá hann," segir Hjálmar.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hjálmar með einkenni heilahristings: Stokkbólginn og marinn en gæti mætt í næsta leik „Ég er ekki alveg viss hvort ég sé nefbrotinn, læknarnir vilja ekki skoða það meðan ég er svona bólginn,“ segir Hjálmar Stefánsson, leikmaður Hauka, sem fékk mikið höfuðhögg í leik Hauka og Tindastóls í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta í gær. 10. apríl 2016 13:04 Mobley: Kára engin takmörk sett Brandon Mobley, Bandaríkjamaðurinn í liði Hauka, er afar hrifinn af Kára Jónssyni. 13. apríl 2016 15:30 Haukar án lykilmanns í þriðja sinn í þessari úrslitakeppni Hjálmar Stefánsson verður ekki með Haukum á móti Tindastól á Sauðárkróki í kvöld þegar liðin mætast í fjórða sinn í undanúrslitaeinvígi sínu í Dominos-deild karla í körfubolta. 12. apríl 2016 11:45 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Tindastóll 89-81 | Haukar komnir í lykilstöðu Haukar eru komnir í 2-1 í einvíginu við Tindastól í undanúrslitum Domino's deildar karla eftir sigur í þriðja leik liðanna í Schenker-höllinni í dag. 9. apríl 2016 19:30 Atvikið sem sendi Hjálmar upp á spítala: Hvernig er þetta villa á Haukamanninn? Hjálmar Stefánsson, leikmaður Hauka, fékk mikið höfuðhögg í leik Hauka og Tindastóls í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta í gær. 10. apríl 2016 14:48 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Fleiri fréttir Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Sjá meira
Hjálmar með einkenni heilahristings: Stokkbólginn og marinn en gæti mætt í næsta leik „Ég er ekki alveg viss hvort ég sé nefbrotinn, læknarnir vilja ekki skoða það meðan ég er svona bólginn,“ segir Hjálmar Stefánsson, leikmaður Hauka, sem fékk mikið höfuðhögg í leik Hauka og Tindastóls í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta í gær. 10. apríl 2016 13:04
Mobley: Kára engin takmörk sett Brandon Mobley, Bandaríkjamaðurinn í liði Hauka, er afar hrifinn af Kára Jónssyni. 13. apríl 2016 15:30
Haukar án lykilmanns í þriðja sinn í þessari úrslitakeppni Hjálmar Stefánsson verður ekki með Haukum á móti Tindastól á Sauðárkróki í kvöld þegar liðin mætast í fjórða sinn í undanúrslitaeinvígi sínu í Dominos-deild karla í körfubolta. 12. apríl 2016 11:45
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Tindastóll 89-81 | Haukar komnir í lykilstöðu Haukar eru komnir í 2-1 í einvíginu við Tindastól í undanúrslitum Domino's deildar karla eftir sigur í þriðja leik liðanna í Schenker-höllinni í dag. 9. apríl 2016 19:30
Atvikið sem sendi Hjálmar upp á spítala: Hvernig er þetta villa á Haukamanninn? Hjálmar Stefánsson, leikmaður Hauka, fékk mikið höfuðhögg í leik Hauka og Tindastóls í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta í gær. 10. apríl 2016 14:48