Úrslitakeppnin í Olísdeild karla hefst í kvöld þegar fyrstu fjórir leikirnir í 8-liða úrslitum karla hefjast.
„Við erum að sjálfsögðu sáttir við gott gengi en við hefðum þess vegna getað endað ofar,“ sagði Júlíus Þórir Stefánsson, hornamaður Gróttu, en viðtalið má sjá allt hér yfir ofan.
„Árangurinn kom okkur ekki á óvart. Við höfðum alltaf trú á verkefninu.“
Júlíus var valinn besti vinstri hornamaður deildarinnar í nýliðinni deildarkeppni en Gróttumenn komu á óvart á sínu fyrsta ári í deildinni og höfnuðu í fimmta sæti deildarinnar.
Grótta mætir ÍBV í 8-liða úrslitunum en fyrsti leikur liðanna fer fram í Eyjum í kvöld.
„Þetta verður 50/50 leikur. Það er auðvitað erfitt að fara til Eyja en maður verður bara að gleyma því.“
Júlíus: Árangurinn kom okkur ekki á óvart
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mest lesið






„Að lokum var það betra liðið sem vann“
Körfubolti

Tatum með slitna hásin
Körfubolti

Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta
Íslenski boltinn

Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz
Enski boltinn

Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi
Íslenski boltinn