Vísindamenn staðfesta að Zika-veiran valdi fósturskaða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. apríl 2016 22:41 Þúsundir barna í Brasilíu fæddust á síðasta ári með smáheila. Sóttvarnareftirlitið í Bandaríkjunum hefur staðfest að Zika-veiran valdi fósturskaða eins og áður var óttast. Hingað til nú var ekki búið að sýna fram á tengsl á milli veirunnar og fósturskaða á borð við smáheila. Þúsundir barna í Brasilíu fæddust á síðasta ári með smáheila eða microcephaly, sjaldgæfur heila- og taugasjúkdómur sem getur haft alvarleg áhrif á andlegan og líkamlegan þroska barna en börnin fæðast með óvenjulega lítil höfuð. Tilfellum smáheila fjölgaði mjög í kjölfar útbreiðslu Zika-veirunnar. Var því talið að tengsl mætti finna þar á milli og hófu vísindamenn Sóttvarnareftirlitsins í Bandaríkjunum rannsókn. Hafa þeir nú sýnt fram á að tengsl séu á milli Zika-veirunnar og smáheila en niðurstöður þeirra voru kynntar í New England Journal of Medicine.„Rannsókn okkar markar tímamót, það liggur nú fyrir að að Zika-veiran orsakar smáheila,“ sagði Tom Frieden, forstöðumaður Sóttvarnareftirlitsins. Moskító-flugur geta borið veiruna á milli manna sem getur einnig smitast við kynferðismök. Bandarískir heilbrigðisstarfsmenn hafa varað við því að útbreiðsla Zika-veirunnar geti haft alvarlegri áhrif en í fyrstu var talið. Núverandi faraldur Zika-veirunnar hófst á síðasta ári í Brasilíu og hafa tilfelli greinst víða um heim. Flest tilfellin hafa þó greinst í ríkjum Suður og Mið-Ameríku. Barnshafandi konum er ráðlagt að ferðast ekki til flestra landa í þessum heimshluta. Zíka Tengdar fréttir Barnshafandi konur sérstakt áhyggjuefni Ekki er hætta á zikaveirusjúkdómur verði landlægur á Íslandi en sóttvarnalæknir segir sjálfsagt að fólk sem hyggur á ferðalög á svæðinu sé á varðbergi. 26. janúar 2016 19:22 Landlæknir: Karlmenn noti smokka eftir ferðalag til Mið- og Suður-Ameríku Landlæknir hefur gefið út leiðbeiningar um varnir gegn Zika-veiru. 10. febrúar 2016 15:15 Zika vírusinn ógnar Bandaríkjamönnum Zika vírusinn er mun skaðlegri en áður var talið og áhrif hans í Bandaríkjunum gætu orðið mun meiri en áður hafði verið talið. Þetta kemur fram í nýrri yfirlýsingu frá sóttvarnarlækni Bandaríkjanna. Áður var talið að sjúkdómurinn orsaki aðallega eina tegund fæðingargalla, svokallað dverghöfuð. 12. apríl 2016 08:03 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Sjá meira
Sóttvarnareftirlitið í Bandaríkjunum hefur staðfest að Zika-veiran valdi fósturskaða eins og áður var óttast. Hingað til nú var ekki búið að sýna fram á tengsl á milli veirunnar og fósturskaða á borð við smáheila. Þúsundir barna í Brasilíu fæddust á síðasta ári með smáheila eða microcephaly, sjaldgæfur heila- og taugasjúkdómur sem getur haft alvarleg áhrif á andlegan og líkamlegan þroska barna en börnin fæðast með óvenjulega lítil höfuð. Tilfellum smáheila fjölgaði mjög í kjölfar útbreiðslu Zika-veirunnar. Var því talið að tengsl mætti finna þar á milli og hófu vísindamenn Sóttvarnareftirlitsins í Bandaríkjunum rannsókn. Hafa þeir nú sýnt fram á að tengsl séu á milli Zika-veirunnar og smáheila en niðurstöður þeirra voru kynntar í New England Journal of Medicine.„Rannsókn okkar markar tímamót, það liggur nú fyrir að að Zika-veiran orsakar smáheila,“ sagði Tom Frieden, forstöðumaður Sóttvarnareftirlitsins. Moskító-flugur geta borið veiruna á milli manna sem getur einnig smitast við kynferðismök. Bandarískir heilbrigðisstarfsmenn hafa varað við því að útbreiðsla Zika-veirunnar geti haft alvarlegri áhrif en í fyrstu var talið. Núverandi faraldur Zika-veirunnar hófst á síðasta ári í Brasilíu og hafa tilfelli greinst víða um heim. Flest tilfellin hafa þó greinst í ríkjum Suður og Mið-Ameríku. Barnshafandi konum er ráðlagt að ferðast ekki til flestra landa í þessum heimshluta.
Zíka Tengdar fréttir Barnshafandi konur sérstakt áhyggjuefni Ekki er hætta á zikaveirusjúkdómur verði landlægur á Íslandi en sóttvarnalæknir segir sjálfsagt að fólk sem hyggur á ferðalög á svæðinu sé á varðbergi. 26. janúar 2016 19:22 Landlæknir: Karlmenn noti smokka eftir ferðalag til Mið- og Suður-Ameríku Landlæknir hefur gefið út leiðbeiningar um varnir gegn Zika-veiru. 10. febrúar 2016 15:15 Zika vírusinn ógnar Bandaríkjamönnum Zika vírusinn er mun skaðlegri en áður var talið og áhrif hans í Bandaríkjunum gætu orðið mun meiri en áður hafði verið talið. Þetta kemur fram í nýrri yfirlýsingu frá sóttvarnarlækni Bandaríkjanna. Áður var talið að sjúkdómurinn orsaki aðallega eina tegund fæðingargalla, svokallað dverghöfuð. 12. apríl 2016 08:03 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Sjá meira
Barnshafandi konur sérstakt áhyggjuefni Ekki er hætta á zikaveirusjúkdómur verði landlægur á Íslandi en sóttvarnalæknir segir sjálfsagt að fólk sem hyggur á ferðalög á svæðinu sé á varðbergi. 26. janúar 2016 19:22
Landlæknir: Karlmenn noti smokka eftir ferðalag til Mið- og Suður-Ameríku Landlæknir hefur gefið út leiðbeiningar um varnir gegn Zika-veiru. 10. febrúar 2016 15:15
Zika vírusinn ógnar Bandaríkjamönnum Zika vírusinn er mun skaðlegri en áður var talið og áhrif hans í Bandaríkjunum gætu orðið mun meiri en áður hafði verið talið. Þetta kemur fram í nýrri yfirlýsingu frá sóttvarnarlækni Bandaríkjanna. Áður var talið að sjúkdómurinn orsaki aðallega eina tegund fæðingargalla, svokallað dverghöfuð. 12. apríl 2016 08:03