Verktakinn biðst afsökunar á niðurrifinu og lofar að endurbyggja húsið sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 13. apríl 2016 08:14 Svona mun götumyndin líta út eftir að framkvæmdum lýkur, segir Mannverk. mynd/mannverk Mannverk ehf hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem Minjastofnun, byggingaryfirvöld og almenningur eru beðin afsökunar á skorti á aðgát við framkvæmdir á byggingareit við Tryggvagötu 10 til 14. Ljóst sé að fyrirtækið hefði átt að leita eftir nánara samstarfi við Minjastofnun um aðferð við framkvæmdirnar áður en sú leið var farin að fella húsið, samtímis því að safna úr því hlutum til endurbyggingar þess. Húsið, sem stóð við Tryggvagötu 12 og stundum verið kallað Exeter-húsið, var byggt árið 1904. Það var friðað en í liðinni viku reif vinnuvél verktakans, Mannverks, húsið niður. Niðurrifið hefur verið kært til lögreglu.Töldu sig innan heimilda „Mannverk lofar því að húsið sem um ræðir verði endurbyggt. Það hefur ávallt staðið til, enda er það í samræmi við samþykkta aðaluppdrætti og deiliskipulag sem var unnið í nánu samstarfi við Minjastofnn og skipulagsyfirvöld,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir að starfsmenn Mannverks hafi talið sig vera innan heimilda við framkvæmdina og að þeir hafi verið í góðri trú um að þessi væri heimil og nauðsynleg við endurbyggingu hússins. Nú hafi komið skýrt í ljós að opinberir aðilar hafi annan skilning á því hvernig framkvæmdin hefði átt að fara fram. Málið sé til skoðunar og að fyrirtækið muni veita allar nauðsynlegar upplýsingar og aðstoð við framgang málsins.Stigum feilspor „Það er ljóst að við stigum feilspor og við erum öll mjög leið yfir því. Við viljum njóta trausts og munum draga ríkan lærdóm af þessu máli,“ segir Hjalti Gylfason, framkvæmdastjóri Mannverks, í tilkynningunni. „Endurbyggt hús verður að framkvæmdunum loknum sem næst þeirri mynd sem það var í þegar það var byggt árið 1904. Notast verður við byggingarmáta og aðferðir þess tíma. Mikilvægir hlutar hússins voru teknir til hliðar, s.s. hluti burðarvirkis og gluggar, og verða þeir nýttir eftir fremsta megni við endurbyggingu hússins. Í teikningunum er þess gætt að raska ekki heildarsvip götumyndarinnar og að endurbygging eldri húsa og nýbyggingar haldist í hendur. Við hönnunina var leitast við að auka gæði svæðisins og skila endurbyggðum húsum í upprunalegri mynd í bland við fallegar nýbyggingar,“ segir jafnframt en meðfylgjandi mynd sendi Mannverk með yfirlýsingunni. Tengdar fréttir Munu ekki tjá sig um niðurrif Exeter-hússins næstu daga Von er á yfirlýsingu vegna málsins frá Mannverk ehf. 11. apríl 2016 10:38 Niðurrif varðar jafnvel þriggja ára fangelsi Byggingarfulltrúi Reykjavíkur hefur kært niðurrif svokallaðs Exeter-húss til lögreglu. Niðurrifið getur varðað allt að þriggja ára fangelsi. Formaður skipulagsráðs vill að húsið verði endurbyggt tafarlaust. 9. apríl 2016 07:00 Hundrað ára hús í miðborg Reykjavíkur rifið án leyfis Svo gæti farið að málið verði kært til lögreglu. 7. apríl 2016 16:02 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Mannverk ehf hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem Minjastofnun, byggingaryfirvöld og almenningur eru beðin afsökunar á skorti á aðgát við framkvæmdir á byggingareit við Tryggvagötu 10 til 14. Ljóst sé að fyrirtækið hefði átt að leita eftir nánara samstarfi við Minjastofnun um aðferð við framkvæmdirnar áður en sú leið var farin að fella húsið, samtímis því að safna úr því hlutum til endurbyggingar þess. Húsið, sem stóð við Tryggvagötu 12 og stundum verið kallað Exeter-húsið, var byggt árið 1904. Það var friðað en í liðinni viku reif vinnuvél verktakans, Mannverks, húsið niður. Niðurrifið hefur verið kært til lögreglu.Töldu sig innan heimilda „Mannverk lofar því að húsið sem um ræðir verði endurbyggt. Það hefur ávallt staðið til, enda er það í samræmi við samþykkta aðaluppdrætti og deiliskipulag sem var unnið í nánu samstarfi við Minjastofnn og skipulagsyfirvöld,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir að starfsmenn Mannverks hafi talið sig vera innan heimilda við framkvæmdina og að þeir hafi verið í góðri trú um að þessi væri heimil og nauðsynleg við endurbyggingu hússins. Nú hafi komið skýrt í ljós að opinberir aðilar hafi annan skilning á því hvernig framkvæmdin hefði átt að fara fram. Málið sé til skoðunar og að fyrirtækið muni veita allar nauðsynlegar upplýsingar og aðstoð við framgang málsins.Stigum feilspor „Það er ljóst að við stigum feilspor og við erum öll mjög leið yfir því. Við viljum njóta trausts og munum draga ríkan lærdóm af þessu máli,“ segir Hjalti Gylfason, framkvæmdastjóri Mannverks, í tilkynningunni. „Endurbyggt hús verður að framkvæmdunum loknum sem næst þeirri mynd sem það var í þegar það var byggt árið 1904. Notast verður við byggingarmáta og aðferðir þess tíma. Mikilvægir hlutar hússins voru teknir til hliðar, s.s. hluti burðarvirkis og gluggar, og verða þeir nýttir eftir fremsta megni við endurbyggingu hússins. Í teikningunum er þess gætt að raska ekki heildarsvip götumyndarinnar og að endurbygging eldri húsa og nýbyggingar haldist í hendur. Við hönnunina var leitast við að auka gæði svæðisins og skila endurbyggðum húsum í upprunalegri mynd í bland við fallegar nýbyggingar,“ segir jafnframt en meðfylgjandi mynd sendi Mannverk með yfirlýsingunni.
Tengdar fréttir Munu ekki tjá sig um niðurrif Exeter-hússins næstu daga Von er á yfirlýsingu vegna málsins frá Mannverk ehf. 11. apríl 2016 10:38 Niðurrif varðar jafnvel þriggja ára fangelsi Byggingarfulltrúi Reykjavíkur hefur kært niðurrif svokallaðs Exeter-húss til lögreglu. Niðurrifið getur varðað allt að þriggja ára fangelsi. Formaður skipulagsráðs vill að húsið verði endurbyggt tafarlaust. 9. apríl 2016 07:00 Hundrað ára hús í miðborg Reykjavíkur rifið án leyfis Svo gæti farið að málið verði kært til lögreglu. 7. apríl 2016 16:02 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Munu ekki tjá sig um niðurrif Exeter-hússins næstu daga Von er á yfirlýsingu vegna málsins frá Mannverk ehf. 11. apríl 2016 10:38
Niðurrif varðar jafnvel þriggja ára fangelsi Byggingarfulltrúi Reykjavíkur hefur kært niðurrif svokallaðs Exeter-húss til lögreglu. Niðurrifið getur varðað allt að þriggja ára fangelsi. Formaður skipulagsráðs vill að húsið verði endurbyggt tafarlaust. 9. apríl 2016 07:00
Hundrað ára hús í miðborg Reykjavíkur rifið án leyfis Svo gæti farið að málið verði kært til lögreglu. 7. apríl 2016 16:02