Betra að telja upp að tíu Skjóðan skrifar 13. apríl 2016 09:00 Mönnum hættir til að gera mistök í hita leiksins. Stundum er gott að telja upp að tíu áður en rokið er áfram. Íslenska þjóðin er núna í hita leiksins og ætti kannski að telja upp að tíu. Er það í þágu bestu hagsmuna þjóðarinnar að rjúka í kosningar á þessu ári? Er einhver tilbúinn í kosningar? Líkast til er hvorki stjórnarandstaðan né ríkisstjórnarflokkarnir, möguleg ný framboð eða þjóðin sjálf tilbúin í kosningar núna. Það er spurning hvort réttlætanlegt sé að leggja í mikil átök til að flýta kosningum um nokkra mánuði. Staða þjóðarbúsins er þokkaleg núna. Jafnvægi er nokkuð gott og atvinnuleysi hverfandi. Ef frá eru taldir himinháir vextir er ekki sjáanleg nein bein ógn við heimilin í landinu að svo stöddu. Lífeyrissjóðirnir skila góðri ávöxtun. Staða fyrirtækja hefur batnað þó að hátt vaxtaumhverfi og launahækkanir valdi vanda hjá sumum minni fyrirtækjum. Ef við tækjum púlsinn á þjóðarbúinu myndi heilsan mælast yfir meðallagi góð. Í pólitísku hamfaraveðri síðustu viku báru tveir menn af. Forseti Íslands hafði trausta hönd á stýri og fjármálaráðherra hélt ró sinni, en naut vitanlega samanburðarins við fyrrverandi forsætisráðherra. Undanfari hinnar viðburðaríku viku var Facebook-færsla frá eiginkonu forsætisráðherra um miðjan mars. Hefðu hlutirnir þróast öðruvísi ef færslan hefði byrjað „Eiginmaður minn var spurður út í spurningar sem tengjast félagi á mínum vegum. Hann brást rangt við og gekk út úr sjónvarpsviðtali?…“? Stundum getur verið gott að telja upp að tíu. Væri ekki betra að ljúka kjörtímabilinu og kjósa til Alþingis eftir ár? Þá verður Bjarni Benediktsson búinn að leggja öll spil á borðið og skýra sitt mál. Hann verður búinn að endurnýja umboð sitt eða Sjálfstæðisflokkurinn búinn að velja sér nýjan formann. Samfylkingin verður búin að útkljá leiðtogamál sín og undirbúa sig fyrir kosningar. Framsóknarflokkurinn verður búinn að finna sér nýjan leiðtoga og mögulega endurreisa trúverðugleika gagnvart kjósendum. Píratar verða búnir að manna framboðslista sína, en það er ekkert áhlaupaverk að manna vel lista hjá framboði sem er líklegt til að fá fleiri en einn kjörinn fulltrúa í öllum kjördæmum landsins. Steingrímur J. Sigfússon verður búinn að tilkynna brottför úr stjórnmálunum og mögulega Ögmundur líka þannig að Katrín Jakobsdóttir þarf ekki að burðast með pólitísk lík í skottinu inn í kosningar. Verði kosið á þessu ári er mjög líklegt að flest eða öll stjórnmálaöfl landsins verði illa undirbúin. Slíkt er ávísun á skammlífa ríkisstjórn og pólitísk upplausn, sem fylgir tíðum kosningum, er ekki í þágu þjóðarinnar. Skjóðan Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Mönnum hættir til að gera mistök í hita leiksins. Stundum er gott að telja upp að tíu áður en rokið er áfram. Íslenska þjóðin er núna í hita leiksins og ætti kannski að telja upp að tíu. Er það í þágu bestu hagsmuna þjóðarinnar að rjúka í kosningar á þessu ári? Er einhver tilbúinn í kosningar? Líkast til er hvorki stjórnarandstaðan né ríkisstjórnarflokkarnir, möguleg ný framboð eða þjóðin sjálf tilbúin í kosningar núna. Það er spurning hvort réttlætanlegt sé að leggja í mikil átök til að flýta kosningum um nokkra mánuði. Staða þjóðarbúsins er þokkaleg núna. Jafnvægi er nokkuð gott og atvinnuleysi hverfandi. Ef frá eru taldir himinháir vextir er ekki sjáanleg nein bein ógn við heimilin í landinu að svo stöddu. Lífeyrissjóðirnir skila góðri ávöxtun. Staða fyrirtækja hefur batnað þó að hátt vaxtaumhverfi og launahækkanir valdi vanda hjá sumum minni fyrirtækjum. Ef við tækjum púlsinn á þjóðarbúinu myndi heilsan mælast yfir meðallagi góð. Í pólitísku hamfaraveðri síðustu viku báru tveir menn af. Forseti Íslands hafði trausta hönd á stýri og fjármálaráðherra hélt ró sinni, en naut vitanlega samanburðarins við fyrrverandi forsætisráðherra. Undanfari hinnar viðburðaríku viku var Facebook-færsla frá eiginkonu forsætisráðherra um miðjan mars. Hefðu hlutirnir þróast öðruvísi ef færslan hefði byrjað „Eiginmaður minn var spurður út í spurningar sem tengjast félagi á mínum vegum. Hann brást rangt við og gekk út úr sjónvarpsviðtali?…“? Stundum getur verið gott að telja upp að tíu. Væri ekki betra að ljúka kjörtímabilinu og kjósa til Alþingis eftir ár? Þá verður Bjarni Benediktsson búinn að leggja öll spil á borðið og skýra sitt mál. Hann verður búinn að endurnýja umboð sitt eða Sjálfstæðisflokkurinn búinn að velja sér nýjan formann. Samfylkingin verður búin að útkljá leiðtogamál sín og undirbúa sig fyrir kosningar. Framsóknarflokkurinn verður búinn að finna sér nýjan leiðtoga og mögulega endurreisa trúverðugleika gagnvart kjósendum. Píratar verða búnir að manna framboðslista sína, en það er ekkert áhlaupaverk að manna vel lista hjá framboði sem er líklegt til að fá fleiri en einn kjörinn fulltrúa í öllum kjördæmum landsins. Steingrímur J. Sigfússon verður búinn að tilkynna brottför úr stjórnmálunum og mögulega Ögmundur líka þannig að Katrín Jakobsdóttir þarf ekki að burðast með pólitísk lík í skottinu inn í kosningar. Verði kosið á þessu ári er mjög líklegt að flest eða öll stjórnmálaöfl landsins verði illa undirbúin. Slíkt er ávísun á skammlífa ríkisstjórn og pólitísk upplausn, sem fylgir tíðum kosningum, er ekki í þágu þjóðarinnar.
Skjóðan Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira