Það er mikið slúðrað um þjálfaramálin hjá NY Knicks þessa dagana og nýjasta nýtt er að félagið hafi áhuga á David Blatt, fyrrum þjálfara Cleveland.
Kurt Rambos hefur stýrt liðinu síðan Derek Fisher var rekinn og hann er sagður eiga góða möguleika á að fá fastráðningu.
Blatt fór með Cleveland í úrslit NBA-deildarinnar í fyrra en var svo rekinn í janúar. Þá var Cleveland efst í Austurdeildinni með 30-11 árangur. Enginn þjálfari hafði áður verið rekinn með svo gott sigurhlutfall.
Patrick Ewing hefur einnig áhuga á starfinu og svo hafa nöfn Brian Shaw, Tom Thibodeau, Jeff van Gundy og Mark Jackson verið orðuð við starfið.
Blatt orðaður við Knicks
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
