"Þurfum að hugsa í lengri tímabilum en ársfjórðungsuppgjörum eða mislöngum kjörtímabilum“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 11. apríl 2016 17:49 Land, þjóð, tunga. Náttúra, lýðræði, menning. Þetta verða áhersluatriði Andra Snæs Magnasonar rithöfundar nái hann kjöri sem forseti Íslands. „Mig langar að leggja fram þrjú verkefni sem ég tel að gætu verið þjóðinni til heilla,“ sagði Andri Snær á blaðamannafundi í Þjóðleikhúsinu í dag þar sem hann tilkynnti framboð sitt formlega. Á fundinum komu fram listamennirnir Tina Dico og Úlfur Úlfur. Jóhanna Vigdís Arnardóttir leikkona var kynnir. „Við þurfum að spyrja okkur: í hvernig landi viljum við búa?“ sagði Andri Snær í ræðu sinni. „Hvaða skilaboð viljum við senda heiminum? Hvað ætlar okkar kynslóð að gera? Hvað ætlum við að skilja eftir okkur í stóra samhenginu?“Sjá einnig: Andri Snær tilkynnir um framboð á morgunFullur salur af fólki fylgdist með Andra Snæ formlega tilkynna framboð sitt.Vísir/SkjáskotAndri Snær er mikill umhverfisverndarsinni og gerði því náttúruna að umtalsefni sínu að miklu leyti. Hann telur að forsetaembættið ætti að beita sér í verndun náttúrunnar og vill sjá þjóðgarð á hálendinu. „Sem fiskveiðiþjóð þá eigum við allt okkar undir hafinu og ég sé fyrir mér að í framtíðinni verði embættið mikilvæg rödd á heimsvísu þegar kemur að verndun hafsins.“ Stuðningsmenn Andra höfðu fyllt stóra salinn í Þjóðleikhúsinu og brutust út fagnaðarlæti af og til á meðan á ræðu forsetaframbjóðandans stóð. „Við þurfum að hugsa í lengri tímabilum en ársfjórðungsuppgjörum eða í mislöngum kjörtímabilum,“ sagði Andri og heyrðust fagnaðaróp úr salnum.Úlfur Úlfur steig á stokk ásamt Kött Grá Pjé með lagið Brennum allt.Vísir„Jöfnuður, jafnrétti og jöfn tækifæri er forsenda þess að við getum kallað okkur þjóð. Ég fylgdist með þjóðfundinum og það var einhver fallegasta stund sem ég hef séð.“ Taldi Andri að þar hefði komið saman raunveruleg sneiðmynd af þjóðinni, þar hafi almenningi verið gefin rödd og þjóðin sýnt að lýðræði er skapandi ferli. „Þar varð til ný stjórnarskrá,“ sagði hann. „Tilraunin var einstök, vakti athygli um allan heim og ég tel að við verðum að klára þessa stjórnarskrá.“ Salurinn fagnaði þessu markmiði Andra ákaft. Þriðja áherslumál Andra tengist tungumálinu. Hann sagðist hafa heimsótt börn í skólum víðsvegar um landið og spurt þau hvort þau töluðu annað tungumál í íslensku. Svörin hafi verið ákaflega fjölbreytt. „Þetta er snilldarkynslóð sem er að alast upp núna.“ Telur hann eitt hlutverk embættis forseta vera að taka utan um ólík móðurmál í þjóðinni. „Farvegur hugsunar okkar og menningar.“ Forsetakjör Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Þorgrímur hættur við forsetaframboð Áhuginn fjarað út, segir Þorgrímur Þráinsson. 9. apríl 2016 10:32 Ólafur Ragnar vildi ekki svara spurningu um forsetaframboð Forseti Íslands var spurður hvort til greina kæmi að bjóða sig fram til forseta Íslands í sjötta skipti í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er á Íslandi. 5. apríl 2016 13:11 Vill verða fyrsti samkynhneigði forsetinn Benedikt Kristján Mewes bætist við í frambjóðendaflóruna. 10. apríl 2016 19:20 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Sjá meira
Land, þjóð, tunga. Náttúra, lýðræði, menning. Þetta verða áhersluatriði Andra Snæs Magnasonar rithöfundar nái hann kjöri sem forseti Íslands. „Mig langar að leggja fram þrjú verkefni sem ég tel að gætu verið þjóðinni til heilla,“ sagði Andri Snær á blaðamannafundi í Þjóðleikhúsinu í dag þar sem hann tilkynnti framboð sitt formlega. Á fundinum komu fram listamennirnir Tina Dico og Úlfur Úlfur. Jóhanna Vigdís Arnardóttir leikkona var kynnir. „Við þurfum að spyrja okkur: í hvernig landi viljum við búa?“ sagði Andri Snær í ræðu sinni. „Hvaða skilaboð viljum við senda heiminum? Hvað ætlar okkar kynslóð að gera? Hvað ætlum við að skilja eftir okkur í stóra samhenginu?“Sjá einnig: Andri Snær tilkynnir um framboð á morgunFullur salur af fólki fylgdist með Andra Snæ formlega tilkynna framboð sitt.Vísir/SkjáskotAndri Snær er mikill umhverfisverndarsinni og gerði því náttúruna að umtalsefni sínu að miklu leyti. Hann telur að forsetaembættið ætti að beita sér í verndun náttúrunnar og vill sjá þjóðgarð á hálendinu. „Sem fiskveiðiþjóð þá eigum við allt okkar undir hafinu og ég sé fyrir mér að í framtíðinni verði embættið mikilvæg rödd á heimsvísu þegar kemur að verndun hafsins.“ Stuðningsmenn Andra höfðu fyllt stóra salinn í Þjóðleikhúsinu og brutust út fagnaðarlæti af og til á meðan á ræðu forsetaframbjóðandans stóð. „Við þurfum að hugsa í lengri tímabilum en ársfjórðungsuppgjörum eða í mislöngum kjörtímabilum,“ sagði Andri og heyrðust fagnaðaróp úr salnum.Úlfur Úlfur steig á stokk ásamt Kött Grá Pjé með lagið Brennum allt.Vísir„Jöfnuður, jafnrétti og jöfn tækifæri er forsenda þess að við getum kallað okkur þjóð. Ég fylgdist með þjóðfundinum og það var einhver fallegasta stund sem ég hef séð.“ Taldi Andri að þar hefði komið saman raunveruleg sneiðmynd af þjóðinni, þar hafi almenningi verið gefin rödd og þjóðin sýnt að lýðræði er skapandi ferli. „Þar varð til ný stjórnarskrá,“ sagði hann. „Tilraunin var einstök, vakti athygli um allan heim og ég tel að við verðum að klára þessa stjórnarskrá.“ Salurinn fagnaði þessu markmiði Andra ákaft. Þriðja áherslumál Andra tengist tungumálinu. Hann sagðist hafa heimsótt börn í skólum víðsvegar um landið og spurt þau hvort þau töluðu annað tungumál í íslensku. Svörin hafi verið ákaflega fjölbreytt. „Þetta er snilldarkynslóð sem er að alast upp núna.“ Telur hann eitt hlutverk embættis forseta vera að taka utan um ólík móðurmál í þjóðinni. „Farvegur hugsunar okkar og menningar.“
Forsetakjör Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Þorgrímur hættur við forsetaframboð Áhuginn fjarað út, segir Þorgrímur Þráinsson. 9. apríl 2016 10:32 Ólafur Ragnar vildi ekki svara spurningu um forsetaframboð Forseti Íslands var spurður hvort til greina kæmi að bjóða sig fram til forseta Íslands í sjötta skipti í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er á Íslandi. 5. apríl 2016 13:11 Vill verða fyrsti samkynhneigði forsetinn Benedikt Kristján Mewes bætist við í frambjóðendaflóruna. 10. apríl 2016 19:20 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Sjá meira
Þorgrímur hættur við forsetaframboð Áhuginn fjarað út, segir Þorgrímur Þráinsson. 9. apríl 2016 10:32
Ólafur Ragnar vildi ekki svara spurningu um forsetaframboð Forseti Íslands var spurður hvort til greina kæmi að bjóða sig fram til forseta Íslands í sjötta skipti í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er á Íslandi. 5. apríl 2016 13:11
Vill verða fyrsti samkynhneigði forsetinn Benedikt Kristján Mewes bætist við í frambjóðendaflóruna. 10. apríl 2016 19:20