Kvikmyndaverðlaun MTV fóru fram vestanhafs um helgina. Að venju var kastljósið á rauða dreglinum sem er yfirleitt með óformlegri hætti á þessum viðburði en öðrum.
Athygli vakti að margar stjörnurnar klæddust svörtu og þá voru buxur áberandi.
Kendall Jenner vakti athygli fyrir rosalegan skóbúnað og Gigi Hadid var með topp. Glamour tók saman svartklæddar stjörnur frá rauða dreglinum.