Óljós dagskrá þingfunda næstu daga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. apríl 2016 10:30 Ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar á ríkisráðsfundi á Bessastöðum síðastliðinn fimmtudag þegar hún tók við völdum. Vísir/Anton Brink Þingflokksfundadagur er á Alþingi í dag og er það samkvæmt starfsáætlun þingsins en klukkan 11 munu þingflokksformenn funda með Einari K. Guðfinnssyni, forseta þingsins. Á vef Alþingis kemur fram að næsti þingfundur verði á morgun en að sögn Einars liggur ekki fyrir hvað verði þá á dagskrá. Það ætti að skýrast í dag en eins og venjulega á þirðjudögum mun fundurinnar hefjast klukkan 13:30. Eins og kunnugt er tók ný ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks við síðastliðinn fimmtudag en stefna hennar byggir á stjórnarsáttmála sömu flokka sem undirritaður var snemmsumars 2013 þegar ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, tók við völdum. Ljóst er að núverandi ríkisstjórn, með Sigurð Inga Jóhannasson, forsætisráðherra, í broddi fylkingar þarf að setja ákveðin mál í forgang ef stjórnarflokkarnir hyggjast standa við yfirlýsingar um að boða til kosninga í haust. Ef marka má orð Sigurðar Inga og Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, er losun fjármagnshafta efst á forgangslistanum en önnur mál sem lögð verður áhersla á eru húsnæðismál, heilbrigðismál og verðtryggingin. Leiða má líkur að því að ríkisstjórnin þurfi að ræða við stjórnarandstöðuna og komast að samkomulagi við hana um að greiða götu ákveðinna mála í þinginu á næstu vikum og mánuðum. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að ekki hafi verið rætt við stjórnarandstöðuna um að setjast niður og fara yfir þessi mál. Hún segir að stjórnarandstaðan leggi megináherslu á að fá tvo hluti á hreint, annars vegar það hvenær þingkosningar eigi að fara hér fram og hins vegar hver málalisti nýrrar ríkisstjórnar verði. Alþingi Tengdar fréttir Ekki tímabært að ákveða kjördag Fjármálaráðherra segir ekki tímabært að ákveða kjördag í haust. Málið muni skýrast á næstu vikum og velta á framgangi þingmála. Þá útilokar hann ekki sumarþing til hægt verði að afgreiða þau mál sem ríkisstjórnin vill klára. 10. apríl 2016 18:38 Kynna jafnvel fjárlög fyrir kosningar Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins kom saman í Valhöll í gær í framhaldi af nýju stjórnarsamstarfi þar sem farið var yfir aðdraganda nýrrar ríkisstjórnar og framhaldið rætt. Formaður Sjálfstæðisflokksins telur koma til álita að kynna frumvarp til fjárlaga í haust og ganga síðan til kosninga. 11. apríl 2016 07:00 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Þingflokksfundadagur er á Alþingi í dag og er það samkvæmt starfsáætlun þingsins en klukkan 11 munu þingflokksformenn funda með Einari K. Guðfinnssyni, forseta þingsins. Á vef Alþingis kemur fram að næsti þingfundur verði á morgun en að sögn Einars liggur ekki fyrir hvað verði þá á dagskrá. Það ætti að skýrast í dag en eins og venjulega á þirðjudögum mun fundurinnar hefjast klukkan 13:30. Eins og kunnugt er tók ný ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks við síðastliðinn fimmtudag en stefna hennar byggir á stjórnarsáttmála sömu flokka sem undirritaður var snemmsumars 2013 þegar ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, tók við völdum. Ljóst er að núverandi ríkisstjórn, með Sigurð Inga Jóhannasson, forsætisráðherra, í broddi fylkingar þarf að setja ákveðin mál í forgang ef stjórnarflokkarnir hyggjast standa við yfirlýsingar um að boða til kosninga í haust. Ef marka má orð Sigurðar Inga og Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, er losun fjármagnshafta efst á forgangslistanum en önnur mál sem lögð verður áhersla á eru húsnæðismál, heilbrigðismál og verðtryggingin. Leiða má líkur að því að ríkisstjórnin þurfi að ræða við stjórnarandstöðuna og komast að samkomulagi við hana um að greiða götu ákveðinna mála í þinginu á næstu vikum og mánuðum. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að ekki hafi verið rætt við stjórnarandstöðuna um að setjast niður og fara yfir þessi mál. Hún segir að stjórnarandstaðan leggi megináherslu á að fá tvo hluti á hreint, annars vegar það hvenær þingkosningar eigi að fara hér fram og hins vegar hver málalisti nýrrar ríkisstjórnar verði.
Alþingi Tengdar fréttir Ekki tímabært að ákveða kjördag Fjármálaráðherra segir ekki tímabært að ákveða kjördag í haust. Málið muni skýrast á næstu vikum og velta á framgangi þingmála. Þá útilokar hann ekki sumarþing til hægt verði að afgreiða þau mál sem ríkisstjórnin vill klára. 10. apríl 2016 18:38 Kynna jafnvel fjárlög fyrir kosningar Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins kom saman í Valhöll í gær í framhaldi af nýju stjórnarsamstarfi þar sem farið var yfir aðdraganda nýrrar ríkisstjórnar og framhaldið rætt. Formaður Sjálfstæðisflokksins telur koma til álita að kynna frumvarp til fjárlaga í haust og ganga síðan til kosninga. 11. apríl 2016 07:00 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Ekki tímabært að ákveða kjördag Fjármálaráðherra segir ekki tímabært að ákveða kjördag í haust. Málið muni skýrast á næstu vikum og velta á framgangi þingmála. Þá útilokar hann ekki sumarþing til hægt verði að afgreiða þau mál sem ríkisstjórnin vill klára. 10. apríl 2016 18:38
Kynna jafnvel fjárlög fyrir kosningar Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins kom saman í Valhöll í gær í framhaldi af nýju stjórnarsamstarfi þar sem farið var yfir aðdraganda nýrrar ríkisstjórnar og framhaldið rætt. Formaður Sjálfstæðisflokksins telur koma til álita að kynna frumvarp til fjárlaga í haust og ganga síðan til kosninga. 11. apríl 2016 07:00