Pepsi-spáin 2016: FH verður Íslandsmeistari Íþróttadeild 365 skrifar 30. apríl 2016 09:00 Meistararnir verja titilinn. vísir/þórdís inga Íþróttadeild 365 telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni. Íslandsmótið hefst 1. maí en þar á FH titil að verja eftir að verða meistari í sjöunda sinn í sögu félagsins. Íþróttadeild 365 spáir einmitt ríkjandi meisturum FH Íslandsmeistaratitlinum þetta sumarið. FH var í hefndarför síðasta tímabil eftir að verða af titlinum í dramatískum úrslitaleik gegn Stjörnunni 2014 og stóð uppi sem sannfærandi sigurvegari. FH hefur unnið alla sjö titla sína frá 2004 en undanfarin tólf ár hefur liðið aldrei hafnað neðar en í öðru sæti. Heimir Guðjónsson er áfram kóngurinn í Krikanum en hann er búinn að þjálfa liðið síðan 2008 og gera það fjórum sinnum að Íslandsmeistara. Hann var fyrirliði FH þegar liðið varð meistari í fyrsta sinn og fagnaði svo einnig sigri sem aðstoðarþjálfari 2006. Hann er búinn að vera stór hluti af sigurgöngu FH-inga undanfarinn áratug jafnt innan vallar sem utan.graf/sæmundurFYRSTU FIMM FH-ingar byrja mótið gegn nýliðum Þróttar og ættu þar að geta unnið sannfærandi sigur. Með stórum sigri sem heldur liðinu á toppnum eftir fyrstu umferðina er ekkert útilokað að FH-liðið verði þar það sem eftir lifir móts. FH á svo annan þægilegan leik gegn ÍA á heimavelli í annarri umferðinni áður en erkifjendurnir FH og KR mætast svo í þriðju umferð mótsins. Þessir stórleikir verða að hætta að fara svona snemma fram. Eftir annan þægilegan leik gegn Fjölni heldur FH svo í Garðabæinn og mætir eina liðinu sem getur státað sig af jafnstórum leikmanni hópi og það sjálft; Stjörnunni. 01. maí: Þróttur – FH, Þróttarvöllur 08. maí: FH – ÍA, Kaplakrikavöllur 12. maí: KR – FH, Alvogen-völlurinn 16. maí: FH – Fjölnir, Kaplakrikavöllur 23. maí: Stjarnan – FH, Samsung-völlurinnGunnar Nielsen, Davíð Þór Viðarsson og Atli Guðnason.vísir/pjeturÞRÍR SEM FH TREYSTIR ÁGunnar Nielsen: Eini veikleiki FH-liðsins undanfarin ár ef veikleika má kalla hefur verið markvarslan. Nú eru FH-ingar búnir að fá til sín Gunnar Nielsen, færeyska landsliðsmarkvörðinn sem spilaði með Stjörnunni í fyrra. Gunnar á að vera síðasta púslið sem kemur FH í riðlakeppni Evrópudeildarinnar en svo gæti farið að Hafnafjarðarliðið verði í dauðafæri að skrifa nýjan kafla í íslenska fótboltasöguna í sumar.Davíð Þór Viðarsson: Sama hversu sterkur hópur FH-liðsins er og verður virðast alltaf vera sömu tveir mennirnir sem liðið treystir á að standi sig ætli það alla leið. Það eru Davíð Þór Viðarsson og Atli Guðnason. Davíð Þór er ekki bara einn besti miðjumaður deildarinnar heldur leiðtogi og andlit besta liðs á Íslandi í dag. Ef hann spilar vel er ansi erfitt að brjóta niður FH-liðið en það á mun auðveldara með að brjóta niður andstæðinga sína.Atli Guðnason: Framherjinn magnaði sem tvisvar sinnum hefur verið kosinn besti leikmaður tímabilsins af kollegum sínum íhugaði að hætta í vetur. Hann hætti við að hætta og verður eins og alltaf lykilmaður hjá FH. Hann sýndi nú bara síðast í Meistarakeppni KSÍ að þegar neyðin er stærst hjá FH þá er hjálpin oftast smæst og hún heitir Atli Guðnason. Ótrúlega naskur markaskorari og einfaldlega einn besti leikmaður efstu deildar undanfarinn áratug.Bergsveinn Ólafsson gekk í raðir FH frá Fjölni.vísir/stefánMARKAÐURINNKomnir: Bergsveinn Ólafsson frá Fjölni Gunnar Nielsen frá Stjörnunni Sonni Ragnar Nattestad frá DanmörkuFarnir: Böðvar Böðvarsson til Midtjylland á láni Jón Ragnar Jónsson hættur Kristján Pétur Finnbogason í Leikni R. á láni Pétur Viðarsson á leið í nám erlendis Róbert Örn Óskarsson í Víking R. FH-ingar voru bara rólegir á markaðnum í vetur og styrktu það sem þeir þurftu að styrkja. Þeir fengu sterkari markvörð þegar þeir sömdu við Gunnar Nielsen og sendu Róbert Örn Óskarsson í Víking. FH-ingar þurftu einnig miðvörð þar sem Pétur Viðarsson fór í nám og þá sótti liðið einn besta miðvörð deildarinnar í fyrra; Bergsvein Ólafsson. Bergsveinn er hörku miðvörður sem á þó eftir að sanna sig að spila fyrir stærra lið. Hann hefur aftur á móti verið mjög góður í vetur. Það var ekki mikið að gerast í vetur hjá FH á markaðnum enda þurfti liðið ekki að gera mikið. Það kemur til leiks með sterkari hóp en í fyrra.vísir/pjeturHVAÐ SEGIR HJÖRVAR HAFLIÐASON? Hvað er hægt að segja um FH sem hefur ekki verið sagt um FH. Þetta er bara frábært fótboltalið sem er búið að vera á toppnum í íslenskum fótbolta í tólf ár. FH-ingar eru vel mannaðir í öllum stöðum jafnt innan vallar sem utan með góðan þjálfara, góðan formann og engan veikan blett að finna á þessu FH-starfi. Vandamálið er að tveir bestu mennirnir eru að eldast; Atli Guðnason og Davíð Þór Viðarsson. En það er kannski ekki mikið vandamál núna. Það er eina sem FH vantar er tvennan, að vinna deild og bikar. Þá þyrstir að taka tvennuna sem öll þessu bestu lið í gegnum árin hafa tekið. Á síðustu 20 árum hafa þessi bestu lið eins og ÍA, ÍBV og KR í tvígang.Heimir Guðjónsson hefur verið sigursæll með FH.Vísir/StefánÞað sem við vitum um FH er... að liðið er á pappírnum það besta á landinu, ríkjandi meistari og með mestu sigurhefðina undanfarin ár. Það er ekki veikan blett að finna á liðinu og þá er það með besta þjálfarann og að taka fram úr öllum þegar kemur að aðstöðu og metnaði. FH þarf að hafa fyrir því að vinan ekki titilinn í ár.Spurningamerkin eru... meiðsli Gunnars Nielsen. Hann byrjar mótið mögulega meiddur og ef hann helst ekki heill er 44 ára gamall Kristján Finnbogason á bekknum. Fleiri eru spurningamerkin eiginlega ekki.Emil Pálsson var besti leikmaður síðustu leiktíðar.vísir/andri marinóÍ BESTA FALLI: Spilar FH eins og FH og verður meistari í áttunda sinn. Það þarf ansi mikið að gerast hjá þessu vel manaða og vel þjálfaða liði svo það verði ekki meistari.Í VERSTA FALLI: Verður Gunnar Nielsen eitthvað frá og FH tapar stigum vegna þess. Kristján Finnbogason er þó enginn slugsi í markinu eins og hann sýndi í meistaraleiknum. FH fór í gegnum tímabil í fyrra þar sem liðið var rosalega pirrað út í allt og alla en það lagaðist og húrraði liðið sér á Íslandsmeistaratitilinn. Verði menn í fýlu með markvörðinn meiddan og fleiri lykilmenn gæti silfrið orðið FH-inga. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2016: ÍA hafnar í 10. sæti Íþróttadeild 365 spáir Skagamönnum fallbaráttu í Pepsi-deildinni í sumar eftir flott tímabil í fyrra. 20. apríl 2016 09:00 Pepsi-spáin 2016: KR hafnar í 2. sæti Íþróttadeild 365 spáir KR öðru sæti Pepsi-deildar karla í sumar en liðið lenti í þriðja sæti í fyrra eftir að vera á toppnum um mitt mót. 29. apríl 2016 09:00 Markakóngur 1. deildar til Vals Valur hefur fengið framherjann Björgvin Stefánsson á láni frá Haukum. 26. apríl 2016 18:50 Pepsi-spáin 2016: Fjölnir hafnar í 8. sæti Íþróttadeild 365 spáir Fjölni áttunda sæti Pepsi-deildarinnar í sumar en Grafarvogsliðið jafnaði sinn besta árangur í fyrra og lenti í sjötta sæti. 22. apríl 2016 09:00 Pepsi-spáin 2016: Víkingur hafnar í 6. sæti Íþróttadeild 365 spáir Víkingi Reykjavík sjötta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar en það er þremur sætum ofar en liðið endaði á síðasta ári. 25. apríl 2016 09:00 Pepsi-spáin 2016: Víkingur Ó. hafnar í 11. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Víkings Ólafsvíkur 11. og næst neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2016 09:00 Pepsi-spáin 2016: ÍBV hafnar í 9. sæti Íþróttadeild 365 spáir ÍBV níunda sæti Pepsi-deildarinnar í sumar, einu ofar en liðið hafnaði á síðasta ári. 21. apríl 2016 09:00 Pepsi-spáin 2016: Fylkir hafnar í 7. sæti Íþróttadeild 365 spáir Fylki sjöunda sæti Pepsi-deildarinnar í sumar en það er einu ofar en liðið lenti á síðasta tímabili. 23. apríl 2016 09:00 Pepsi-spáin 2016: Þróttur hafnar í 12. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Þróttar 12. og neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2016 09:00 Pepsi-spáin 2016: Breiðablik hafnar í 4. sæti Íþróttadeild 365 spáir Breiðabliki fjórða sæti Pepsi-deildarinnar í sumar en liðið kom skemmtilega á óvart í fyrra og landaði silfrinu. 27. apríl 2016 09:00 Pepsi-spáin 2016: Stjarnan hafnar í 3. sæti Íþróttadeild 365 spáir Stjörnunni þriðja sæti en það er sæti ofar en liðið endaði síðasta tímabil sem voru vonbrigði Garðabænum. 28. apríl 2016 09:00 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Íþróttadeild 365 telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni. Íslandsmótið hefst 1. maí en þar á FH titil að verja eftir að verða meistari í sjöunda sinn í sögu félagsins. Íþróttadeild 365 spáir einmitt ríkjandi meisturum FH Íslandsmeistaratitlinum þetta sumarið. FH var í hefndarför síðasta tímabil eftir að verða af titlinum í dramatískum úrslitaleik gegn Stjörnunni 2014 og stóð uppi sem sannfærandi sigurvegari. FH hefur unnið alla sjö titla sína frá 2004 en undanfarin tólf ár hefur liðið aldrei hafnað neðar en í öðru sæti. Heimir Guðjónsson er áfram kóngurinn í Krikanum en hann er búinn að þjálfa liðið síðan 2008 og gera það fjórum sinnum að Íslandsmeistara. Hann var fyrirliði FH þegar liðið varð meistari í fyrsta sinn og fagnaði svo einnig sigri sem aðstoðarþjálfari 2006. Hann er búinn að vera stór hluti af sigurgöngu FH-inga undanfarinn áratug jafnt innan vallar sem utan.graf/sæmundurFYRSTU FIMM FH-ingar byrja mótið gegn nýliðum Þróttar og ættu þar að geta unnið sannfærandi sigur. Með stórum sigri sem heldur liðinu á toppnum eftir fyrstu umferðina er ekkert útilokað að FH-liðið verði þar það sem eftir lifir móts. FH á svo annan þægilegan leik gegn ÍA á heimavelli í annarri umferðinni áður en erkifjendurnir FH og KR mætast svo í þriðju umferð mótsins. Þessir stórleikir verða að hætta að fara svona snemma fram. Eftir annan þægilegan leik gegn Fjölni heldur FH svo í Garðabæinn og mætir eina liðinu sem getur státað sig af jafnstórum leikmanni hópi og það sjálft; Stjörnunni. 01. maí: Þróttur – FH, Þróttarvöllur 08. maí: FH – ÍA, Kaplakrikavöllur 12. maí: KR – FH, Alvogen-völlurinn 16. maí: FH – Fjölnir, Kaplakrikavöllur 23. maí: Stjarnan – FH, Samsung-völlurinnGunnar Nielsen, Davíð Þór Viðarsson og Atli Guðnason.vísir/pjeturÞRÍR SEM FH TREYSTIR ÁGunnar Nielsen: Eini veikleiki FH-liðsins undanfarin ár ef veikleika má kalla hefur verið markvarslan. Nú eru FH-ingar búnir að fá til sín Gunnar Nielsen, færeyska landsliðsmarkvörðinn sem spilaði með Stjörnunni í fyrra. Gunnar á að vera síðasta púslið sem kemur FH í riðlakeppni Evrópudeildarinnar en svo gæti farið að Hafnafjarðarliðið verði í dauðafæri að skrifa nýjan kafla í íslenska fótboltasöguna í sumar.Davíð Þór Viðarsson: Sama hversu sterkur hópur FH-liðsins er og verður virðast alltaf vera sömu tveir mennirnir sem liðið treystir á að standi sig ætli það alla leið. Það eru Davíð Þór Viðarsson og Atli Guðnason. Davíð Þór er ekki bara einn besti miðjumaður deildarinnar heldur leiðtogi og andlit besta liðs á Íslandi í dag. Ef hann spilar vel er ansi erfitt að brjóta niður FH-liðið en það á mun auðveldara með að brjóta niður andstæðinga sína.Atli Guðnason: Framherjinn magnaði sem tvisvar sinnum hefur verið kosinn besti leikmaður tímabilsins af kollegum sínum íhugaði að hætta í vetur. Hann hætti við að hætta og verður eins og alltaf lykilmaður hjá FH. Hann sýndi nú bara síðast í Meistarakeppni KSÍ að þegar neyðin er stærst hjá FH þá er hjálpin oftast smæst og hún heitir Atli Guðnason. Ótrúlega naskur markaskorari og einfaldlega einn besti leikmaður efstu deildar undanfarinn áratug.Bergsveinn Ólafsson gekk í raðir FH frá Fjölni.vísir/stefánMARKAÐURINNKomnir: Bergsveinn Ólafsson frá Fjölni Gunnar Nielsen frá Stjörnunni Sonni Ragnar Nattestad frá DanmörkuFarnir: Böðvar Böðvarsson til Midtjylland á láni Jón Ragnar Jónsson hættur Kristján Pétur Finnbogason í Leikni R. á láni Pétur Viðarsson á leið í nám erlendis Róbert Örn Óskarsson í Víking R. FH-ingar voru bara rólegir á markaðnum í vetur og styrktu það sem þeir þurftu að styrkja. Þeir fengu sterkari markvörð þegar þeir sömdu við Gunnar Nielsen og sendu Róbert Örn Óskarsson í Víking. FH-ingar þurftu einnig miðvörð þar sem Pétur Viðarsson fór í nám og þá sótti liðið einn besta miðvörð deildarinnar í fyrra; Bergsvein Ólafsson. Bergsveinn er hörku miðvörður sem á þó eftir að sanna sig að spila fyrir stærra lið. Hann hefur aftur á móti verið mjög góður í vetur. Það var ekki mikið að gerast í vetur hjá FH á markaðnum enda þurfti liðið ekki að gera mikið. Það kemur til leiks með sterkari hóp en í fyrra.vísir/pjeturHVAÐ SEGIR HJÖRVAR HAFLIÐASON? Hvað er hægt að segja um FH sem hefur ekki verið sagt um FH. Þetta er bara frábært fótboltalið sem er búið að vera á toppnum í íslenskum fótbolta í tólf ár. FH-ingar eru vel mannaðir í öllum stöðum jafnt innan vallar sem utan með góðan þjálfara, góðan formann og engan veikan blett að finna á þessu FH-starfi. Vandamálið er að tveir bestu mennirnir eru að eldast; Atli Guðnason og Davíð Þór Viðarsson. En það er kannski ekki mikið vandamál núna. Það er eina sem FH vantar er tvennan, að vinna deild og bikar. Þá þyrstir að taka tvennuna sem öll þessu bestu lið í gegnum árin hafa tekið. Á síðustu 20 árum hafa þessi bestu lið eins og ÍA, ÍBV og KR í tvígang.Heimir Guðjónsson hefur verið sigursæll með FH.Vísir/StefánÞað sem við vitum um FH er... að liðið er á pappírnum það besta á landinu, ríkjandi meistari og með mestu sigurhefðina undanfarin ár. Það er ekki veikan blett að finna á liðinu og þá er það með besta þjálfarann og að taka fram úr öllum þegar kemur að aðstöðu og metnaði. FH þarf að hafa fyrir því að vinan ekki titilinn í ár.Spurningamerkin eru... meiðsli Gunnars Nielsen. Hann byrjar mótið mögulega meiddur og ef hann helst ekki heill er 44 ára gamall Kristján Finnbogason á bekknum. Fleiri eru spurningamerkin eiginlega ekki.Emil Pálsson var besti leikmaður síðustu leiktíðar.vísir/andri marinóÍ BESTA FALLI: Spilar FH eins og FH og verður meistari í áttunda sinn. Það þarf ansi mikið að gerast hjá þessu vel manaða og vel þjálfaða liði svo það verði ekki meistari.Í VERSTA FALLI: Verður Gunnar Nielsen eitthvað frá og FH tapar stigum vegna þess. Kristján Finnbogason er þó enginn slugsi í markinu eins og hann sýndi í meistaraleiknum. FH fór í gegnum tímabil í fyrra þar sem liðið var rosalega pirrað út í allt og alla en það lagaðist og húrraði liðið sér á Íslandsmeistaratitilinn. Verði menn í fýlu með markvörðinn meiddan og fleiri lykilmenn gæti silfrið orðið FH-inga.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2016: ÍA hafnar í 10. sæti Íþróttadeild 365 spáir Skagamönnum fallbaráttu í Pepsi-deildinni í sumar eftir flott tímabil í fyrra. 20. apríl 2016 09:00 Pepsi-spáin 2016: KR hafnar í 2. sæti Íþróttadeild 365 spáir KR öðru sæti Pepsi-deildar karla í sumar en liðið lenti í þriðja sæti í fyrra eftir að vera á toppnum um mitt mót. 29. apríl 2016 09:00 Markakóngur 1. deildar til Vals Valur hefur fengið framherjann Björgvin Stefánsson á láni frá Haukum. 26. apríl 2016 18:50 Pepsi-spáin 2016: Fjölnir hafnar í 8. sæti Íþróttadeild 365 spáir Fjölni áttunda sæti Pepsi-deildarinnar í sumar en Grafarvogsliðið jafnaði sinn besta árangur í fyrra og lenti í sjötta sæti. 22. apríl 2016 09:00 Pepsi-spáin 2016: Víkingur hafnar í 6. sæti Íþróttadeild 365 spáir Víkingi Reykjavík sjötta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar en það er þremur sætum ofar en liðið endaði á síðasta ári. 25. apríl 2016 09:00 Pepsi-spáin 2016: Víkingur Ó. hafnar í 11. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Víkings Ólafsvíkur 11. og næst neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2016 09:00 Pepsi-spáin 2016: ÍBV hafnar í 9. sæti Íþróttadeild 365 spáir ÍBV níunda sæti Pepsi-deildarinnar í sumar, einu ofar en liðið hafnaði á síðasta ári. 21. apríl 2016 09:00 Pepsi-spáin 2016: Fylkir hafnar í 7. sæti Íþróttadeild 365 spáir Fylki sjöunda sæti Pepsi-deildarinnar í sumar en það er einu ofar en liðið lenti á síðasta tímabili. 23. apríl 2016 09:00 Pepsi-spáin 2016: Þróttur hafnar í 12. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Þróttar 12. og neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2016 09:00 Pepsi-spáin 2016: Breiðablik hafnar í 4. sæti Íþróttadeild 365 spáir Breiðabliki fjórða sæti Pepsi-deildarinnar í sumar en liðið kom skemmtilega á óvart í fyrra og landaði silfrinu. 27. apríl 2016 09:00 Pepsi-spáin 2016: Stjarnan hafnar í 3. sæti Íþróttadeild 365 spáir Stjörnunni þriðja sæti en það er sæti ofar en liðið endaði síðasta tímabil sem voru vonbrigði Garðabænum. 28. apríl 2016 09:00 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Pepsi-spáin 2016: ÍA hafnar í 10. sæti Íþróttadeild 365 spáir Skagamönnum fallbaráttu í Pepsi-deildinni í sumar eftir flott tímabil í fyrra. 20. apríl 2016 09:00
Pepsi-spáin 2016: KR hafnar í 2. sæti Íþróttadeild 365 spáir KR öðru sæti Pepsi-deildar karla í sumar en liðið lenti í þriðja sæti í fyrra eftir að vera á toppnum um mitt mót. 29. apríl 2016 09:00
Markakóngur 1. deildar til Vals Valur hefur fengið framherjann Björgvin Stefánsson á láni frá Haukum. 26. apríl 2016 18:50
Pepsi-spáin 2016: Fjölnir hafnar í 8. sæti Íþróttadeild 365 spáir Fjölni áttunda sæti Pepsi-deildarinnar í sumar en Grafarvogsliðið jafnaði sinn besta árangur í fyrra og lenti í sjötta sæti. 22. apríl 2016 09:00
Pepsi-spáin 2016: Víkingur hafnar í 6. sæti Íþróttadeild 365 spáir Víkingi Reykjavík sjötta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar en það er þremur sætum ofar en liðið endaði á síðasta ári. 25. apríl 2016 09:00
Pepsi-spáin 2016: Víkingur Ó. hafnar í 11. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Víkings Ólafsvíkur 11. og næst neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2016 09:00
Pepsi-spáin 2016: ÍBV hafnar í 9. sæti Íþróttadeild 365 spáir ÍBV níunda sæti Pepsi-deildarinnar í sumar, einu ofar en liðið hafnaði á síðasta ári. 21. apríl 2016 09:00
Pepsi-spáin 2016: Fylkir hafnar í 7. sæti Íþróttadeild 365 spáir Fylki sjöunda sæti Pepsi-deildarinnar í sumar en það er einu ofar en liðið lenti á síðasta tímabili. 23. apríl 2016 09:00
Pepsi-spáin 2016: Þróttur hafnar í 12. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Þróttar 12. og neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2016 09:00
Pepsi-spáin 2016: Breiðablik hafnar í 4. sæti Íþróttadeild 365 spáir Breiðabliki fjórða sæti Pepsi-deildarinnar í sumar en liðið kom skemmtilega á óvart í fyrra og landaði silfrinu. 27. apríl 2016 09:00
Pepsi-spáin 2016: Stjarnan hafnar í 3. sæti Íþróttadeild 365 spáir Stjörnunni þriðja sæti en það er sæti ofar en liðið endaði síðasta tímabil sem voru vonbrigði Garðabænum. 28. apríl 2016 09:00