Körfubolti

Fyrsti leikur San Antonio og Oklahoma City í beinni á Stöð 2 Sport

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tim Duncan í frákastabaráttu í leik gegn Oklahoma City.
Tim Duncan í frákastabaráttu í leik gegn Oklahoma City. Vísir/Getty
Fyrsti leikur í afar áhugaverðri rimmu San Antonio Spurs og Oklahoma City Thunder verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport aðfaranótt sunnudags.

Liðin mætast í undanúrslitum Vesturdeildarinnar en sigurvegari rimmunnar gæti mætt ríkjandi NBA-meisturunum í Golden State Warriors í úrslitum vestursins.

Golden State er að bíða eftir því að rimma LA Clippers og Portland klárist en Steph Curry og hans félagar mæta sigurvegaranum í sinni undanúrslitarimmu.

Bæði Oklahoma City og San Antonio fóru nokkuð létt í gegnum fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Oklahoma City vann Dallas, 4-1, en San Antonio sópaði Memphis úr leik, 4-0.

Búast má við spennandi einvígi og gæti heimavöllurinn skipt sköpum enda var San Antonio nánast ósigrandi á heimavelli sínum í vetur með þá Tim Duncan, Manu Ginobili og Tony Parker í eldlínunni sem fyrr.

Oklahoma City er þó afar vel mannað með þá Kevin Durant, Russell Westbrook og Serge Ibaka fremsta í flokki.

Leikurinn hefst klukkan 00.30 aðfaranótt sunnudags.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×