Hakkaður nokkrum mínútum fyrir nýliðavalið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. apríl 2016 10:45 Draumadagur hins unga ruðningsleikmanns, Laremy Tunsil, snérist upp í hreina martröð er NFL-nýliðavalið fór fram í nótt. Tunsil var einn af bestu leikmönnunum í nýliðavalinu og um tíma var talið að hann færi númer eitt. Er leið nær valinu var því spáð að hann yrði valinn númer þrjú til fjögur. Nokkrum mínútum áður en nýliðavalið hófst birtist myndband á Twitter-síðu hans þar sem hann er að reykja maríjúana. Því myndbandi var svo eytt nokkrum mínútum síðar en það var of seint. Internetið geymir allt og myndbandið má sjá hér að ofan. Drengurinn sagði augljóst að hann hefði verið hakkaður og að myndbandið væri tveggja ára gamalt. Hann hefði ekki sett myndbandið inn enda hefði það verið fullkomlega glórulaust. Myndbandið hafði þó stór áhrif.Tunsil brosti er hann var loksins valinn.vísir/gettyLiðin sem voru að íhuga að velja hann slepptu því. Sögðu fyrst að þetta kom upp hvað meira gæti fylgt drengnum? Hann var á endanum valinn númer 13 af Miami Dolphins. Samkvæmt tölfræðingum munar 1,6 milljörðum í launum á því að vera valinn númer 3 og 13. Þetta er því ansi dýr grikkur sem honum var gerður. Síðar um nóttina var síðan búið að hakka Instagram-reikning leikmannsins og skjáskot birt af honum að biðja þjálfarann sinn í háskóla um peninga. Það má ekki og verður rannsakað. Á blaðamannafundi eftir nýliðavalið viðurkenndi Tunsil að hafa þegið peninga frá fólki tengdu Ole Miss-háskólanum. Spjótin beindust fljótt að stjúpföður Tunsil sem stendur í málaferlum við drenginn. Tunsil var handtekinn síðasta sumar er hann kýldi stjúpföður sinn. Stjúpinn fór síðan í mál í kjölfarið og þeir talast ekki við. Stjúpinn hafnaði öllum ásökunum í gær og sagðist ekki einu sinni vera að horfa á nýliðavalið. Honum væri alveg sama. Þetta var algjörlega ótrúleg atburðarrás sem á sér engin fordæmi. Annars var leikstjórnandinn Jared Goff frá Californíu-háskólanum valinn fyrstur í valinu af Los Angeles Rams. Annar leikstjórnandi, Carson Wentz frá North Dakota, var valinn númer tvö af Philadelphia Eagles. Fyrsti hlauparinn fór númer fjögur er Dallas Cowboys valdi Ezekiel Elliott. Hér má sjá hvernig nýliðavalið fór í nótt en það heldur svo áfram í dag.Jared Goff er kominn til Hollywood og verður andlit Rams sem er komið aftur til Los Angeles. Alvöru pressa á þessum unga manni.vísir/getty NFL Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Sjá meira
Draumadagur hins unga ruðningsleikmanns, Laremy Tunsil, snérist upp í hreina martröð er NFL-nýliðavalið fór fram í nótt. Tunsil var einn af bestu leikmönnunum í nýliðavalinu og um tíma var talið að hann færi númer eitt. Er leið nær valinu var því spáð að hann yrði valinn númer þrjú til fjögur. Nokkrum mínútum áður en nýliðavalið hófst birtist myndband á Twitter-síðu hans þar sem hann er að reykja maríjúana. Því myndbandi var svo eytt nokkrum mínútum síðar en það var of seint. Internetið geymir allt og myndbandið má sjá hér að ofan. Drengurinn sagði augljóst að hann hefði verið hakkaður og að myndbandið væri tveggja ára gamalt. Hann hefði ekki sett myndbandið inn enda hefði það verið fullkomlega glórulaust. Myndbandið hafði þó stór áhrif.Tunsil brosti er hann var loksins valinn.vísir/gettyLiðin sem voru að íhuga að velja hann slepptu því. Sögðu fyrst að þetta kom upp hvað meira gæti fylgt drengnum? Hann var á endanum valinn númer 13 af Miami Dolphins. Samkvæmt tölfræðingum munar 1,6 milljörðum í launum á því að vera valinn númer 3 og 13. Þetta er því ansi dýr grikkur sem honum var gerður. Síðar um nóttina var síðan búið að hakka Instagram-reikning leikmannsins og skjáskot birt af honum að biðja þjálfarann sinn í háskóla um peninga. Það má ekki og verður rannsakað. Á blaðamannafundi eftir nýliðavalið viðurkenndi Tunsil að hafa þegið peninga frá fólki tengdu Ole Miss-háskólanum. Spjótin beindust fljótt að stjúpföður Tunsil sem stendur í málaferlum við drenginn. Tunsil var handtekinn síðasta sumar er hann kýldi stjúpföður sinn. Stjúpinn fór síðan í mál í kjölfarið og þeir talast ekki við. Stjúpinn hafnaði öllum ásökunum í gær og sagðist ekki einu sinni vera að horfa á nýliðavalið. Honum væri alveg sama. Þetta var algjörlega ótrúleg atburðarrás sem á sér engin fordæmi. Annars var leikstjórnandinn Jared Goff frá Californíu-háskólanum valinn fyrstur í valinu af Los Angeles Rams. Annar leikstjórnandi, Carson Wentz frá North Dakota, var valinn númer tvö af Philadelphia Eagles. Fyrsti hlauparinn fór númer fjögur er Dallas Cowboys valdi Ezekiel Elliott. Hér má sjá hvernig nýliðavalið fór í nótt en það heldur svo áfram í dag.Jared Goff er kominn til Hollywood og verður andlit Rams sem er komið aftur til Los Angeles. Alvöru pressa á þessum unga manni.vísir/getty
NFL Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Sjá meira