Hermann hefur bullandi trú á oddaleik Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. apríl 2016 06:00 Pavel Ermolinskij fer hér framhjá Haukamanninum Emil Barja. Vísir/Ernir Eftir að hafa lent 2-0 undir í úrslitaeinvígi Domino's-deildar karla bitu Haukarnir frá sér. Það gerðu þeir meira að segja án síns besta manns, Kára Jónssonar, og eru aftur komnir inn í einvígið. Haukarnir eiga heimaleik í kvöld gegn ríkjandi meisturum og geta komið einvíginu í oddaleik með sigri í kvöld. Það mátti líklega telja þá á fingrum annarrar handar sem höfðu trú á sigri Hauka í síðustu leik en Haukarnir sýndu hvað í þeim býr. Þeir eru komnir með blóð á tennurnar og skildi enginn afskrifa Hafnarfjarðarliðið.Hugarfar Haukanna breyttist „Mér fannst hugarfarið breytast hjá Haukunum. Þeir höfðu meiri trú á verkefninu en í hinum leikjunum. Pressan var líka af þeim og þeir gátu komið algjörlega æðrulausir í leikinn með allt að vinna en engu að tapa. Nú settu þeir líka niður stóru skotin ólíkt því sem var í leik tvö,“ segir Hermann Hauksson, sérfræðingur hjá Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport. „Ég hef trú á þeim núna. Það er byr með þeim og þeir verða að halda í trúna enda hafa þeir nú séð að þeir geta vel unnið KR. Það verður fullt hús og stemning. Ég hef bullandi trú á því að þeir komi þessu í oddaleik.“ Síðasti leikur liðanna var heldur betur dramatískur þar sem Finnur Atli Magnússon tryggði Haukum framlengingu með ævintýralegri þriggja stiga körfu um leið og leiktíminn rann út. „Finnur var flottur. Emil Barja var traustur allan leikinn sem og Brandon Mobley. Eini maðurinn sem spilaði ekki vel hjá Haukum var Haukur Óskarsson en hann átti afleitan leik. Það sem gerist þegar Kári Jónsson dettur út er að sóknarleikurinn laskast mikið. Fjarvera hans hefur lítil áhrif á vörnina enda Kári ekki sterkur varnarmaður. Það þurfa fleiri að stíga upp í sókninni og það hafa Emil og Kristinn Marinósson meðal annars gert,“ segir Hermann en innkoma Guðna Valentínusarsonar hefur einnig fært Haukum mikið. „Hann kom þeim inn í leik tvö og stoppar Craion. Hann nær að halda honum frá körfunni og lætur ekki gabba sig. Svo fær hann mígreniskast og getur ekki spilað meira sem er leiðinlegt. Þetta er reyndur strákur sem hefur spilað í Hólminum og Danmörku og kann alveg leikinn. Haukanna vegna vona ég að hann verði heill heilsu í þessum leik. Þeir þurfa á honum að halda.“Finnur Atli Magnússon sækir að Pavel í síðasta leik.Vísir/ErnirKR-ingar gerðu röð mistaka Það héldu nánast allir að KR-ingar myndu sópa Haukunum auðveldlega í síðasta leik en hvað klikkar eiginlega hjá þeim? „KR-ingarnir gerðu röð mistaka og sáu til þess sjálfir að þeir unnu ekki leikinn. Þeir eru stigi yfir og Haukar verða að brjóta. Þá eiga menn eins og Craion og Snorri að fara langt upp völlinn og frá boltanum. Brynjar, Helgi og Bjössi eiga að fá boltann. Hin mistökin eru að gefa Haukum séns á lokaskotinu. Þeir hefðu átt að brjóta og senda Haukana á línuna. Sérstaklega þegar Haukur fékk boltann því hann vildi aldrei fara á línuna. Hann var svo stressaður. KR-ingarnir voru ekki tengdir síðustu mínútur leiksins,“ segir Hermann en meistararnir eru ekki alltaf upp á sitt besta í lok jafnra leikja. „Það er munstur sem við höfum séð og kemur á óvart. Þetta er eitt reynslumesta úrslitaeinvígislið sem hefur komið fram. Þeir þekkja þetta allt flestir. Nú sjáum við í þessum leik úr hverju liðin eru gerð en ég held að þetta verði magnaður leikur. Jafn og skemmtilegur í flottri stemningu.“Hafði ekki trú á leik fjögur Þó að Hermann hafi trú á oddaleik þá sér hann það samt ekki gerast að KR tapi þremur leikjum í röð. „Ég hafði ekki trú á leik fjögur eftir leik tvö. Ég hef trú á oddaleik en sé ekki fyrir mér að KR tapi þar. Ég verð í settinu með Kidda Friðriks á þessum leik og við skoruðum á Haukana eftir leik tvö að ef þeir vildu sjá okkur aftur þar yrðu þeir að taka leik þrjú. Þeir tóku þeirri áskorun. Auðvitað vildu þeir sjá okkur sykurkoddana aftur á skjánum. Hver vill það ekki?“ segir Hermann léttur. Dominos-deild karla Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Sjá meira
Eftir að hafa lent 2-0 undir í úrslitaeinvígi Domino's-deildar karla bitu Haukarnir frá sér. Það gerðu þeir meira að segja án síns besta manns, Kára Jónssonar, og eru aftur komnir inn í einvígið. Haukarnir eiga heimaleik í kvöld gegn ríkjandi meisturum og geta komið einvíginu í oddaleik með sigri í kvöld. Það mátti líklega telja þá á fingrum annarrar handar sem höfðu trú á sigri Hauka í síðustu leik en Haukarnir sýndu hvað í þeim býr. Þeir eru komnir með blóð á tennurnar og skildi enginn afskrifa Hafnarfjarðarliðið.Hugarfar Haukanna breyttist „Mér fannst hugarfarið breytast hjá Haukunum. Þeir höfðu meiri trú á verkefninu en í hinum leikjunum. Pressan var líka af þeim og þeir gátu komið algjörlega æðrulausir í leikinn með allt að vinna en engu að tapa. Nú settu þeir líka niður stóru skotin ólíkt því sem var í leik tvö,“ segir Hermann Hauksson, sérfræðingur hjá Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport. „Ég hef trú á þeim núna. Það er byr með þeim og þeir verða að halda í trúna enda hafa þeir nú séð að þeir geta vel unnið KR. Það verður fullt hús og stemning. Ég hef bullandi trú á því að þeir komi þessu í oddaleik.“ Síðasti leikur liðanna var heldur betur dramatískur þar sem Finnur Atli Magnússon tryggði Haukum framlengingu með ævintýralegri þriggja stiga körfu um leið og leiktíminn rann út. „Finnur var flottur. Emil Barja var traustur allan leikinn sem og Brandon Mobley. Eini maðurinn sem spilaði ekki vel hjá Haukum var Haukur Óskarsson en hann átti afleitan leik. Það sem gerist þegar Kári Jónsson dettur út er að sóknarleikurinn laskast mikið. Fjarvera hans hefur lítil áhrif á vörnina enda Kári ekki sterkur varnarmaður. Það þurfa fleiri að stíga upp í sókninni og það hafa Emil og Kristinn Marinósson meðal annars gert,“ segir Hermann en innkoma Guðna Valentínusarsonar hefur einnig fært Haukum mikið. „Hann kom þeim inn í leik tvö og stoppar Craion. Hann nær að halda honum frá körfunni og lætur ekki gabba sig. Svo fær hann mígreniskast og getur ekki spilað meira sem er leiðinlegt. Þetta er reyndur strákur sem hefur spilað í Hólminum og Danmörku og kann alveg leikinn. Haukanna vegna vona ég að hann verði heill heilsu í þessum leik. Þeir þurfa á honum að halda.“Finnur Atli Magnússon sækir að Pavel í síðasta leik.Vísir/ErnirKR-ingar gerðu röð mistaka Það héldu nánast allir að KR-ingar myndu sópa Haukunum auðveldlega í síðasta leik en hvað klikkar eiginlega hjá þeim? „KR-ingarnir gerðu röð mistaka og sáu til þess sjálfir að þeir unnu ekki leikinn. Þeir eru stigi yfir og Haukar verða að brjóta. Þá eiga menn eins og Craion og Snorri að fara langt upp völlinn og frá boltanum. Brynjar, Helgi og Bjössi eiga að fá boltann. Hin mistökin eru að gefa Haukum séns á lokaskotinu. Þeir hefðu átt að brjóta og senda Haukana á línuna. Sérstaklega þegar Haukur fékk boltann því hann vildi aldrei fara á línuna. Hann var svo stressaður. KR-ingarnir voru ekki tengdir síðustu mínútur leiksins,“ segir Hermann en meistararnir eru ekki alltaf upp á sitt besta í lok jafnra leikja. „Það er munstur sem við höfum séð og kemur á óvart. Þetta er eitt reynslumesta úrslitaeinvígislið sem hefur komið fram. Þeir þekkja þetta allt flestir. Nú sjáum við í þessum leik úr hverju liðin eru gerð en ég held að þetta verði magnaður leikur. Jafn og skemmtilegur í flottri stemningu.“Hafði ekki trú á leik fjögur Þó að Hermann hafi trú á oddaleik þá sér hann það samt ekki gerast að KR tapi þremur leikjum í röð. „Ég hafði ekki trú á leik fjögur eftir leik tvö. Ég hef trú á oddaleik en sé ekki fyrir mér að KR tapi þar. Ég verð í settinu með Kidda Friðriks á þessum leik og við skoruðum á Haukana eftir leik tvö að ef þeir vildu sjá okkur aftur þar yrðu þeir að taka leik þrjú. Þeir tóku þeirri áskorun. Auðvitað vildu þeir sjá okkur sykurkoddana aftur á skjánum. Hver vill það ekki?“ segir Hermann léttur.
Dominos-deild karla Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti