
„Við erum nú komin á Slussen, skiptu hér fyrir grænu leiðina sem fer að Globe-höllinni þar sem Eurovision-keppnin fer fram. Við erum nú við Gamla-Stan. Þetta er stoppistöðin fyrir Euroklúbbinn,“ segir Zelmerlöv í myndbandinu hér að neðan. Í fyrra ómaði rödd Conchitu Wurst, sem sigraði keppnina fyrir Austurríki árið 2014, í neðanjarðarlestakerfinu í Vín þegar keppnin fór fram.