Engin Hildur með í fyrsta sinn í 22 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2016 16:30 Hildur Sigurðardóttir. Vísir/Stefán Haukar og Snæfell mætast í kvöld í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta en leikurinn fer fram í Schenkerhöllinni á Ásvöllum og hefst hann klukkan 19.15. Bæði liðin hafa unnið heimaleiki sína í úrslitaeinvíginu til þessa og Haukakonur búa að því, sem deildarmeistarar, að vera á heimavelli í leiknum í kvöld sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Þetta verður sjötti hreini úrslitaleikurinn í sögu úrslitakeppni kvenna og sá fyrsti síðan að KR og Hamar spiluðu oddaleik um titilinn vorið 2010. Hildur Sigurðardóttir, fyrrum fyrirliði Snæfells, lagði skóna á hilluna síðasta vor og er því ekki með Snæfellsliðinu að þessu sinni. Hildur spilaði fjóra síðustu oddaleiki um titilinn en hún var með KR í þessari stöðu 2000, 2002, 2009 og 2010. Engin kona hefur spilað jafnmarga oddaleiki um Íslandsmeistaratitilinn. Hildur var í sigurliði í leikjunum 2002 og 2010 en þurfti að sætta sig við tap 2000 og 2009. Hildur skoraði samtals 47 stig í þessum fjórum oddaleikjum og bætti þá met Guðbjargar Norðfjörð sem skoraði 45 stig í fyrstu þremur úrslitaleikjunum um Íslandsmeistaratitilinn. Guðbjörg Norðfjörð er ein af þremur sem hafa náð að spila þrjá oddaleiki um titilinn en hinar eru Kristín Björk Jónsdóttir og Guðrún Arna Sigurðardóttir. Aðeins einn leikmaður úr báðum liðum hefur spilað í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn en tveir aðrir leikmenn hafa verið í hóp í úrslitaleik um titilinn. Alda Leif Jónsdóttir í liði Snæfells spilaði á sínum tíma tvo úrslitaleiki um titilinn, fyrst með Keflavík á móti KR 2000 og svo með ÍS á móti KR tveimur árum síðar. Haukakonurnar Jóhanna Björk Sveinsdóttir (KR 2010) og María Lind Sigurðardóttir (Haukar 2009) voru báðar í hóp hjá sínum liðum í þessum leikjum en fengu ekki að fara inná völlinn.Oddaleikir um Íslandsmeistaratitilinn: 1994: Keflavík 68-58 KR 2000: KR 43-58 Keflavík 2002: ÍS 64-68 KR 2009: Haukar 69-64 KR 2010: KR 84-79 HamarFlest stig í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn: 1. Hildur Sigurðardóttir 47 2. Guðbjörg Norðfjörð 45 3. Kristrún Sigurjónsdóttir 35 4. Helga Þorvaldsdóttir 31 5. Anna María Sveinsdóttir 30 6. Slavica Dimovska 27 7. Unnur Tara Jónsdóttir 27 8. Margrét Kara Sturludóttir 26 9. Olga Færseth 26 10. Alda Leif Jónsdóttir 25 Dominos-deild kvenna Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Sjá meira
Haukar og Snæfell mætast í kvöld í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta en leikurinn fer fram í Schenkerhöllinni á Ásvöllum og hefst hann klukkan 19.15. Bæði liðin hafa unnið heimaleiki sína í úrslitaeinvíginu til þessa og Haukakonur búa að því, sem deildarmeistarar, að vera á heimavelli í leiknum í kvöld sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Þetta verður sjötti hreini úrslitaleikurinn í sögu úrslitakeppni kvenna og sá fyrsti síðan að KR og Hamar spiluðu oddaleik um titilinn vorið 2010. Hildur Sigurðardóttir, fyrrum fyrirliði Snæfells, lagði skóna á hilluna síðasta vor og er því ekki með Snæfellsliðinu að þessu sinni. Hildur spilaði fjóra síðustu oddaleiki um titilinn en hún var með KR í þessari stöðu 2000, 2002, 2009 og 2010. Engin kona hefur spilað jafnmarga oddaleiki um Íslandsmeistaratitilinn. Hildur var í sigurliði í leikjunum 2002 og 2010 en þurfti að sætta sig við tap 2000 og 2009. Hildur skoraði samtals 47 stig í þessum fjórum oddaleikjum og bætti þá met Guðbjargar Norðfjörð sem skoraði 45 stig í fyrstu þremur úrslitaleikjunum um Íslandsmeistaratitilinn. Guðbjörg Norðfjörð er ein af þremur sem hafa náð að spila þrjá oddaleiki um titilinn en hinar eru Kristín Björk Jónsdóttir og Guðrún Arna Sigurðardóttir. Aðeins einn leikmaður úr báðum liðum hefur spilað í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn en tveir aðrir leikmenn hafa verið í hóp í úrslitaleik um titilinn. Alda Leif Jónsdóttir í liði Snæfells spilaði á sínum tíma tvo úrslitaleiki um titilinn, fyrst með Keflavík á móti KR 2000 og svo með ÍS á móti KR tveimur árum síðar. Haukakonurnar Jóhanna Björk Sveinsdóttir (KR 2010) og María Lind Sigurðardóttir (Haukar 2009) voru báðar í hóp hjá sínum liðum í þessum leikjum en fengu ekki að fara inná völlinn.Oddaleikir um Íslandsmeistaratitilinn: 1994: Keflavík 68-58 KR 2000: KR 43-58 Keflavík 2002: ÍS 64-68 KR 2009: Haukar 69-64 KR 2010: KR 84-79 HamarFlest stig í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn: 1. Hildur Sigurðardóttir 47 2. Guðbjörg Norðfjörð 45 3. Kristrún Sigurjónsdóttir 35 4. Helga Þorvaldsdóttir 31 5. Anna María Sveinsdóttir 30 6. Slavica Dimovska 27 7. Unnur Tara Jónsdóttir 27 8. Margrét Kara Sturludóttir 26 9. Olga Færseth 26 10. Alda Leif Jónsdóttir 25
Dominos-deild kvenna Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti