Heilbrigðisráðherra segir núverandi greiðsluþátttökukerfi óréttlátt Heimir Már Pétursson skrifar 26. apríl 2016 11:36 Heilbrigðisráðherra segir lítið réttlæti felast í flóknu greiðsluþátttökukerfi sjúklinga sem nú sé við lýði og feli í sér að veikasta fólki geti lent í útgjöldum upp á hrundruð þúsunda. Öryrkjabandalagið þingar í dag frumvarp ráðherrans sem felur í sér breytingar til einföldunar á kerfinu. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur lagt fyrir Alþingi frumvarp um nýtt greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustunni. Samkvæmt því verður sett hámark á mánaðarlegar greiðslur sjúkratryggðra, heildargreiðslur á hverju ári yrðu aldrei meiri en 95 þúsund krónur og eitthvað lægri til eldri borgara og öryrkja. Í frumvarpinu eru jafnframt ákvæði varðandi þjónustustýringu heilbrigðiskerfisins sem miða að því að heilsugæslan sé að jafnaði fyrsti viðkomustaður sjúklinga. Nýja kerfið mun leiða til aukinnar greiðsluþátttöku hjá sumum hópum sem nota heilbrigðiskerfið lítið en lækka greiðslur þeirra sem þurfa mikið á heilbrigðisþjónustu að halda. „Við getum alveg eins spurt hversu sanngjarnt er það að greiðslukerfi heilbrigðisþjónustunnar skipti tugum. Það hefur enginn heildarsýn yfir það. Við erum með okkar veikasta fólk að lenda í mörg hundruð þúsund króna kostnaði á ári við sjálfsagða heilbrigðisþjónustu. Það er engin sanngirni fólgin í því og það er forgangsatriði í mínum huga að leiðrétt það og bæta stöðu þessa hóps umfram aðra,“ segir Kristján Þór. Breytingarnar muni einnig fela í sér að barnafjölskyldur beri ekki kostnaðinn af nýja kerfinu. Fyrsta skrefið sé að breyta kerfinu sjálfu sem sé flókið og geti leitt til mikils kostnaðar þeirra sem þurfa mikla heilbrigðisþjónustu. „Síðan skulum við ræða næstu skref sem lúta að fjármögnun greiðsluhlutans. Það er næsti áfangi,“ segir heilbrigðisráðherra. Það er náttúrlega þannig að þegar búið er að hækka gjöld er sjaldgæft að þau lækki aftur. Er þetta ekki hækkun sem er komin til að vera? „Nei það er ekkert sjaldséð að gjöld séu lækkuð. Það er langur vegur frá. Ég minni til dæmis á að gjöld sjúklinga fyrir sérfræðiþjónustu í landinu lækkuðu frá því að vera 42 prósent af kostnaði niður í að vera 29 prósent um áramótin 2013/2014. Þannig að það eru fordæmi fyrir slíku,“ segir Kristján Þór. Öryrkjabandalagið hefur boðað til málþings um þessi mál á Nordica hótelinu í dag þar sem kynnt verður skýrsla um heilbrigðiskostnað öryrkja en bandalagið hefur lýst áhyggjum af því að kostnaður sumra þeirra muni aukast með breytingunum. „Ég hef gríðarlegar áhyggjur af því ef velferðarkerfið á íslandi er með þeim hætti að okkar veikasta fólk, okkar veikustu þegnar, eigi það á hættu í óbreyttu kerfi að lenda í hundruð þúsund króna útgjöldum. Þarna er um að ræða tíu þúsund manns í það minnsta,“ segir Kristján Þór Júlíusson. Alþingi Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir lítið réttlæti felast í flóknu greiðsluþátttökukerfi sjúklinga sem nú sé við lýði og feli í sér að veikasta fólki geti lent í útgjöldum upp á hrundruð þúsunda. Öryrkjabandalagið þingar í dag frumvarp ráðherrans sem felur í sér breytingar til einföldunar á kerfinu. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur lagt fyrir Alþingi frumvarp um nýtt greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustunni. Samkvæmt því verður sett hámark á mánaðarlegar greiðslur sjúkratryggðra, heildargreiðslur á hverju ári yrðu aldrei meiri en 95 þúsund krónur og eitthvað lægri til eldri borgara og öryrkja. Í frumvarpinu eru jafnframt ákvæði varðandi þjónustustýringu heilbrigðiskerfisins sem miða að því að heilsugæslan sé að jafnaði fyrsti viðkomustaður sjúklinga. Nýja kerfið mun leiða til aukinnar greiðsluþátttöku hjá sumum hópum sem nota heilbrigðiskerfið lítið en lækka greiðslur þeirra sem þurfa mikið á heilbrigðisþjónustu að halda. „Við getum alveg eins spurt hversu sanngjarnt er það að greiðslukerfi heilbrigðisþjónustunnar skipti tugum. Það hefur enginn heildarsýn yfir það. Við erum með okkar veikasta fólk að lenda í mörg hundruð þúsund króna kostnaði á ári við sjálfsagða heilbrigðisþjónustu. Það er engin sanngirni fólgin í því og það er forgangsatriði í mínum huga að leiðrétt það og bæta stöðu þessa hóps umfram aðra,“ segir Kristján Þór. Breytingarnar muni einnig fela í sér að barnafjölskyldur beri ekki kostnaðinn af nýja kerfinu. Fyrsta skrefið sé að breyta kerfinu sjálfu sem sé flókið og geti leitt til mikils kostnaðar þeirra sem þurfa mikla heilbrigðisþjónustu. „Síðan skulum við ræða næstu skref sem lúta að fjármögnun greiðsluhlutans. Það er næsti áfangi,“ segir heilbrigðisráðherra. Það er náttúrlega þannig að þegar búið er að hækka gjöld er sjaldgæft að þau lækki aftur. Er þetta ekki hækkun sem er komin til að vera? „Nei það er ekkert sjaldséð að gjöld séu lækkuð. Það er langur vegur frá. Ég minni til dæmis á að gjöld sjúklinga fyrir sérfræðiþjónustu í landinu lækkuðu frá því að vera 42 prósent af kostnaði niður í að vera 29 prósent um áramótin 2013/2014. Þannig að það eru fordæmi fyrir slíku,“ segir Kristján Þór. Öryrkjabandalagið hefur boðað til málþings um þessi mál á Nordica hótelinu í dag þar sem kynnt verður skýrsla um heilbrigðiskostnað öryrkja en bandalagið hefur lýst áhyggjum af því að kostnaður sumra þeirra muni aukast með breytingunum. „Ég hef gríðarlegar áhyggjur af því ef velferðarkerfið á íslandi er með þeim hætti að okkar veikasta fólk, okkar veikustu þegnar, eigi það á hættu í óbreyttu kerfi að lenda í hundruð þúsund króna útgjöldum. Þarna er um að ræða tíu þúsund manns í það minnsta,“ segir Kristján Þór Júlíusson.
Alþingi Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira