Þetta staðfesti Dana White, forseti UFC, í gær og ítrekaði svo aftur í gærkvöldi. Ekkert verður af bardaganum gegn Diaz 9. júlí í Las Vegas.
Conor henti út áhugaverðu spili á Twitter-síðu sinni eldsnemma í gærmorgun þar sem hann sagði að hann myndi berjast á UFC 200 gegn Diaz og þakkaði Dana White og Lorenzo Fertitta, yfirmönnum UFC, fyrir að gera stuðningsmönnunum greiða og ganga frá málum.
Happy to announce that I am BACK on UFC 200!
Shout out to @danawhite and @lorenzofertitta on getting this one done for the fans. #Respect
— Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) April 25, 2016
TMZ greip White svo aftur fyrir utan veitingastað í Beverly Hills í gærkvöldi þar sem hann var að gera sig kláran að fara að horfa á UFC-stjörnuna Paige VanZant keppa í sjónvarpsþættinum Dancing with the stars.
Aðspurður aftur hvort Conor McGregor yrði ekki hluti af UFC 200 sagði White að svo yrði ekki en hann gæti mætt aftur strax á næsta bardagakvöld eftir það.
„Við erum nýbúin að halda blaðamannafund um þetta. Ég veit ekki hversu skýrmæltari ég geti verið. Conor berst á UFC 201, 202, 203 eða eitthvað. Ég veit ekki nákvæmlega hvenær en við finnum út úr þessu,“ sagði Dana White.