Ólafur verður Geir Guðmundssyni til halds og trausts en Ómar Ingi Magnússon, hin örvhenta skyttan í leikmannahópi Vals, er meiddur og verður ekki meira með í úrslitakeppninni.
Ólafur lék með Val í 26-23 sigri á Akureyri í Olís-deildinni 31. október á síðasta ári en það var fyrsti leikur hans í Valstreyjunni frá vorinu 1996. Ólafur skoraði sex mörk í leiknum.
Leikur Vals og Aftureldingar hefst klukkan 18:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Staðfest að goðsögnin Ólafur Stefánsson er í hóp á eftir! Valshöllin kl 18:00. #olisdeildin #valurhandbolti
— Stefán Karlsson (@stebbikarls) April 23, 2016