White: Væri ekki sanngjarnt að leyfa Conor að berjast úr þessu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. apríl 2016 21:44 Vísir/Getty Dana White sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir UFC 200 í kvöld þar sem aðalumræðuefnið var Conor McGregor. Sjá einnig: Conor segist ekki vera hættur og kastar boltanum yfir til UFC Eins og ítarlega hefur verið fjallað um þá neitaði McGregor að taka þátt í kynningarstarfinu sem fer fram í Las Vegas um helgina. Allt byrjaði það með því að hann tilkynnti að hann væri hættur en það setti allt á annan endann í heimi UFC. McGregor átti að berjast við Nate Diaz á UFC 200 bardagakvöldinu í Las Vegas í júlí en nú er ljóst að ekkert verður úr því. Dana White, forseti UFC, lokaði endanlega á þann möguleika í kvöld. „Ég held að hann sé á Íslandi,“ var fyrsta svar Dana White á blaðamannafundinum í dag. Spurningin var einföld - hvar er Conor? „Það vita allir hver staðan er. Það er búið að fara yfir þetta mjög vel í fjölmiðlum.“ „En allir sem hafa barist fyrir UFC síðustu sextán árin hafa þurft að sinna þessu. Við reynum að gefa okkar mönnum eins mikinn slaka og við getum en þú verður einfaldlega að mæta og kynna bardagann - taka upp auglýsingarnar og annað slíkt.“ „Hingað komu aðilar úr öllum heimshornum. Þau komu öll. Þetta er bara hltui af starfinu. Þetta er það sem við gerum.“ White vildi ekki opna á neina möguleika fyrir Conor fyrir þennan bardaga. Ekki einu sinni að leyfa honum að taka þátt í blaðamannafundinum í gegnum gervihnattasamband. Sjá einnig: Skilaboð frá Conor til UFC: Þið eigið leik „Væri það sanngjarnt? Síðast þegar Conor barðist við Jose Aldo, þá var systir Jose að gifta sig. En Jose sat hér.“ „Þetta hafa margir gert. Margir hafa fórnað ýmsu. Þetta er hluti af starfinu. Þetta er það sem eina sem þú þarft nauðsynlega að gera?“ White var svo einfaldlega spurður, beint út, hvort það væri einhver möguleiki á að Conor myndi mögulega berjast á UFC 200. „Ég bara get ekki séð hvernig það er sanngjarnt. Það eru þrír mánuðir í bardagann og þess vegna gerum við þetta svona snemma. Til að trufla ekki undirbúninginn.“ Sjá einnig: Conor segist vera hættur „Ég skil vel að fólk vilji að Conor berjist. Fjölmiðlar vilja það, stuðningsmenn vilja það og ég vil það. Auðvitað vil ég það. En það er bara ekki sanngjarnt.“ Hann sagði þó einnig þetta: „Conor mun berjast aftur. En það er ekki sanngjarnt að hann fái að berjast á öðrum forsendum en aðrir. Það myndi setja slæmt fordæmi. Það er ekki díllinn. Svona hefur þetta verið í sextán ár.“ „Við erum að eyða tíu milljónum dollara í kynninguna og við getum ekki tekið upp auglýsingu með aðalbardaganum.“ MMA Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Sjá meira
Dana White sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir UFC 200 í kvöld þar sem aðalumræðuefnið var Conor McGregor. Sjá einnig: Conor segist ekki vera hættur og kastar boltanum yfir til UFC Eins og ítarlega hefur verið fjallað um þá neitaði McGregor að taka þátt í kynningarstarfinu sem fer fram í Las Vegas um helgina. Allt byrjaði það með því að hann tilkynnti að hann væri hættur en það setti allt á annan endann í heimi UFC. McGregor átti að berjast við Nate Diaz á UFC 200 bardagakvöldinu í Las Vegas í júlí en nú er ljóst að ekkert verður úr því. Dana White, forseti UFC, lokaði endanlega á þann möguleika í kvöld. „Ég held að hann sé á Íslandi,“ var fyrsta svar Dana White á blaðamannafundinum í dag. Spurningin var einföld - hvar er Conor? „Það vita allir hver staðan er. Það er búið að fara yfir þetta mjög vel í fjölmiðlum.“ „En allir sem hafa barist fyrir UFC síðustu sextán árin hafa þurft að sinna þessu. Við reynum að gefa okkar mönnum eins mikinn slaka og við getum en þú verður einfaldlega að mæta og kynna bardagann - taka upp auglýsingarnar og annað slíkt.“ „Hingað komu aðilar úr öllum heimshornum. Þau komu öll. Þetta er bara hltui af starfinu. Þetta er það sem við gerum.“ White vildi ekki opna á neina möguleika fyrir Conor fyrir þennan bardaga. Ekki einu sinni að leyfa honum að taka þátt í blaðamannafundinum í gegnum gervihnattasamband. Sjá einnig: Skilaboð frá Conor til UFC: Þið eigið leik „Væri það sanngjarnt? Síðast þegar Conor barðist við Jose Aldo, þá var systir Jose að gifta sig. En Jose sat hér.“ „Þetta hafa margir gert. Margir hafa fórnað ýmsu. Þetta er hluti af starfinu. Þetta er það sem eina sem þú þarft nauðsynlega að gera?“ White var svo einfaldlega spurður, beint út, hvort það væri einhver möguleiki á að Conor myndi mögulega berjast á UFC 200. „Ég bara get ekki séð hvernig það er sanngjarnt. Það eru þrír mánuðir í bardagann og þess vegna gerum við þetta svona snemma. Til að trufla ekki undirbúninginn.“ Sjá einnig: Conor segist vera hættur „Ég skil vel að fólk vilji að Conor berjist. Fjölmiðlar vilja það, stuðningsmenn vilja það og ég vil það. Auðvitað vil ég það. En það er bara ekki sanngjarnt.“ Hann sagði þó einnig þetta: „Conor mun berjast aftur. En það er ekki sanngjarnt að hann fái að berjast á öðrum forsendum en aðrir. Það myndi setja slæmt fordæmi. Það er ekki díllinn. Svona hefur þetta verið í sextán ár.“ „Við erum að eyða tíu milljónum dollara í kynninguna og við getum ekki tekið upp auglýsingu með aðalbardaganum.“
MMA Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn