Metleikur á öðrum fætinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. apríl 2016 08:00 Helena Sverrisdóttir hefur skorað 62 stig á 68 mínútum í úrslitaeinvíginu og Haukar hafa unnið með 21 stigi þegar hún er á vellinum. Fréttablaðið/Anton Haukakonur geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í Stykkishólmi á morgun og með því hreinlega sótt bikarinn í Hólminn þar sem hann hefur verið með heimili undanfarin tvö ár. Aðalástæða þess er mögnuð frammistaða Helenu Sverrisdóttur í leik þrjú þar sem hún neitaði að tapa leiknum þrátt fyrir að spila nánast á öðrum fætinum. Helena skoraði 45 stig á 44 mínútum og 50 sekúndum eða meira en stig á mínútu. Hún skoraði tíu stigum meira en næststigahæsti leikmaður Haukaliðsins.Algjörlega andsetin „Svo ég vitni í Ívar Ásgrímsson landsliðsþjálfara þá var Helena algjörlega andsetin inni á vellinum,“ sagði þjálfarinn Ingvar Þór Guðjónsson við Vísi eftir leikinn. Helena meiddist á kálfa í leik eitt og missti af síðustu fimmtán mínútum leiksins. Haukar voru 40-25 yfir þegar Helena fór af velli en Snæfellskonur unnu síðustu fimmtán mínúturnar 39-25 og svo annan leikinn 69-54 þar sem Helena var ekki með. Helena kom hins vegar til baka í gær og leiddi sitt lið til sigurs. Hún hélt Haukum inn í leiknum í fyrri hálfleik með því að skora 17 af 26 stigum liðsins í fyrri hálfleik (65 prósent). Helena skoraði síðan 22 stig á síðustu átta mínútum og í framlengingu þar sem Haukaliðið vann upp tíu stiga forskot Snæfells. Helena skoraði jöfnunarkörfuna tæpum þremur sekúndum fyrir leikslok og gerði síðan 7 af 13 stigum Hauka í framlengingunni. Hanna átti metið Helena bætti 23 ára gamalt met Hönnu Bjargar Kjartansdóttur sem hafði allt frá 23. mars 1993 verið sú íslenska kona sem hafði skorað mest í einum leik í lokaúrslitum kvenna. Hanna skoraði 34 stig í leiknum þegar Keflavík varð fyrsta liðið til að vinna Íslandsmeistaratitil kvenna í úrslitakeppni. Helena var meira að segja farin að nálgast stigamet hinnar bandarísku Penny Peppas sem er nú sú eina sem hefur skorað meira í einum leik í lokaúrslitum kvenna. Peppas skoraði 49 stig í sigri Blika í fyrsta leik lokaúrslitanna 1995. Blikar unnu einvígið 3-0 og tryggðu sér sinn fyrsta og eina Íslandsmeistaratitil.48 stiga sveifla Mikilvægi Helenu fyrir Hauka í þessu úrslitaeinvígi sést ekki síst á því að hún er búin að skora 62 stig á 68 mínútum í einvíginu og Haukaliðið er búið að vinna með 21 stigi þegar hún er inni á vellinum en tapa með 27 stigum þegar hún er utan vallar. Fjórði leikur liðanna fer fram í Stykkishólmi annað kvöld. Þar geta Haukar tryggt sér Íslandsmeistaratitil kvenna í fjórða sinn. „Þær eru ekki búnar að tapa þarna í tvö ár og hversu sætt væri að vinna Íslandsmeistaratitilinn á þeirra heimavelli. Núna ætla ég bara að njóta þess að hafa unnið þennan leik í kvöld. Mig langar bara að spila aftur núna, þetta er svo skemmtilegt," sagði Helena við Stöð 2 Sport eftir leikinn. Dominos-deild kvenna Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Sjá meira
Haukakonur geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í Stykkishólmi á morgun og með því hreinlega sótt bikarinn í Hólminn þar sem hann hefur verið með heimili undanfarin tvö ár. Aðalástæða þess er mögnuð frammistaða Helenu Sverrisdóttur í leik þrjú þar sem hún neitaði að tapa leiknum þrátt fyrir að spila nánast á öðrum fætinum. Helena skoraði 45 stig á 44 mínútum og 50 sekúndum eða meira en stig á mínútu. Hún skoraði tíu stigum meira en næststigahæsti leikmaður Haukaliðsins.Algjörlega andsetin „Svo ég vitni í Ívar Ásgrímsson landsliðsþjálfara þá var Helena algjörlega andsetin inni á vellinum,“ sagði þjálfarinn Ingvar Þór Guðjónsson við Vísi eftir leikinn. Helena meiddist á kálfa í leik eitt og missti af síðustu fimmtán mínútum leiksins. Haukar voru 40-25 yfir þegar Helena fór af velli en Snæfellskonur unnu síðustu fimmtán mínúturnar 39-25 og svo annan leikinn 69-54 þar sem Helena var ekki með. Helena kom hins vegar til baka í gær og leiddi sitt lið til sigurs. Hún hélt Haukum inn í leiknum í fyrri hálfleik með því að skora 17 af 26 stigum liðsins í fyrri hálfleik (65 prósent). Helena skoraði síðan 22 stig á síðustu átta mínútum og í framlengingu þar sem Haukaliðið vann upp tíu stiga forskot Snæfells. Helena skoraði jöfnunarkörfuna tæpum þremur sekúndum fyrir leikslok og gerði síðan 7 af 13 stigum Hauka í framlengingunni. Hanna átti metið Helena bætti 23 ára gamalt met Hönnu Bjargar Kjartansdóttur sem hafði allt frá 23. mars 1993 verið sú íslenska kona sem hafði skorað mest í einum leik í lokaúrslitum kvenna. Hanna skoraði 34 stig í leiknum þegar Keflavík varð fyrsta liðið til að vinna Íslandsmeistaratitil kvenna í úrslitakeppni. Helena var meira að segja farin að nálgast stigamet hinnar bandarísku Penny Peppas sem er nú sú eina sem hefur skorað meira í einum leik í lokaúrslitum kvenna. Peppas skoraði 49 stig í sigri Blika í fyrsta leik lokaúrslitanna 1995. Blikar unnu einvígið 3-0 og tryggðu sér sinn fyrsta og eina Íslandsmeistaratitil.48 stiga sveifla Mikilvægi Helenu fyrir Hauka í þessu úrslitaeinvígi sést ekki síst á því að hún er búin að skora 62 stig á 68 mínútum í einvíginu og Haukaliðið er búið að vinna með 21 stigi þegar hún er inni á vellinum en tapa með 27 stigum þegar hún er utan vallar. Fjórði leikur liðanna fer fram í Stykkishólmi annað kvöld. Þar geta Haukar tryggt sér Íslandsmeistaratitil kvenna í fjórða sinn. „Þær eru ekki búnar að tapa þarna í tvö ár og hversu sætt væri að vinna Íslandsmeistaratitilinn á þeirra heimavelli. Núna ætla ég bara að njóta þess að hafa unnið þennan leik í kvöld. Mig langar bara að spila aftur núna, þetta er svo skemmtilegt," sagði Helena við Stöð 2 Sport eftir leikinn.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti