Alþingiskosningar í október Bjarki Ármannsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 22. apríl 2016 14:53 Frá fyrri fundi Sigurðar Inga með stjórnarandstöðunni. vísir/ernir Kosið verður til Alþingis í seinni hluta október. Þetta kom fram á fundi Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra og Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra með forsvarsmönnum stjórnarandstöðuflokkanna í Stjórnarráðinu í dag. Árni Páll Árnason, sem sat fundinn fyrir hönd Samfylkingunnar, staðfesti í samtali við Vísi að þetta hefði orðið niðurstaða fundarins. Þá hefði verið farið yfir málaskrá ríkisstjórnarinnar á fundinum en þar er að finna þau mál sem ríkisstjórnin leggur upp með að takist að ljúka áður en gengið verði til kosninga. „Þarna eru náttúrulega þjóðþrifamál sem það hefur aldrei staðið á okkur að afgreiða, eins og húsnæðismálin þar sem ágreiningurinn hefur fyrst og fremst verið á milli stjórnarflokkanna,“ segir Árni Páll. „Svo eru þarna einstaka mál sem eru ekki komin fram þannig að við vitum ekki hvað í þeim er.“ Þá sagði Árni Páll að lýðræðisleg skylda fælist í því að upplýsa almenning um hvenær kosningarnar færu fram. Ljóst væri að dagskrá Alþingis myndi riðlast eitthvað vegna kosninganna. Hann hefði sjálfur kosið að kosningar hefðu farið fram í vor en haust. „Ég lagði sömuleiðis áherslu á það viðhorf að ef fjárlög yrðu lögð fram í haust þá væri mjög mikilvægt að það væru ekki kosningafjárlög einstakra flokka í aðdraganda kosninga,“ segir hann. „Við eigum ekki að misnota ríkisvaldið til að búa til kosningastefnu fyrir einstaka stjórnmálaflokka. Ef fjárlögð verða lögð fram í haust, yrðu þau bara um það sem er svona almenn samstaða um.“ Hvorki náðist í Bjarna Benediktsson né Sigurð Inga við vinnslu fréttarinnar. Alþingi Tengdar fréttir Bjarni og Sigurður Ingi funda með stjórnarandstöðunni Stjórnarandstaðan hefur kallað eftir málaskrá ríkisstjórnarinnar og kjördegi. 22. apríl 2016 13:24 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum Sjá meira
Kosið verður til Alþingis í seinni hluta október. Þetta kom fram á fundi Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra og Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra með forsvarsmönnum stjórnarandstöðuflokkanna í Stjórnarráðinu í dag. Árni Páll Árnason, sem sat fundinn fyrir hönd Samfylkingunnar, staðfesti í samtali við Vísi að þetta hefði orðið niðurstaða fundarins. Þá hefði verið farið yfir málaskrá ríkisstjórnarinnar á fundinum en þar er að finna þau mál sem ríkisstjórnin leggur upp með að takist að ljúka áður en gengið verði til kosninga. „Þarna eru náttúrulega þjóðþrifamál sem það hefur aldrei staðið á okkur að afgreiða, eins og húsnæðismálin þar sem ágreiningurinn hefur fyrst og fremst verið á milli stjórnarflokkanna,“ segir Árni Páll. „Svo eru þarna einstaka mál sem eru ekki komin fram þannig að við vitum ekki hvað í þeim er.“ Þá sagði Árni Páll að lýðræðisleg skylda fælist í því að upplýsa almenning um hvenær kosningarnar færu fram. Ljóst væri að dagskrá Alþingis myndi riðlast eitthvað vegna kosninganna. Hann hefði sjálfur kosið að kosningar hefðu farið fram í vor en haust. „Ég lagði sömuleiðis áherslu á það viðhorf að ef fjárlög yrðu lögð fram í haust þá væri mjög mikilvægt að það væru ekki kosningafjárlög einstakra flokka í aðdraganda kosninga,“ segir hann. „Við eigum ekki að misnota ríkisvaldið til að búa til kosningastefnu fyrir einstaka stjórnmálaflokka. Ef fjárlögð verða lögð fram í haust, yrðu þau bara um það sem er svona almenn samstaða um.“ Hvorki náðist í Bjarna Benediktsson né Sigurð Inga við vinnslu fréttarinnar.
Alþingi Tengdar fréttir Bjarni og Sigurður Ingi funda með stjórnarandstöðunni Stjórnarandstaðan hefur kallað eftir málaskrá ríkisstjórnarinnar og kjördegi. 22. apríl 2016 13:24 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum Sjá meira
Bjarni og Sigurður Ingi funda með stjórnarandstöðunni Stjórnarandstaðan hefur kallað eftir málaskrá ríkisstjórnarinnar og kjördegi. 22. apríl 2016 13:24